laugardagur, desember 25

Gleðileg Jól.................

Jebbs loksins komin heim til Svalbó city og Akureyri City!!! Og búin að vera veðurteft í mjög kósí fílíng á Svalbó city..........
Ferðin heim gekk vel, komst loksins í flugvelin og var þar með mína sætaröð fyrir mig og gat tar af leiðandi breitt úr mér og sofið. Einkabíllinn beið fyrir utan flugvöllinn þ.e Fly bus og fór með mig á Hótel Sögu það sem viðskiptafræðingurinn fékk viðskiptaherbergi eða business class!!! Yndislegt sloppurinn og inniskórnir og allt bara...........
Svo kom Maggí vinkona í kaffi á Hótel Sögu og svo loksins flug heim til AK city og þar beið mín litla prinsessan mín og verð ég að segja að yndislegir endurfundir með tárum og knúsum!!!
Jæja best að halda áfram að éta og drekka Malt og Appelsín!!!

Sjáumst Harpa the Penguinos að deyja úr kulda (hélt alltaf að mörgæsum gæti ekki verið kallt en heldur betur ekki).................

þriðjudagur, desember 14

Góðan og blessaðann daginn

Jebbs helgin eða réttara sagt laugardagskvöldið var mjög áhugavert og skemmtilegt........

Ég og Sigga mættum á pubbinn rétt hjá bryggjunni sem báturinn fór frá og biðum spenntar að hitta strákana í Rugbý liðinu Millwall. Hittum líka þetta fína fólk til að stytta okkur stundina.
Jæja strákarnir mættu og var fjör á barnum og síðan var haldið af stað í bátinn um 100 manns og barinn tæmdist gjörsamlega!!!
Svo var lagt í hann og já verð að segja að siglingin hafi verið yndisleg vá hvað London er falleg séð frá Thames og það að kvöldi til. Ekki að segja að áfengið hafi eitthvað lagt til á fegurðina veit ekki. En strákarnir voru skemmtilegir og þá sérstaklega einn frá Norður Írlandi!! En Harpa kann að velja strákana og þessi á föstu þannig við skemmtum okkur bara ágætlega saman en hefði getað verið skemmtilegra. Tókum til dæmis Titanic í nefið eða atriðið fræga og öskruðum "I Love London" í leiðinni. Well þannig ekki mikið af kjaftasögum frá þessari ferð, að vísu þá missti ég náttúrulega af því þegar fimm drengir hlupum um dansgólfið naktir!! (gat verið, var á barnum).
Og ég gleymdi myndavélinni minni heima grenj grenj en well got to go!!!!

Kossar Harpos the penguinos................................... Er að koma heim eftir 9 daga jeiiiii

fimmtudagur, desember 9

ohh þoli ekki þegar maður er búin að skrifa og skrifa og svo bara kemur ekkert á bloggið en allavega......................

Á forsíðu Metro dagblaðsins hér var verið að vara karlmenn sem nota labtopa að nota þá ekki mikið þar sem það sker úr frjósemi, svo strákar passið ykkur!!!!

En allaveg þá er góð helgi framundan.......... Er að fara í jólaboð með Siggu sem vinnur með mér og kærasta hennar honum Bob. Og nota bene þetta er jólaboð hjá Rugby liðinu sem Bob spilar með, jeiiii jeiiiii bara flott og enn flottara er að við siglum niður Thames!! Frítt áfengi og matur þannig ekki spurning að það verði fjör........... Og ég ætla sko að taka myndavélina með!!!!

Talandi um myndavélina þá setti ég loksins inn myndir og þær komu flest allar nema videó upptökurnar. Hvernig get ég sett þær inn líka???? það er sko algert must þar sem hreyfimyndirnar innihalda skota spyla á pípurnar sínar, flotta búðin sem ég og Inda fórum í (Birkir við fórum líka inn í hana þegar við vorum upp í Camden Town) Svo ef þið getið kennt mér endilega...................setjið inn leiðbeiningar.............

Jæja farin að vinna ble ble Harpas

mánudagur, desember 6

Já góð helgi liðin........................... og hún byrjaði svona.............

Fimmtudagur!!!
Inda mætti til Sutton city um 14 og við fórum heim með dótið og lögðum svo af stað í bæinn til að skoða búðirnar. Við löbbuðum niður göngugötuna og ég sagði henni allt um allar búðirnar. Svo náttúrulega var endað á barnum mínum Barroombar og þar drukkið nokkuð mikið og talað mikið. Svo eftir velheppnaða bar ferð var farið í Safeways (Hagkaup) og verslað inn. Bara flottast að fara að versla vel drukkin!!!! hahahahahahahha
Föstudagur!!!
Farið að versla, fyrst var farið til Wimbeldon og svo í miðbæinn minn og við versluðum bara mikið!!! heheheheh. Svo var komið við á barnum "happy hour" og fengið ser eitt glas áður en ég þurfti að koma mér heim til að taka mig til fyrir jólaballið í vinnunni. Inda MÁTTI ekki koma með svo hún beið þæg og góð heima á með ég skrapp fékk mér að borða og mingla með vinnufélögunum. Fór heim snemma og náði í Indu og dróg hana út á lífið!! Og þá var kaffi sviti heimsóttur (kaffi Mangó) og dansað við eitt lagið, strákarnir heillaðir upp úr skónum og já Harpa varð ástfanginn (en bara í 30 mín) vonandi aðeins lengur næst!!!!
Laugardagur!!!
Þreyttar og timbraðar fórum við og fengum okkur EKTA breskan morgunmat!! og því næst var farið upp til London city og farið á Camden markaðinn og hann hitt í mark hjá Indu sérstaklega tekknó búðin.
Komum heim þreyttar um kvöldið og fórum snemma að sofa.
Sunnudagur!!!
Skuttlaði Indu upp á flugvöll í einkabílnum mínum (bus 726) og fór svo heim aftur og upp í rúm og vaknaði svo í morgun.
Þannig verð að segja að þetta hafi verið mjög góð helgi og mikið gerst og myndir verða settar inn fljótlega frá laugardeginum. Takk fyrir helgina Inda!!!

jæja vinnan kallar bið að heilsa í bili Harpos

miðvikudagur, desember 1

Góðan og blessaðann daginn góðu hálsar

Jebbs þetta líka fallegi morgunninn hér í landi englanna (lágskýað og við frostmark) en hver lætur veðrið hafa áhrif á sig. Var að horfa á þátt þar sem maður var að tala um að það ætti að banna veðurfréttafólki að halda því fram að rigning væri eitthvað VONT, Leiðinlegt. Því ef það væri þannig hefðu SKotar og Írar enga ástæðu til að fara frammúr á morgnanna.

Well annars þá kemur Inda til mín á morgun jeii jeiii jeiiii, Inda kemur á morgun jeiii jeiii jeiii jeiiii get ekki beðið. Jólashopping djamm og svona endalaust. Held ég verði að skilja hana eftir á föstudagskvöldið þó því þá er jólaboð í vinnunni en það verður stutt fer bara í matinn og drekk nokkur fín frí glös af áfengi og næ svo í stúlku og við förum á sprellið í Sutton!!!

Well verð að fara að vinna þar sem ég er í frí hálfan daginn á morgun og allan föstudaginn. Jeiiiii Hlakka svo til að fá þig Inda!!!!!!!!!!

Kossar og knús Harpos the penguinos

miðvikudagur, nóvember 24

Í fréttum er þetta helst!!!

.................afsakið hvað ég hef verið löt við að skrifa hér á þessa snildar síðu!
.................Áfengið er að taka völdin hér í landi Englanna!
.................Vinnan er bla bla lba bla bla bla!
.................Og besta fólk fattar ekki að hún Kaylie er ekki búin að skipta um nafn heldur á hún systir sem heitir Danny!!
.................Ræktin gengur ekki nógu vel, veit ekki stundum er bara miklu meira freistandi að fara heim og horfa á granna eða einfaldlega á pubbinn!
.................Fann drauma manninn minn um daginn :) en þar sem ég bý í 10 miljón manna borg, finn ég hann örugglega ekki aftur!!! :(

Svo já það er bara MJÖG gaman hjá mér!!! hehhehe

Hlakka til að sjá ykkur fögru dýr heima á fróni.

Harpa the penguinos

miðvikudagur, nóvember 3

VIL oska Nonna kallinum til hamingju med litlu drottninguna sem faeddist i gaerkvoldi!!!!

Mundu bara hvad Harpa er nu fallegt nafn og haefir ollum drottningum ;) !!!

Annars gott ad fretta og ja vinnan buin i dag svo tad er bara raektin...............

Ble ble Harpos

mánudagur, nóvember 1

Pick up línur!!!

Það var einn gaur yfir sig heillaður af mér (þó ég segji sjálf frá heheheh) jebbs og hann kom með þessa gullnu setning "OHH all I want to do is rip all your cloths of and take you to heven" Jebbs hann var alveg á því að hann væri hinn eini sanni fyrir mig. En ég var ekki alveg sammála, sætasti strákur en þessi setning strákar er ekki alveg að VIRKA á barnum, væri kannski góð þegar komið er heim og allt það. En þessi var aðeins öðruvísi enn allir hinu Bresku strákarnir þ.e hávaxinn en allir aðrir strákar í þessu landi eru 1,50, en að vísu var hann með sína þykku gull keðju um hálsinn, sem myndi hafa þau áhrif ef hann færi í sund kæmi hann út á sjúkrabörum því keðjan er svo þung að hann myndi einfaldlega drukkna. Þvílíkur horror þessar gullkeðjur, ætti virkilega að setja bann á þetta rusl.
Annars var farið í Holloween partý í Orpington íslendinga nýlenduna og var það bara mjög fínt og fjölskylduvænt.
Annars heyrumst seinna Harpa Anti gullkeðju fan

miðvikudagur, október 27

Hver veit ekki hvar eða hvað BINGÓ VÖÐVI er????

Var nefnilega í ræktinni í gær og hitt þjálfarann sem sýndi mér öll tækin og á miðri leið var þetta flotta tæki sem virkar þannig að maður hjólar með höndunum ekki fótunum. Og hann var að skýra það út fyrir mér hvað þetta væri nú gott fyrir upphandleggsvöðvana að aftan! Svo ég kom með þessa brill setningu: " o.k then this is the best to get ridd of the BINGO Muscle" veit ekki hvert maðurinn ætlaði en hann hélt hlátrinum inn í sér og svo ætlaði hann að segja eitthvað og sprakk!!!!!!!!! Bara gaman að fá mig greinilega í þjálfun í bleika gallanum og bleikum allt!!


Hheheheh gaman að þessu.

En allavega þá er stöðin mjög fín minnir helst á Bjarg í gamla daga (eða í fyrra eða í síðasta mán). Svo ég er mjög seif á geðheilsunni í bili þar sem Kaffi Sviti er á einu horninu og Bjarg á hinu horninu hér í yndislega bæ mínum Sutton.

Well asta la vista í bili og endilega segið mér ykkar skoðun á að sé vel þekkt orðatiltæki á Íslandi!!
Kv Harpos

mánudagur, október 25

Ný vika, ný markmið !!!!!!!!!!

Jebbs gellan byrjuð í ræktinni og ætlar að klífa fjöll í Eyjafirði um jólin, gangi mér vel!!

En vil óska honum Hanna til hamingju með litlu prinsessuna sína sem fæddist á laugardaginn síðasta 23/10/04!!! Gangi þér vel með uppeldið!! Og hlakka til að sjá prinsessuna.

Samloka vikunnar er Philadelfia smurostur og reyktur lax!!!!!

Annars ekkert mikið að gerast hér handan við sjóinn bara bíð eftir að komast heim um jólin!!

Kv Harpa

fimmtudagur, október 21

Halló allir saman

Vil nota tækifærið hér og með að óska litlu snúllunni minni sem ég elska mest í heiminum henni STEFANÍU sem átti afmæli í gær!!!!!!

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!!
Og svo bestu systur minnar í heimi sem á afmæli í dag!!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!!!!!!
Jebbs allir eiga afmæli þessa dagana og því miður voru allar flugvelar til landsins fullbókaðar og komst ég ekki í afmælið þeirra. Svo vonandi gengur það betur á næsta ári.
Kossar og knús Harpa le penguin

mánudagur, október 18

Jebbs er að segja ykkur það!!!!

Mörgæsin fékk flensu og kvef því það er svoooo kallt hér í Landi Englanna!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þannig ekki mikið gerst hjá mér nema var heima á fimmtudag og föstudag og lá í rúminu og reyndi að skemmta sjálfri mér, sem gekk ágætlega þar til sprengjan gerðist.................Þannig er mál með vexti að ég bý eða leigi af Búlgörum sem er ein skrýtnasti þjóðflokkur sem ég hef kynnst. En á fimmtudagskvöldið heyrði ég þvílíku rifrildin niðri í eldhúsi, öskur, stólar á flugi exttraa. Ég fór fram til að ath málin og þá var stelpan sem legir við hliðina á mér (Búlgari) á leið upp út grátin og bara mjög móðursjúk. Fór með henni út og þar sagði hún mer að kallinn (sem labbar um í G-streng) hafi lamið sig og hrækt á sig. Jebbsss hasar í gangi hér!!! Svo spurði ég þau niðri (konu kallsins sem labbar um í G-streng) og þetta var alls ekki það sem gerðist, heldur var hún (sem legir við hliðina á mér) að ríf kjaft extra....... Gaman, eintóm hamingja hjá þessum Búlgörum, eru búin að ná að hrekja alla sína samlanda frá heimilinu. En ég er búin að kenna þeim að borða hafragraut með mjólk og salti!!!!!!!!!!!!!!!!!

Og já Fjóla bíð spennt eftir frettum af honum bróður þínum!!
Og Kata sé ekki bloggið þitt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! :(

Jæja vinna heyrumst Harpa the penguin (hósti)

föstudagur, október 8

Ég óska hér með heiðurs Kengúrunni henni Kötu gellu til hamingju með daginn!!!! Hún er einmitt að eiða þessum fína afmælisdegi sínum í Ástralíu dauð þreytt eftir þetta langa ferðalag. En heir heir fyrir hetjunni sem fór til Ástralíu!!!!!!!!!!!

Annars fínt að frétta hvítvín í vinnunni þannig maður er líe glad fyrir helgina.

Látið svo heyra í ykkur og reynið nú að ráða drauminn sem mig dreymdi um daginn!!

góða helgi Harps

fimmtudagur, október 7

Well o.k ég veit ég veit.......................................

ég er ekki nógu dugleg að skrifa en það bara gerist ekkert hjá mér. Venjulegur dagur er svona vakna fer í vinnuna kem heim horfi á imbann bý mér eitthvað til að borða og horfi meir á imbann og fer að sofa. Stórkostlegt líf!!!!!!!!!!!!!!

En allavega hitti ég Kötu Kengúru og Þóru ferðafélaga hennar í gær hér í London til að fylgja þeim í flugvelina til Singapor. Þetta gekk allt stórslysalaust fyrir sig, röltum um Oxfordstreet og fórum á pubinn og spjölluðum. Búin að fá allar kjaftasögurnar!!!!
En ég er alveg sannfærð að hún litla kengúran finni sér einn gæja þarna niður frá. Munið að ég sagði þetta.

Í nótt dreymdi mig að hún Maríanna Hansen hafi verið að eignast eitt stk stúlku og var hún ekkert smá falleg og yndisleg. Svo Mæja er eitthvað sem þú ert ekki búin að segja mér.
Svo í öðrum hluta á draumnum var ég að labba einhverstaðar og það var horft á mjög fallega sólarupprás. Nú verðið þið að ráða þessa drauma fyrir mig, ok.

Jæja Kata er enn á leiðinni í flugvelinni og vona að henni gangi sem best og óska henni allra besta þarna down under.

Kossar Harpa

p.s er alveg að hugsa um að fara til hennar.

miðvikudagur, september 29

Loksins finn ég tíma til ad skrifa um helgina í Glasgow.....

Eftir góða R&R helgi kemur maður heim eins þreyttur og maður getur...

Hitti Maríu mína á fimmtudagskvöldi og það var ekkert smá frábært að hitt giftu stelpuna. Við tókum okkur til og fórum út að borða á Kamasutra sem er indverskur og það var ekkert smá góður matur. Á WC-inu fann maður fínar sýnis myndir af Kamasútra svo maður varð meira fróður hehehehhehehe.
En svo voru háskólar athugaðir, pubbarnir enn meira og sem flestir ódýrir veitingastaðir og meira af R&R gert. Djammað að lokun sem er um 12 eða eitt að miðnætti og svo farið upp á hótel að halda áfram þar. Kynntumst þessum fínu húsmæðrum frá USA sem voru í djamm ferð í Glasgow og held ég að eina ástæðan var að halda fram hjá köllunum!!! Svo voru þarna nokkrir Írar að steggja einn vininn svo það var nóg af skrýtnu fólki til að tala við.

En þetta var í alla staði frábær helgi og Glasgow er alveg brilljant borg, svo ekki láta ykkur undra þó ég verð kominn þangað næsta vetur til að læra.

Jæja matartíminn búinn svo adios amigos...............

föstudagur, september 24

GLASGOW MADUR!!!!!

Jebbs er i borginni Glasgow og bara flottur stadur. Bjor rennandi ur ollum kronum og hvitvin er notad til ad skola tennurnar eftir ad hafa tanburstad sig ;) hehehhehe bara flott.

En eg og Maria forum ut a lifid um leid og eg kom i gaerkvoldi og ja skemmtum okkur vel. Annars var mest gert af tvi ad tala og tala!!!!! Erum a tessu flotta hoteli, med King size bead og eina STORA saeng, gaeti ekki verid betra....

Buin ad fara og skoda Haskolan her sem er ansi godur fyrir framhaldsnamid mitt svo hver veit nema eg verdi her a naesta ari, tad leggst ekki illa i mig allavega.

Jaeja bjorinn kallar svo ble ble i bili
The Harpos

miðvikudagur, september 22

Góðan og blessaðann daginn,

jebbs stílkan á afmæli og það er alltaf gaman að verða 21 (í 8unda skiptið þó) hehhehehe.

Dagurinn byrjaði vel þar sem stelpurnar mínar hringdu og sungu fyrir mig afmælissönginn og svo þegar ég mætti í vinnuna var búið að skreyta skrifborðið með blöðrum og borðum, algert æði!!!

Og allir takk fyrir kveðjurnar!

Svo er það bara Bar room bar í kvöld eftir vinnu og svo kannski líka all bar one í Sutton, svo ef þið verðið á svæðinu endilega komið :).

Kveðjur Harpa the Birthday girl!!!

þriðjudagur, september 21

Hello................................

Lítið að frétta af mér þessa dagana þar sem ég hef reynt að gera sem minnst til að eyða sem minnstum pening!!! Þið vitið það öll að ef maður fer eitthvað eða bara hreifir sig þá eyðir maður pening!!! En áætlunin gengur alveg ágætlega.

Þannig það stoppar ekkert gott líf og djamm í GLASGOW þessa helgi!!! Jibbí í iííí´er að fara eftir 2 daga að hitta hana Maríu mína í GLASGOW. Get ekki beðið eftir að vera þar og hlusta á fólk tala! Bara flottur hreymurinn þar.

Well heyrumst fljótlega

Harpa

fimmtudagur, september 16

þriðjudagur, september 14

Feður í baráttu til að auka réttlæti sitt......

já allt getur gerst hér í borg feðranna. En það eru semsagt til samtök feðra sem eru að berjast fyrir auknu réttlæti til að hitta börnin sín. Á laugardag tók einn sig til og klæddi sig í spædermann búning (kannski var hann spæderman) og stóð efst uppi í London Eye sem er stóra stóra parísathjólið hér og eru myndir þaðan í albúminu mínu. Jæja allavega ´búin að komast að því afhverju London Auganu var lokað á laugardaginn þegar ég og Birkir mættum þangað.
Svo í gær réðust Batman og Robin á höll drottingarinnar eða "buckingham palace" með stig og byrjuðu að klifra upp á eina sillu. Batman komst áfram en Robin var tekinn fastur. Svo stóð Batman á syllu við hliðina á svölunum sem Drossa kemur út til að veifa, og hann stóð þar í fimm tíma!!!! þettar eru flottir gæjar en ég spyr hversu léleg er öryggisgæslan í þessari borg ef einhverjir gæjar sem eru klæddir eins og Spæderman, Batman og Robin komast út um allt....

En svo fékk ég lítið sætt símtal í gærkvöldi þar sem ein fjagraára næstum fimmára hringdi í mig og sagði með grátandi röddu "Harpa ég vil að þú komir heim til mín, ég get ekki beðið eftir Jólunum" snökkkt snökkt ERFITTTTTT!!!!!!

Jæja kveð í bili og læt ykkkur vita ef eitthvað fleira skemmtilegt gerist
Miss Reuters............................

mánudagur, september 13

Halló allir saman.......................

og allir í kór dddaaadddrrrraaaaa.................
En allaveg þá er Birkir á leiðinni upp á Stanstead og fljúga heim :( en jæja ég verð bara að sætta mig við það.
Helgin var frábær löbbuðum mikið og skoðuðum mikið. Á laugardagskvöldið fórum við á commidian show sem var alveg fyndið (er orðin húkkt núna)!!!! Sat á fremsta bekk og vitir menn ekki látin vera allt kvöldið af gæjunum sem voru að tala!! Bara gaman.

Jæja ætla að reyna að vinna eitthvað pínu í dag!!! Bara frekar þreytt þar sem maður vaknaði fyrir allar aldir til að fylgja Birki á lestarstöðina til að ná í lest til London!!

Heyrumst Harpos

föstudagur, september 10

Halló elskurnar

Sorry mar bara búin að vera pínu upptekin en takk fyrir að tekka svona reglulega á mér!!

Jebbs góðir dagar núna því Birkir bró er í heimsókn!!! Jeiii Jeiii Jeii en hann vill bara sofa í gær þegar hann kom og í dag, veit ekki kannski er ég bara svona l................... hver veit? Nei nei annars var bara farið út að borða í gær á ítalska veitingastaðinn minn og þar hafa þeir náð nafninu mínu svo vel "ALBA" hvað segiru? "ALBA" hvað má bjóða þér? heheheheh algerir snillingar og svo er nú vaninn hér að tippa þjónana en vitið hvað einn af þeim kom til mín og sagði mér ekki að tippa því yfirmennirnir tækju allt tippið! (flott orð hér) og tippið er það sem fær laun þjónanna til að vera þolanlega. Hálvitar!!!!

Jæja farin að vinna heyrumst og vonandi kem ég með myndir á mánudaginn eftir helgina okkar Birkir í LONDON BABÝ

Kossar Harpa

miðvikudagur, september 1

Jebbs langa helgin búin...........................

og tar sem ég var ekki að vinna á mánudaginn og lá heima veik í gær þá verð ég að nota tækifærið núna og óska honum HALLI kallinum til hamingju með daginn á mánudaginn. Vona að þú hafir gert eitthvað skemmtilegt.................

En helgin var góð og skemmtileg og löng. Frekar skrítið að koma í vinnuna á miðvikudegi og það er alveg að koma önnur helgi.

Hlakka til að sjá litla bró eftri svona viku jeii jeiii get ekki beðið.

bið að heilsa Harpos the penguinos

föstudagur, ágúst 27

Löng helgi framundan....................

Jebbs það er Bank holiday helgi framundan sem þýðir frí á mánudag!!!! Gaman Gaman og því nógur tími til að horfa á 24. Ekki hægt að gera annað þar sem það rignir hér alla daga allan daginn.

Jebbs þú hafðir rétt fyrir þér ég flutti til Englands!

Hehehehehhehehe jæja njótið helgarinnar kossar Harpos

fimmtudagur, ágúst 26

Blóðþrútin augu.............

..er afleiðing þess að eiga 3 séríuna af 24. Eftir 4 þætti í gær var nauðsynlegt að leggja tölvuna niður og hætta að horfa!!!! Ennnnnn einn enn var hugsunin og að lokum endaði í að ég horfði á 6 þætti og mig kvíður fyrir þeim degi þegar ég klára þættina, ekki langt í það með þessu framhaldi.................

But vinnan kallar eins og er svo heyrumst hress..................

Kv Harpa Hrönn

mánudagur, ágúst 23

Hellú alle samenn,

jebbs Harpa gerðist löglegur nýbúi í Englandi á fimmtudag og fékk sér heimilislækni hér og viti þið hvað það kostar ekkert að fara til læknis þannig ég ætla sko að nýta mér það!!! Gerast þessi mest pirrandi manneskja sem fer alltaf til l´æknis út af engu. gaman gaman

Svo á laugardag var skundað upp í London og farið á markaðinn í Camden Town bara flott og bara gaman!!! Fullt af dóti sem mig langaði að kaupa en keypti bara eitt veski dugleg ég...........

Eftir þetta sendi ég sms á Pétur og við ákváðum að hittast og var það hvorki meira ne minna en fimm föngulegir íslenskir strákar sem biðu mín á barnum, gaman gaman. Svo var bara farið á sprellið með þeim og spjallað um boltan mest allan tíman...... Ég humm, já, ahhha, einmitt hann Henry er nú flottur og extra hehehhehe alveg inní þessu spjalli eða þannig...... En stuðið hélt áfram og alltaf gaman að vera með strákunum.......

Jæja matartíminn búinn heyrumst Harpa the timbraða........................................

fimmtudagur, ágúst 19

Góðan og blessaðan daginn allir saman,

Til að byrja með vil ég óska flottustu konu í heimi til hamingju með daginn!!! Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún mamma hún á afmæli í dag!!!!!!

Húrra húrrrrrraaaa Húrrrraaaa................................

Já elsku mamma til hamingju með daginn Elska þig og njóttu dagsins.
Og já Erna frænka á líka afmæli, til hamingju gella.....

Svo bara já ekkert að gerast hér eins og vanalega!! er alveg hræðilega léleg að koma mér í vanda mál þessa dagana en þetta kemur vonandi.

Kveðjur og kossar Harpos

mánudagur, ágúst 16

Helgin.................................

jebbs helgin var bara fín!!!

Föstudagskvöldið ákváðum við Kristrún að athuga nýja veitingastaðinn í Sutton sem heitir il Ponte!! Ég mætti á umræddum tíma og ákvað að bíða úti eftir gellunni. Fyrir utan voru þjónarnir að lokka inn fólk á nýja staðinn og voru þeir nú hinir hressustu og snökkuðum við saman á ítölsku eins og vera mætti. Ég beið í um 10 mín og ákvað að hringja í Kris en vitir menn þá hafði hún læðst inn á staðinn og beið eftir mér þar, hehhehe þannig það var bara að fara inn og hitta hana og þvílík þjónusta sem við fengum. Þjónarnir komu á fimm mín fresti að ath hvort ekki væri allt í góðu og hella í glösin okkar. Jebbs hver veit nema þetta verði minn annar vinnustaður.

Því næst var skundað á nýjan klúbb sem var að opna og heitir hann LIQUID jebbs og maður fór þar inn og vitir menn sjalli númer 2 því maður var eins og amma þarna inni. Alltaf skemmtilegur fílingur en tónlistinn var bara fín og sá ég það fyrir mér að maður gæti alveg skemmt sér vel þarna inni ef maður liti fram hjá þessu smáatriði.

Laugardagurinn fór í þetta venjulega að versla og ákvað ég í leiðinni að láta klippa mig og gellan klippti mig þannig að já krullurnar fá að njóta sín....... og svo já keypti ég þessa flottu skó á 600 kall. Góð kaup það.

Annars var ekki gert meira en þetta nema kannski horfa á TV, lesa og sofa Gott líf það........

Kossar og knús Harpa

þriðjudagur, ágúst 10

Góðan og blessaðan daginn allir saman,

hvað er að frétta af ykkur þarna uppi á fróni eða klakanum?

Hér gengur allt sinn vanagang. Gerði ekkert um helgina þar sem ég var að jafna mig eftir heimsókn stelpnanna minna og ef ykkur langar að sjá myndir af þeim þá endilega kýkið á myndasíðuna fullt af nýjum myndum.

Ég vil óska fyrirtækinu sem ég vinn hjá til hamingju með daginn í gær en það var 20 ára!!! og það var boðið upp á hlaðborð í hádeginu sem var nú bara kúkur og kanill miðað við það sem ég bauð upp á í útskriftar, júróvisjón og kveðju partíinu mínu og þar var aðeins boðið upp á meðlæti.

Jæja best að fara að leggja þessu fyrirtæki starfskraftana mína!!!

P.s er að skipuleggja brúðkaup í nov til feb 2005/06 einhverjar hugmyndir??? allt velþegið!!!

The Penguin...............................................

föstudagur, ágúst 6

Já já svona er þetta,

afmælisveislan á fullu þegar ég hringdi í gærkvöldi í afmælisbarnið en vitir menn hann var ekki heima!!! Alltaf sama sagan hann lætur ekki sjá sig í veislunum, hehehehhehehe!!

Já vitir menn mörgæsin er opinberlega flutt af landi brott þ.e frá Englandi. 30 stiga hiti í dag og jafnvel meira um helgina, svo hún fór. En ég er hér enn að berjast við hitann. Vont en það venst! En var samt að pæla þetta er eins og að vera inn á Kaffi svita um áramótinn!! þannig hefur mér liðið síðustu viku!

Jæja vinna vinna og vinna svo heyrumst

Harpa sveitta

fimmtudagur, ágúst 5

Góðan Daginn allir saman,

VIL ÓSKA HONUM KARL FÖÐUR TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!! PAKKINN ÞINN ER Á LEIÐINNI

Annars er ég bara að jafna mig eftir brotför Stefaníu og Honnu og allt gengur sinn vanagang.

kossar Harps the penguin

þriðjudagur, ágúst 3

SNIFF SNIFFF

Fyrst vil ég byrja á því að óska henni Guðrúni til hamingju með daginn um daginn. Vona að þú hafir skemmt þér vel gellos.

Já stelpurnar mínar eru farnar frá mér og helgin var alveg meiriháttar!!!! bara gaman.

Það fyrsta sem Stefanía sagði við mig eftir að hafa knúsað mig og kysst var "Harpa afhverju þurftir þú að flytja frá mér?" áiii hvað hjartað var aumt í mér þá. Svo var Dýragarðurinn tekinn með trukki og öll dýrinn enn að jafna sig eftir að hafa hitt okkur.
Laugardagurinn var notaður til að hreynsa allar verslanir í Sutton. Sunnudagurinn var notaður í ævintýragarðinn sem ég mæli ekki með, en við skemmtum okkur mjög vel.
Mánudagurinn fór í að rannsaka verslanir á Oxford stæti og við heimsóttum Hanna og brunuðum svo út á flugvöll. Það var seinkun á vélinn eins og vanalega hjá Icelandair, en rétt fyrir níu var komið hvaða hlið átti að fara í svo við grétum pínu og knúsuðumst og svo hljóp ég til að ná strætónum mínum heim. EN vitir menn ótrúlegt en satt þá kom enginn strætó kl 21 eins og hann á að gera svo ég beið til 22.10 eftir FOKKINGS, BOGGER strætó.
Komst seint og síðarmeir heim og hringdi í kappan í USA sem hefur það bara fínt!!

Got to go heyrumst síðar,

Harpa the melted penguin

fimmtudagur, júlí 29

Spennan alveg að fara með mig!!!
 
Trúi því bara ekki að ég muni halda á Stefaníu í kvöld jeiii jeiii jeiii.

Vil hér með óska henni Guðrúnu samritgerðarfélaga til hamingju með daginn og megi hún njóta hans vel og lengi!!!!!!! Húrra húrra húrrrraaaaa

Svo bara að gera sig reddy fyrir að fara út á völl og ná í stelpurnar mínar jibbí jibbí.

Heyrumst Harpos

svo vil ég frétta af skemmtilegum sögum eftir helgina!!! ;)
Spennan alveg að fara með mig!!!!!
 
jei jei jei stelpurnar eru að koma á eftir, vá hvað tíminn líður hratt!!!

Og hvað á svo að gera um helgina? Djamma djúsa og grilla? hummm

En ætla nú að óska henni Guðrúnu ritgerðargellu til hamingju með daginn og megi hún njóta hans vel og lengi!! húrra húrra húrrraaa................................

Jæja er að gera mig reddí til að fara út á völl og ná í sistu og snúllu

heyrumst Harpos

miðvikudagur, júlí 28

JJJJEEEEIIIIIII STELPURNAR MINAR ERU AD KOMA!!!!
 
Vá loksins loksins er netið komið aftur á!!!! Dis hvað þetta er eitthvað erfitt hér í Bretlandinu að halda við Internetinu.

En allavega þá er snúllan mín og Hanna að koma annaðkvöld og ég get ekki beðið. Planið er að fara í London Zoo á föstudag, svo að fara í www.adventureisland.co.uk á laug eða sunnudag. Svo bara njóta tímans saman sem við höfum.

Annars lítið annað að gerast hér!!!

En sódastrímsgellurnar hvar eru þið og hvernig hafið þið það? Látið heyra í ykkur.

Heyrumst harpa í spennunni.

föstudagur, júlí 23

JEiiii JJJeiiii ég mundi eftir deginum hennar Maríönnu LOKSINS, en stúlkan sú arnar á afmæli í dag!!!! Til Hamingju með daginn gella, og gerðu svo eitthvað skemmtilegt í dag!!!!

Kossar Harpa og Penguin er heima að bráðna

fimmtudagur, júlí 22

Glasgow here I come!!!!!!
 
Jebbssss er að fara að hitta hana Maríu mína og mála bæjinn rauðann. Fer 23 september og kem aftur 27 september. Ohhhhh hvað þetta verður langþráð frí jeiii jeiii
Ég og Guinnes frændi í guddí fíling, bara gaman.

BIRKIR ÞÚ MÁTT EKKI KOMA TIL BAKA FRA USA Á ÞESSUM TÍMA HEYRIR ÞÚ ÞAÐ!!!!!

jebbs og hver elskar ekki að koma heim og það er búið að þrífa allt? Jebbs svoleiðis er þetta heima hjá mér, Milena sem ég leigi hjá fær reglulega þrif æði og þá er stormað um allt hús og riksugað og skúrað og þar með mitt herbergi!!! bara æðislegt, er að hugsa um að rukka hana fyrir þetta, hehhehehehe

en jæja vinnna vinnna vinnna Harpos and the penguin

laugardagur, júlí 17

Góða helgi allir !!!!!!
 
Jæja vona að þið njótið allra myndanna sem ég setti inni í dag og skemmtið ykkur vel um helgina.
 
Mun taka nokkrar myndir í kvöld þar sem ég er nú að fara á barinn eftir vinnu með fólkinu sem ég vinn með!!!
 
jei jei jei
 
Harps

föstudagur, júlí 16

Myndir
 
Hver hefði trúað þessu en þá eru komnar myndir inn á síðuna mína. Þetta er fyrsta hollið reyni mitt besta að setja inn flest allar myndirnar í dag.
Þessar myndir eru teknar í kveðju partíi hennar Heiðrúnar sem var að fara heim og er að vinna á hótel Seli í Mývó núna. En þetta eru flest allir vinnufelagar mínar þarna. Heyrumst síðar........................................
 
Harps the gúrú

fimmtudagur, júlí 15

Strætóbílstjórar!!!

Sko ok mamma kommentaði hér inná að lífið hér í London snéirst ekki um neitt annað en bjór og bari. Já það er næstum rétt þar sem ég nenni nú ekki að vera að skrifa um hetjuna mig hér í vinnunni hehhehehehehe bjargandi verðandi ferðamönnum sem ætla til íslands og koma þeim Norður en ekki að láta þá sitja fasta í RVK. Segja þeim að álfarnir koma út þegar það dimmir á kvöldin (sem það gerir ekkert núna) hehhehehheheh og segja þeim að mjólkin úr kúnum á Íslandi sé græn og þykk. Jebbs svona gengur þetta fyrir sig og túristinn kaupir ferð á 400 þús fyrir manninn. Ekki alveg allur sannleikurinn en næstum því.
En þetta með strætóbílstjórana hér í Landi, dísss mar alveg hata ég þessa stétt. Um daginn var mín upp í London og þurfti að taka strætó nr. 54 og beið í góðar 10 min eftir einum og svo þegar hann loksins kom, stoppaði hann, hleypti út fólki og fór arrrggggg %$%&$&#&% og svo keyrðu nokkrir framhjá án þess að stoppa. Svo eftir að hafa staðið þarna í hvað hummmm allavega 45 mín hlupum við nokkur út á götu og lögðumst fyrir strætóinn þegar við sáum hann koma, vá hvað það munaði mjóu að hann myndi bara keyra yfir okkur en hjúkk enn á lífi og með heil bein... Svo var ég í strætó og bílstrjórinn stoppaði ekki á stoppustöðunum sínum þar sem fólk beið og bandaði út höndunum svo hann myndi stoppa en neiiiiiiiii, svo helt ég bara að hann myndi heldur ekki stoppa ef við myndum byðja um það, sem vorum inni í strætó, hann ætlaði að taka okkur í gíslingu og sprengja upp Big Ben, en sem betur fer komst ég út.....................

jæja hætt að bulla sumt sannleikur og sumt ekki,

Have a good day
Harps

mánudagur, júlí 12

kaffi Ak/kaffi Mango

Ok þetta er alveg ótrúlegt!! Ég er að segja það að það er búið að klóna Kaffi Akureyri og sá staður er hér í Sutton og heitir Café Mangó og þar er einn DJ sem er nákvæmlega eins og SIggi rún og Dabbi Rún hvað sem þeir heita nú aftur. En allavega jafn hræðileg tónlist inn á milli nema ódýr bjór og extra heheheh
svo á eftir þá er það nætursalan nema hvað hér er það night shop sem er rekin af einhverjum tyrkjum eða eitthvað og þar er allt til eins og í nætursöluninn nema ekki alveg eins dýrt og sveitt. Svo mér líður bara eins og heima um helgar þegar ég bregð undir mig betri fætinum hehehehhehehe.....

hélt að það væri ekki hægt að búa til Kaffi Akureyri tvisvar sinnum en gaman að þessu.....

Sjáumst svo næstu helgi á Kaffi Ak eða Kaffi Mangó Harps

föstudagur, júlí 9

Godan daginn

jjjeiiii það er föstudagur, voru þið búin að fatta það? Ég er allavega búin að bíða lengi eftir þessari helgi þar sem ég ætla eða ekki búin að plana neitt. Þannig er að hugsa um að fara upp í London og finna dýragarði handa henni Stefaníu minni.

En allavega þá er stefnan tekin á að kíkja á lífið í Sutton city í kvöld, því ég er þegar búin að fara á fimmtudagskvöldi og laugardagskvöldi, svo þetta er mjög spennandi.. hehehehhe

Svo eitt, er með nokkuð margar myndir héðan af lífinu mínu í London á nýju fínu Digital myndavélinni og hef ekki hugmynd hvernig ég á að setja þær á netið!!! Einhver sem getur hjálpað mér???? takk takkk takkkkk

jæja farin að vinna aftur og endilega kíkið á ævintýrið hans Birkis í USA

ble ble Harps

miðvikudagur, júlí 7

Já gleymdi næstum en hún Amma mín á Róðhóli verður 70 ára í dag svo þrefalt húrra fyrir henni.

Elska þig amma mín

kossar og knús Harpa
hello mait!!!

well já skal viðurkenna það að ég missti af viðburði ársins hér í London!!!! þ.e. formulu eitt bílarnir að keyra upp og niður í götur Lundúna í fyrsta skiptið, jebbs missti af því, því ég þurfti að vera á treiningu í vinnunni en jæja harka þetta af mér. En það mættu hálf miljón manns í miðbæinn og það var búist við 25 þúsund manns, svo kannski var það fyrir bestu að ég fór ekki því vóvó hálf miljón manns!! ekki til í mínum orðaforða!!!

Svo var hann Dabbi kallin öðru nafni Davíð Oddson, víst á fundi með honum Bush, en viti þið hvað? það var ekkert þannig því Bush var með fréttamannafund allan tíman vegna nýju tilnefningarinnar um varforsetaefni andstæðinganna. Jebbs sá þetta í gær í imbanum...... Þá var verið að tala um nýja varforsetaefni andstæðinganna og þess vegna talað við Bush sem sat þá á "fundi" með Dabba og Bush bara spjallaði á fullu við fréttamennina en Dabbi bara hann bara sat og hlustaði eins og illagerður hlutur hehehehehehheheheheheheheheh gott á hann.....

Jæja vinnan kallar heyrumst

Harpos the gellos

mánudagur, júlí 5

Jello Jello

jebbs Harps gerði bara ekkert um helgina. Jú fór og keypti þessar massa græjur og horfði á DVD og hlustaði á útvarpið.

Og skal viðurkenna eitt ég fékk mér einn bjór á laugardaginn ummmmhhhhh oh hvað hann var góður!!! hehhehhehe

ohh maður er svoooo veikur mar


jæja farin búin og bless

Harps

föstudagur, júlí 2

Goda helgi allir saman!!!

tar sem eg er hætt ad drekka ætla ég ekki að gera neitt um helgina. Horfa á nokkra DVD og slaka á.

Keypti sko 5 stk í gær á 3500 kall nóg að gera og þar af er Notthing Hill, svo ég ætla skoða þá mynd vel og athuga hvort ég kannist ekki við eitthvað.


skemmtið ykkur um helgina heyrumst síðar

Harps
!!!Til hamingju með afmælið elsku Birkir minn!!!!

Já hann Birkir bróðir minn á afmæli og óska ég honum alls hins besta þarna í stóra landinu.

Frá með deginum í dag er ég hætt að drekka!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sver aldrei aftur allldddrrreeeiiiii.......................

þynku kveðjur Harps

P.s eins og maður standi einhvertíman við svona hahahahahhahahahahhahaha

miðvikudagur, júní 30

Ykkar skoðun skiptir máli!!!

jæja var að finna græjurnar sem ég ætla að kaupa!! Hvað finnst ykkur um þær? hér er linkurinn á þær: www.argos.co.uk/webapp/wcs/stores/servlet/Search?storeId=10001&catalogId=1751&langId=-1&searchTerms=512%2F7854 .....

Flottar haaaa? já DVD spilari, Cd spilari, útvarp og surround sistem flottast allt sem ég er búin að vera að leita að og já þetta kostar já 16.000 kr.

jæja hvað finnst ykkur????? tell me please

Harpa með kortið í loftinu

mánudagur, júní 28

Góðan daginn!!!

já Valli er drengurinn orðin svona klár eins og pabbi? Gott að vita, líður strax mikið betur....

Allavega mjög góð helgi. Fór á laugardaginn á sýningu sem heitir House and garden. Flott sýning það. Var í smakk deildinni allan tíma og þá helst á Martíni barnum og Gin barnum ummmmmmhhhh gggoooottttt. Jebb svo var maður orðinn pínu hífaður og þá var tími til að fara á Óperuna!! fittar flott saman..... hehhehhehe

En þetta var alveg ágæt ópera og ekkert smá gaman að þekkja alla aðalsöngvarana!! Svo var bara lokasýningarpartý á eftir þannig það var djammað fram eftir nóttu. Svo enduðum við Kristrún aftur upp í Notting Hill (er alveg farin að líða eins og múvístar)og já liggur við að við séum búnar að fá húslykla því þetta er nú orðið eins og annað heimili.

Svo var pick-nick í gær og við Kristrún fórum og keyptum allt sem var gott fyrir þynkuna og lágum svo í sólbaði og sváfum á meðan allir hinir chiöttuðu og höfðu það fínt. Svo dróg ský fyrir sól og við ákváðum að yfirgefa pick nickið og við rétt náðum inn í Underground þegar það byrjaði að rigna og þá meina ég RIGNA og rok dauðans. Við ekkert smá feignar í lestinni.

jæja þá er að vinna vinna vinna
Svo heyrumst
Harps

föstudagur, júní 25

Menningarnörd

vildi bara óska ykkur góðrar helgar!!!!!!!!

Ætla að gerast svaka menningarleg og fara á óperu um helgina sem er undir beru lofti í Hyde park. Svo á sunnudag pick-nick. Nóg að gera .............

heyrumst og verið ekki feimin að commenta á síðuna

Harps
Menningarnörd

vildi bara óska ykkur góðrar helgar!!!!!!!!

Ætla að gerast svaka menningarleg og fara á óperu um helgina sem er undir beru lofti í Hyde park. Svo á sunnudag pick-nick. Nóg að gera .............

heyrumst og verið ekki feimin að commenta á síðuna

Harps
Menningarnörd

vildi bara óska ykkur góðrar helgar!!!!!!!!

Ætla að gerast svaka menningarleg og fara á óperu um helgina sem er undir beru lofti í Hyde park. Svo á sunnudag pick-nick. Nóg að gera .............

heyrumst og verið ekki feimin að commenta á síðuna

Harps
Fótbolti og aftur fótbolti

Í dag ganga Englendingar niðurlútir með hendur í vösum og örugglega tár í augnkrókunum. Ekki að undra það kemmst ekkert annað að hér þessa dagana en fótbolti og aftur fótbolti (lax, lax, lax og aftur lax). En áður en það hlakkar of mikið í mér þá verð ég nú að láta skoðun mína í ljós og það er að seinna mark Englendinga hefði átt að standa!!!! mais se la vie!!!!
En eins gott að láta skoðun mína í ljós því þá verð ég buffuð á staðnum.


jæja got to work heyrumst

Harpa og Mörgæsin.......... Alle la France

miðvikudagur, júní 23

Loksins loksins loksins

Fyrst vil ég óska henni Maríu til hamingju með daginn á sunnudaginn 20 Juní og svo honum besta frænda Valla með daginn í dag. Lengi lifi húrra húrrraaaaa

sko það er allt að fara á annan endan hér í vinnunni Internetið liggur niðri (nema núna) og allt þar eftir götunum.

En það var alveg frábært að fá hann Birkir í heimsókn þó þetta hafi verið mjög stutt heimsókn hjá honum, svo það er eins gott fyrir hann að stoppa lengur næst. Hann var nú frekar dasaður þegar hann kom en varð mjög hress þegar við komumst inn á Zizzy og vorum komin með einn bjór í hönd. EN svo var bara að vera mætt upp á Heathrow daginn eftir svo það var farið snemma að sofa.

Maja pæja kjærastan hans Birkis kom svo á mán og við lékum túrista í London í gær, sem var nú mjög gaman. Næstum búið að keyra á okkur svona 3x og svo bara viltumst við og höfðum það gott. Hitti svo Hanna loksins í gær...


jæja farin að vinna heyrumst síðar
Harps in the rok and rigning i London

föstudagur, júní 18

JJJEIIII BIRKIR BRÓÐIR er að koma í kvöld!!!!!!!!!


JJEIIIII JJJJEEEIIIII JJJJEEEIIIII
gaman gaman gaman

kv Harps the happy one

fimmtudagur, júní 17

Gleðilegan hátíðardag, samlandar!!

þetta eru náttúrulega þrælabúðir hér og maður þarf að vinna á 17 júní!!!!! Alveg til háborinnar skammar.

En til hamingju með daginn Maja og Jóna og allir aðrir útskriftarnema, njótið dagsins!!!!

En eitt til að láta sólina skýna hér er að Birkir kemur á morgunn jeiii jeeiiiii

jæja reyna að vinna eitthvað

heyrumst Harpa

þriðjudagur, júní 15

Hiti og ennþá meiri hiti

það er alltof heitt hér, díss mar og aðeins 15 júní!!!!!!!!! veit ekki alveg hvernig þetta fer þegar júlí og ágúst kemur???

well annars bara allt gott að frétta og nóg að gera í vinnunni

Harps but the penguin is still home inpökkuð í ís!!!!

mánudagur, júní 14

Hver KVEIKTI Í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI???

Allavega útskriftarhelgin var mjög fín hér í Englandi 20 plús stiga hiti og nóg af ódýrum bjór.
Vaknaði kl 9 á laugardagsmorguninn og ákvað að vera sú hressasta í bænum og fór að versla. Gaman það!!! Er búin að finna fullkomna verslunarmiðstöð og er hún staðsett í Wimbeldon. Kostar bara pund fram og til baka í lestinni og verslunarmiðstöðin er staðsett næstum á lestarmiðstöðunni. Ég fann H&M og já týndi mér þar hehehehhe bara gaman. Endaði með að ég keypti ljósra hör buxur, sæta skyrtu og aukahluti. Svo endaði ég ”óvart” inni í einni skóbúð og keypti flottustu skó everrrrr..... Fór heim og klæddist nýja dressinu og lagði af stað til stelpnanna og nóta bene í nýju skónum og auðvita komst ég ekki langt í þeim því ég er með svo viðkvæma húð heheheheheh en ég mun ganga þá til þar til blöðrur hætta að láta sjá sig. Ég mun sigraaaaa.......

Svo fór ég og Sigga upp í bæ að hitta kærastan hennar sem var að halda upp á afmælið sitt á þessum flotta ástralska stað sem heitir Walkabout og er við Thames ánna og það var drukkið og skemmt sér vel, en þar sem maður fer svo snemma á allt djamm hér var gamla orðin þreytt og við fórum heim um 2330. Ég veit ég veit LÉLEGT!!!!!!!!

Svo sunnudag var sofið út, fór og keypti auka kodda svo Birkir, Maja og allir hinir mínir tilvonandi gestir geti notað og rúmteppi. Veit veit ég er haldin kaupæði en er alveg að fara að slaka á í þessu.
Svo var náttúrulega besti hluti dagsins var að horfa á Ferrari taka Formúluna í nefið enn einusinni....... jeii jeiiii FORZA FERRARI

Flotttur leikur líka í evrópubikaranum hahahahha sló þögn á borgina þegar Frakkar skorðu 2 flott mörk vegna mistaka Englendinga hahahahahhahah bara gaman að þessu......

Hvað er svo að frétta af ykkur? Hvernig var útskriftin? Og já hvar kveikti í Háskólanum???

Veðurfréttirnar sögðu að hér yrði um 29 stiga hiti og því ákvað mörgæsin að vera heima í dag með kælipoka vafða um sig, greyið alveg að bráðna hér!!!!

Kv Harps alveg að verða ferðamálagúrú en þegar orðin löglegur rekstrar- og viðskiptafræðingur!!!!! (díss mar hver hefði trúað því fyrir fimm árum) NOT ME!!!!

föstudagur, júní 11

Góða Helgi allir

Vildi bara óska ykkur góða helgi allir saman..... Gleðilega útskrift bekkjarfélagar.
Ég ætla að fara að versla í tilefni dagsins á morgun og út að borða og drekka fullt af bjórrrrrr.....................

góða skemmtun Harps and the penguin

fimmtudagur, júní 10

Mörgæsin!!!

Mörgæsin er öll að koma til núna eftir að hafa legið í dvala í nokkra daga með klaka pokka vafða um sig!!! Nú er loksins orðið skýjað og regnhlífarveður..... (kannski ekki alveg það sem við vildum).

En er alveg á fullu að reyna að ákveða hvað ég á að gera um helgina, sko maður er að útskrifast og alles. Einhverjar hugmyndir?????

Birkir þú skalt taka Stanstead express lestina alveg niður á (sorry man veit að man united rokkar en stöðin heitir þetta, notting æ kan dú abát it) Liverpool Street það er seinasta stoppið og auðveldara fyrir mig að finna þig. Ef það gengur eitthvað illa þá er örugglega einhver Meeting point sem hægt er að hittast á. JJJJJEEEEEIIIIIII Birkir Bró er að koma. Og svo er bara að finna góðan bar og horfa á Ítali rústa hummmm man ekki alveg á móti hverjum þeir spila, allavega fínt plan það!!!

Jæja vinnan kallar heyrumst Harpa og Mörgæsin

miðvikudagur, júní 9

Menningarviti? eða vonabí menningarviti

Jæja allavega þá erum við Kristrún búnar að fjárfesta í miða á óperuna sem "vinir" okkar eru að syngja aðalhlutverkin. Þetta er operna La fanciulla della West di Pugini, menningarvitinn er ekki alveg viss hvernig á að skrifa þetta en, buttt þetta er eitthvað nálægt. Allavega þá förum við á síðustu sýninguna svo það verður væntanlega eitthvað eftir partý hehehhehehehehhehe. Bara gaman að þessu og það er nú ekki oft sem þú þekkir alla Aðal karlsöngvarana sem eru í verkinu. Svo kemur þetta bara seinna að aðalsöngkonurnar eru mínar vinkonur eins og María, Maggí og Lára allar meistarar og upprennandi stjörnur á Scala og Metropolitan!!!!

jæja vinna og sem betur fer er kannski réttu um 18 stig núna og skýjað!!!!!

Kossar og knús Harps

þriðjudagur, júní 8

sól og 30 stiga hiti

díss mar, 20 stiga hiti þegar ég lagði af stað í vinnuna kl 8 í morgun, úfffff. og núna í hádeginu þori ég ekki einusinni út úr húsinu. ætla bara að sitja við loftkælivélina og láta mér líða vel. hehehehhehehe

en annars allt gott að frétta, herbergið alltaf að verða betra og betra. Vantar bara hillur og dót þar inn til að gera það pínu meira comfý.

en jæja ætla nú að taka á honum stóra mínum og fara í pínu sólbað!!!

the penguin

mánudagur, júní 7

Enskur pub, fótbolti og óperusöngvarar!!!!

Jebbs þetta er svona helgin í hnotskurn og skemmtileg var hún. En ég og Kristrún ákváðum að skoða pubbana í Dorking en hún er að passa hús og kött þar. Við fundum pubb og leist bara vel á. Fyrir ykkur sem hafið ekki komið inn á ekta enskan pubb þá er hann lítill allt teppalagt sem hægt er að teppaleggja og lágt til lofts og þið getið rétt ímyndað ykkur þungt loft. Allavega var fjör þarna og rákumst við á eitt stk Chelsee dagatal og auðvita var Eiður fundinn og hann var herra Janúar og við ákváðum bara að þetta kvöld væri janúar og eigandinn svona næstum sammála. Svo er einn galli á gjöf njarðar (hvernig sem þetta er sagt eða notað) þá lokar allt kl 23:00!!!! Þannig það var farið snemma heim að sofa.

Svo var dagurinn runnin upp sem Íslendinga stoltið var alveg að fara með mann og maður var viss um að Ísland myndi taka England í nefið í fótbolta svo ég og Kristrún (bara pínu þunnar) ákváðum að fara upp til London á einhvern pubb þar sem einhverjir Íslendingar ætluðu að hittast. Þannig við brunuðum og mættum. Auðvita eins og alltaf á svona samkundum er frekar mikið snobb í gangi og Íslendingar vilja ekkert heilsa hvor öðrum, en það var einn gæi sem braut þá reglu og heitir hann Ólafur dadddaaaa Sigurð..... eitthvað svona en hann er allavega Óperusöngvari og hefur meðalannars sungið með henni Maríu minni (og hann söng með henni ekki öfugt) þannig að gæinn var þarna með öðrum fjórum óperusöngvurum vinum sínum og verð að segja það frekar kynþokkafullar raddir!!!!! og vitir menn það var drukkið yfir leiknum og Íslendingurinn í manni varð alltaf minni og minni (ég meina 2 mörk á 2 mín) en sem BETUR fer skoruðu strákarnir OKKAR eitt mark, jjjjeeeeiiiiiiii.
Jæja til að stytta þetta aðeins þá enduðum við Kristrún upp í Notting Hill á spænskum restaurant með óperusöngvurum vinum okkar og var haldið áfram að djamma og hafa gaman. Svo gistum við heima hjá einum sem á íbúð þarna í Notting Hill og er hún sko flottust. Svo vaknaði einhver (ég) mjög snemma og það endaði með því að við fórum á fætur og örugglega 20 mín seinna var mér sagt hvað klukkan var og þá var hún bara 9 fokkkkkk en jæja við fórum út og fengum okkur Enskan morgumat, beikon, egg, franskar og extra mjög djúsí................ og svo var bara rölt um Notting Hill um markaði og enduðum við svo þrjú undir tréi í stórum garði og reindum að hvíla okkur. hehhehehe ekki mér að kenna.
en þetta er nú að verða of langt og ég verð vinna núna svo heyrumst síðar ........... og látið nú heyra í ykkur ...................

kveðjur Harps

föstudagur, júní 4

París, yndislega París!!

Þá er ég búin að ákveða það ég ætla að fara til Parísar þann 18 júní að hitta hann Alexsander minn og alla hina. Ohhh hvað þetta verður æði get ekki beðið. JJJJEEEEIIIIII
NEI NEI NEI hvað er að mér Birkir er að koma þá!!!!!!!!!!!! ohhhhh so stupidd æ kud don't know. well gengur betur næst að skipuleggja heheheh.

En G kallinn er kominn í boxerana sína, sem er nátturulega mjög gott. Var að pæla í gær, ætli þetta hafi verið allra seinustu nærbuxurnar hans??? hummmmmm

well ætla að vinna eitthvað untill next time og já svo nátturulega Ísland-England á morgun laugardag. Ætlunin er að fara upp til London á einhvern bar og horfa á leikinn. fínt það, því það er ekki eins og maður sé að deyja úr spennu eftir leiknum heldur er það bara BJÓRINN sem dregur mann, hehehehhehehe nei nei en jæja heyrumst

Kossar Harps

miðvikudagur, júní 2

Karlmenn og G-strengur

Ok, bara velta því fyrir mér er karlmaður í G-streng sexy? turn on eða off? er þetta sama málið og kvennmenn í G-streng? Well allavega afhverju er ég að tala um þetta, hummmm það er vegna þess að.................

Ég leigi herbergi af ungu pari sem er frá Albaníu og svo er enn ein Albönsk vinkona þeirra þarna hjá þeim líka (þannig ég mun tala albönsku þegar ég kem heim). En allavega þá var gæinn að borða kvöldmat í gærkvöldi og ég var bara að finna mér eitthvað að borða svo stendur gæinn upp og vitir menn snýr rassinum í mig og vallllaaaaaa hann var í g-streng!!!!!!!!!!!!!!!! hummmmmmm matarlistin fór alveg (svo ég er að hugsa um að biðja hann að gera þetta oftar og þannig missi ég vonandi nokkur kg ;-) ).
Jebbs en dadddaaaddddaa ég veit ekki meir....

Þannig boltinn er komin til ykkar konur til að svara þessum spurningum og karlmenn að segja ykkar skoðanir!!!!

The Penguin in a shhokkk in London

þriðjudagur, júní 1

Gud deg gud deg
Föstudagskvöldið fór í að horfa á síðasta þáttinn af vinum og svo voru þeir að byrja með fimmtu seríuna af BIG BROTHER, þvílíkt og annað eins rugl. Áður en þættirnir byrjuðu hringdi Birkir bró í mig og sagði mér að ég yrði að hlusta á svoltið og vitir menn það var Stefanía litla snúllan mín að grenja og bölva mér að hafa flutt frá henni og henni fyndist LOndon ljót. æææjjjjjiiiii frekar erfitt.....

Laugardagskvöldið var haldið kveðjupartý handa sistir Kristrúnar og þar voru ekta pylsur í boði það er íslenskar og mikið af bjór og PIMM'S það er eitthvað sem ég verð að kynna ykkur fyrir sem komið til mín (þ.e ef þið eruð ekki búin að kynnast Pimms frænda einhverstaðar annarstaðar)

Jæja flutti Harpa/The Penguin í fína herbergið sitt eða hinn fullkomna skáp (það gerðist á sunnudag). Mjög stórt og rúmgott herbergi, en einn galli sem ég tók eftir það er enginn ofn inni í herberginu mínu!! Dísss mar hvernig verður þetta næsta vetur ddddddddiiiiiiiirrrrrrr (kannski í anda Mörgæsinnar). En þetta er allt mjög fínt og fólkið sem ég leigi af eru frá Albaníu þannig áður en ég fer héðan verð ég búin að læra tungumálið þeirra, heheheh, en allavega þá eru þau mjög næs og vilja allt fyrir mig gera svo mér líði vel hjá þeim.

Svo var Harpa hin hugrakka ekkert smá duglega og fór ein í fyrsta skiptið á æfinni upp til London. Jeiiii Brava io. En allavega þá gekk allt vel og ég komst á milli staða og hitti hana Hörpu snilling og eins og mátti búast við þá var flakkað á milli bara, mig minnir að við fórum á tvo eða þrjá áður en við fórum svo að borða kvöldmat sem var MJÖG GÓÐUR. En innst inni allan daginn í gær saknaði ég Parísar og einfaldleika hennar.

Untill next time sejjja soonn Harps

föstudagur, maí 28

Búðir, Shopping in Sutton

Jæja, lét eftir mér að fara eftir vinnu í gær í búðir á fínu göngugötunni í bænum mínum Sutton. Og vitir menn það er til fullt af búðum hér, hehehheheheh. EN keypti nú ekki mikið bara 2 sængur svo ég á auka sæng handa þeim sem koma í heimsókn!!!! Svo á ég að hringja í konuna sem ætlar að leigja mér herbergið í dag og fá lykla og þannig. Svoleiðis á leiðinni úr vinnunni ætlar Ása að vera svo góða að koma þar við, svó ég geti gengið frá öllu þar og get þá vonandi flutt inn um helgina. ohhhhh hvað það verður frábært að komast í sitt herbergi og taka uppúr töskunum og SOFA í RÚMI, búin að sofa á alveg ágætum sófa en rúm er alltaf betra. (Inga Heiða getur kennt mér einhver góð trikk hér að sofa á sófa ;-) )

Svo er síðasti þátturinn með vinum í kvöld hér á landi og allt að verða crasy út af því, en ég og Ása ætlum að elda eitthvað gott (einhverjar uppástungur?) og horfa og horfa, svo veit maður aldrei hvort einhver bar verði fyrir valinu???

En svo er allt að smella saman hér í vinnunni og allt að verða aðeins auðveldara að takast á við og talandi um vinnu þá er best að fara að gera eitthvað kl að verða 9................


Until laiter The Penguin in London

þriðjudagur, maí 25

já já

ljóskan er klár skal ég ykkur segja!!!!!!!!!! Bara flott á því, ÉG og Guðrún fengum heila NÍU fyrir LOKAVERKEFNIÐ okkar!!!!!!!!!! bara flottar á þessu

Jæja best að fara að kaupa sér one pint of beer or two!!!!!

SKÁL The Penguin in the skies
Well well,

Jæja vinnan heldur áfram og alltaf eitthvað nýtt að læra, er að hugsa um að láta stelpurnar hérna á skrifstofunni vera tilbúnar að hringja á slökkvuliðið þegar það brennur yfir hjá mér!!!!! Þið munuð væntanlega sjá reykjarmökkinn upp á Klaka.

En eins og sannur Íslendingur þá þarf að láta vita af veðri, hér er sól og svona 20 stiga hiti, mjög þægilegt og Mörgæsin alveg að plumma sig hér.

Svo á hún Ása, sem ég er að vinna með og bý hjá henni í augnablikinu, þá á hún afmæli, svo til hamingju með daginn gella!!!!!!!!!!!

Jæja hádegismaturinn að verða búinn og bossinn farin að líta á mig illum augum hehehehhehe

Until laiter
Harps

mánudagur, maí 24

Hallo Hallo,

jaeja ta er fyrsta helgin buin og margt gerdist..... i fyrsta lagi fann eg mer herbergi ad bua i sem er bara mjog fint vona eg, frekar stort med parketin en allt her er teppalagt meiradsegja klosettin jakkkkk, og svo kemur nytt tvibreitt rum nuna i vikunni og eg get flutt inn nasta fost eda laugardag. Tetta er hja ungum hjonum sem eiga eitt fimm til sjo manadar gamalt barn og ja bara allt mjog fint (held eg og vona) framhald af tessu nasta manudag).
Skodadi lika annad herbergi sem var alvger vibbi og allt gamalt og jakkk bara og kostadi enn meira....................
Svo natturulega var bjorinn smakkadur og ja verd ad segja hann bragdast vel her, heheheh en tetta er allt ad koma og eg er enn ad reyna ad atta mig a tvi hvort karlkynid se lika ofugt eda ekki en allavega ta er umferdin tad.

jaja tarf ad vinna heyrumst seinna
The melting Penguin in London (tad eru svona um 17 stig og kl ekki ordin 9 ad morgni)

fimmtudagur, maí 20

The first day in London citty,

vo mar ta er madur kominn til storborgarinnar London!!!! Var natturulega nastum buin ad lata keyra a mig tegar eg labbadi ut af flugvellinum, gleymdi ad her er allt ofugt vid heima.

Nu er bara ad fara a pubann og drekka nokkra bjora og finna husnadi til ad bua i, en ef allt fer a versta veg ta finn 'eg bara einn saetan a pubbanum og fae gistingu tar, heheheh en jaja best ad fara ad skoda sig um

The Penguin in London and it is hottttt
to hot for a penguin hehehehehhe

mánudagur, maí 17

STRESS, TÁR og Hnútur í maga.......

vó maður, er ekki alveg að getað klárað að pakka niður. EN vonandi tekst þetta í fyrramáli og svo verður bara lagt af stað þ.e. ég og mamma á rauðakagganum krúsum suður.

En takk allir fyrir komuna í kveðju-, útskriftar- og júróvisjón partýið mitt!!! vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og ég!!!!!! Mig langar að þakka henni Ingu Heiðu alveg sérstaklega fyrir að koma norður í "partý aldarinnar" og Valbjörn þú komst sterkur inn í lokin og kláraðir djammið alveg frábærlega. Þetta var gaman............skammaraprikin voru ekki mörg á djamminu, það var bara farið inn með eina hálfslíter flösku af ógeðisdrykk og ég fékk afrifinn sjallamiða og komst inn á honum, flott mar..........

Svo er það bara útlöndinn eftir þrjá daga, var að reyna að útskýra fyrir Stefaníu í gærkvöldi "afhverju ég þyrfti að flytja frá henni" úfff erfitt og eiginlega alveg vonlaust en........ vonandi tekst þetta á farsælan hátt.....

untill nextime and maby from London baby
The Penguin

miðvikudagur, maí 12

VÁ SKóLinn er búinn!!!

hver hefði trúað því að maður hafi komist í gegn um þetta líka leiðinlega nám? Svo er málið hvað á maður svo að kalla sig núna eftir námið? á maður að hringja í símaskránna og láta hana bæta ferðamálagúrú, viðskiptagúrú eða eitthvað þannig fyrir aftan nafnið sitt??? ég spyr, hvað finnst ykkur, mínu ágætu kommeraden????

Svo er það náttúrulega stressið og leiðindin að flytja og þá sérstaklega pakka niður!!!Hvað á maður að taka með sér og hvað ekki??? ætli þetta endi ekki bara með því að töskurnar verði yfirfullar af drasli og flugvélin kemst ekki í loftið fyrr en búið er að henda þeim út og eftir stend ég eignalaus í bleikum nærbuxum..... hummm já best að fara og flokka þetta niður og fara að styrkja Rauða Krossinn og endurvinsluna...

Ef einhverjum vantar glósur fyrir næstu ár þá eru þær til sölu hér!!! fyrstir koma, fyrstir fá...........

Until next time The Penguin in Iceland.........

mánudagur, maí 10

mmmmoooohhhhhhaaaa

bara einn dagur eftir og ég er búin í prófunum!!! En það er nú margt skemmtilegt sem maður lærir í þessum prófum t.d. það að farþega ber að hlýða fyrirmælum fararstjóra................................samkvæmt lögum hehehheheh, nýti mér þetta næst þegar þessir bölv..... ítalir fara að rífa einhvern kjaft eða grenja, eintómar grenjuskjóður upp til hópa. En sumir eru nú alveg ágætir,

áfram með smjörið The Penguin

laugardagur, maí 8

jæja jæja

eftir viku verður blogger þessara síðu með kveðju-, útskriftar- og júróvisjónpartý ohhhh hvað það verður gaman. Hann GIN frændi ætlar að passa upp á stemminguna og Tonic vinur hans að sjá um að bragðbæta aðeins og krydda veisluna.
En eins og hefur verið sagt hér finnur maður sér alltaf eitthvað annað að gera en læra í prófatíðinni en það eru aðeins þrír dagar eftir af skólanum!!!!! vá mar og eftir það á maður að hafa titilinn viðskiptafræðingur af ferðaþjónustusviði, je je je (þ.e ef maður nær öllum prófunum hehheeh).

jæja og svo eru effectarnir ekki alveg að virka hér til vinstri á síðunni en þetta kemst nú vonandi í lag einn dag (nonni þú kannski kíkir aðeins á þetta ;) ).

já þá næsta les törn, until nextime The Penguin still in Iceland and only 12 days left in Iceland
ciao,

si si non lo faccio piu devo scrivere qualcosa!!! Bhe i ultimi giorni qui in Islanda sono difficile devo dire. Ho i esami adesso, cera uno ieri e un esame lunedi e poi un altro martedi. Poi devo metter tutti i mie cosi giu in valigia o a qualche parte.
Pero la cosa bella faccio una grande festa il 15. maggio e voi tutti sono invitati a venire a casa mia a Akureyri a festeggiare. Il GIN sara il nostro amico e il Tonic sarra qui per gustare unpo la festa!!!
bhe cari devo proprio studiare ma si sentiamo e mi reccomando di commentare qui sotto.

baci e si vediamo quest estate
Harpetta

föstudagur, maí 7

Fyrsta prófið af þremur búið!!!!!

ohh hvað það er eitthvað ömurlegt og stressandi að fara í fyrsta prófið á hverri önn, en sem beturfer er það búið sem og margt annað.
Til dæmis er Hallur búin að koma og taka skrifborðið og bókahillurnar sem ég var með í láni og nú er allt komið ofaní kassa og veruleikinn farin að segja til sín, lífið á Akureyri er senn að verða búið eða aðeins 13 dagur og ég er off to London citty eða 20 maí (svona er maður nú orðin klár eftir þetta viðskiptafræðinám) heheh og svo....................
Sorgarstund í gærkvöldi, síðasti þátturinn af Sex in Citty sýndur, hann búinn líka :(. Hvar endar þetta???

jæja kveð að sinni Harps

miðvikudagur, maí 5

Snjór og aftur snjór...... Neve e ancora neve (italiano sotto tutto questo crap in Islandese)

hver elskar ekki að vakna og horfa út um gluggan í maí og úti er jörðin hvít og snjóbilur??? Allavega hummmm já ætla að hugsa þetta aðeins.
Í gær þegar ég var að tala við Kötu þá uppgvötvaði ég að það væru 2vikur og 2dagar þar til ég fer til London, mamma mia non lo credo!!!!!!!!!! Og svo í dag er 1dagur og 2 vikur, jerímías hvað tíminn þítur og lætur engan vita.
En allavega þá er þetta að frétta ég hata snjó!! ég er að fara í próf á föstudaginn og annað á mánudag og svo síðasta prófið mitt við Háskólann á Akureyri á Þriðjudag. Þvílíkt gaman, þvílík gleði.
Svo verður haldið kveðju-, útskriftar- og júróvisjón partý heima hjá mér í Vestursíðu þann 15. maí. Þið sem ætlið að koma munið opið grill þar sem allir koma með sitt kjét og bús en ég sé um meðlæti og kökur og svo bara áfram JÓNSI þú ert flottastur!!!!!!!!!!!!!!
Jæja vegna þess ég á vini líka á Ítalíu (allavega held ég það) og þeir skilja ekki íslensku neitt afbragðsvel þá ætla ég stundum að hafa pínu vers á Ítölsku!!

kv The Penguin still in Iceland but only 2 weeks and one day to go!!!!

p.s þeir sem hafa hugsað sér að kaupa einhverja gjöf vegna partýsins þá er söfnun í gangi fyrir digital myndavel svo ég geti sett inn myndir hér handa ykkur og mér!!! ;-)

Ciao a tutti,
non so ma il mese di maggio non ha cominsiato bene qui in Islanda, adesso si sveglia nella mattina e la terra é biancha di neve e fuori é il vento forte e nevica, dirrrrrr....... Gabry sole e 25 gradi simpre da me e te vero???????
Bhe per quilli che non sanno, adesso ho quasi finito la Uni, ho solo tre esame da fare, ho gia datto il mio Thesi jeiiii jeiiii jeiiiiii e il 20 di maggio parto per Londra e andro a lavorare li e abbitare e cosí dovete venire a trovarmi e poi io vengo sicuramente + volte in Italia sia a Milano o Venezia o Padova (dove ti trovo Carlo???). Non vedo la ora di vedere la tua piccola e bello apartamento a Milano Giovy e la tua casa Gabry!!!
Bhe vi lassio qui e si sentiamo presto e vedremo quest estate
baci et abraci Harpetta

þriðjudagur, maí 4

Allt að gerast, nú er Kata sérfræðingur í blogginu búin að kenna mér nokkra effecta við gerð þessara síðu!!! en hver nennir að læra í þessu veðri spyr ég bara???? það gengur á með snjóbil og jéljum!! Hver vill ekki frekar vera úti og leika sér???

dirrr The Penguin
Halló,

vá ég er komin með blogg, sem verður kannski virkt og kannski ekki!!!! En allavega þá finnur maður sér eitthvað allt annað að gera í prófunum en að læra.
Svo verð ég nú að hafa opið svæði fyrir ykkur sem eruð forvitin og viljið vita hvað er að gerast hjá mörgæsinni í London!!!!

Þar til næst og lengi lifi byltingin the Penguin still in Iceland