laugardagur, desember 25

Gleðileg Jól.................

Jebbs loksins komin heim til Svalbó city og Akureyri City!!! Og búin að vera veðurteft í mjög kósí fílíng á Svalbó city..........
Ferðin heim gekk vel, komst loksins í flugvelin og var þar með mína sætaröð fyrir mig og gat tar af leiðandi breitt úr mér og sofið. Einkabíllinn beið fyrir utan flugvöllinn þ.e Fly bus og fór með mig á Hótel Sögu það sem viðskiptafræðingurinn fékk viðskiptaherbergi eða business class!!! Yndislegt sloppurinn og inniskórnir og allt bara...........
Svo kom Maggí vinkona í kaffi á Hótel Sögu og svo loksins flug heim til AK city og þar beið mín litla prinsessan mín og verð ég að segja að yndislegir endurfundir með tárum og knúsum!!!
Jæja best að halda áfram að éta og drekka Malt og Appelsín!!!

Sjáumst Harpa the Penguinos að deyja úr kulda (hélt alltaf að mörgæsum gæti ekki verið kallt en heldur betur ekki).................

þriðjudagur, desember 14

Góðan og blessaðann daginn

Jebbs helgin eða réttara sagt laugardagskvöldið var mjög áhugavert og skemmtilegt........

Ég og Sigga mættum á pubbinn rétt hjá bryggjunni sem báturinn fór frá og biðum spenntar að hitta strákana í Rugbý liðinu Millwall. Hittum líka þetta fína fólk til að stytta okkur stundina.
Jæja strákarnir mættu og var fjör á barnum og síðan var haldið af stað í bátinn um 100 manns og barinn tæmdist gjörsamlega!!!
Svo var lagt í hann og já verð að segja að siglingin hafi verið yndisleg vá hvað London er falleg séð frá Thames og það að kvöldi til. Ekki að segja að áfengið hafi eitthvað lagt til á fegurðina veit ekki. En strákarnir voru skemmtilegir og þá sérstaklega einn frá Norður Írlandi!! En Harpa kann að velja strákana og þessi á föstu þannig við skemmtum okkur bara ágætlega saman en hefði getað verið skemmtilegra. Tókum til dæmis Titanic í nefið eða atriðið fræga og öskruðum "I Love London" í leiðinni. Well þannig ekki mikið af kjaftasögum frá þessari ferð, að vísu þá missti ég náttúrulega af því þegar fimm drengir hlupum um dansgólfið naktir!! (gat verið, var á barnum).
Og ég gleymdi myndavélinni minni heima grenj grenj en well got to go!!!!

Kossar Harpos the penguinos................................... Er að koma heim eftir 9 daga jeiiiii

fimmtudagur, desember 9

ohh þoli ekki þegar maður er búin að skrifa og skrifa og svo bara kemur ekkert á bloggið en allavega......................

Á forsíðu Metro dagblaðsins hér var verið að vara karlmenn sem nota labtopa að nota þá ekki mikið þar sem það sker úr frjósemi, svo strákar passið ykkur!!!!

En allaveg þá er góð helgi framundan.......... Er að fara í jólaboð með Siggu sem vinnur með mér og kærasta hennar honum Bob. Og nota bene þetta er jólaboð hjá Rugby liðinu sem Bob spilar með, jeiiii jeiiiii bara flott og enn flottara er að við siglum niður Thames!! Frítt áfengi og matur þannig ekki spurning að það verði fjör........... Og ég ætla sko að taka myndavélina með!!!!

Talandi um myndavélina þá setti ég loksins inn myndir og þær komu flest allar nema videó upptökurnar. Hvernig get ég sett þær inn líka???? það er sko algert must þar sem hreyfimyndirnar innihalda skota spyla á pípurnar sínar, flotta búðin sem ég og Inda fórum í (Birkir við fórum líka inn í hana þegar við vorum upp í Camden Town) Svo ef þið getið kennt mér endilega...................setjið inn leiðbeiningar.............

Jæja farin að vinna ble ble Harpas

mánudagur, desember 6

Já góð helgi liðin........................... og hún byrjaði svona.............

Fimmtudagur!!!
Inda mætti til Sutton city um 14 og við fórum heim með dótið og lögðum svo af stað í bæinn til að skoða búðirnar. Við löbbuðum niður göngugötuna og ég sagði henni allt um allar búðirnar. Svo náttúrulega var endað á barnum mínum Barroombar og þar drukkið nokkuð mikið og talað mikið. Svo eftir velheppnaða bar ferð var farið í Safeways (Hagkaup) og verslað inn. Bara flottast að fara að versla vel drukkin!!!! hahahahahahahha
Föstudagur!!!
Farið að versla, fyrst var farið til Wimbeldon og svo í miðbæinn minn og við versluðum bara mikið!!! heheheheh. Svo var komið við á barnum "happy hour" og fengið ser eitt glas áður en ég þurfti að koma mér heim til að taka mig til fyrir jólaballið í vinnunni. Inda MÁTTI ekki koma með svo hún beið þæg og góð heima á með ég skrapp fékk mér að borða og mingla með vinnufélögunum. Fór heim snemma og náði í Indu og dróg hana út á lífið!! Og þá var kaffi sviti heimsóttur (kaffi Mangó) og dansað við eitt lagið, strákarnir heillaðir upp úr skónum og já Harpa varð ástfanginn (en bara í 30 mín) vonandi aðeins lengur næst!!!!
Laugardagur!!!
Þreyttar og timbraðar fórum við og fengum okkur EKTA breskan morgunmat!! og því næst var farið upp til London city og farið á Camden markaðinn og hann hitt í mark hjá Indu sérstaklega tekknó búðin.
Komum heim þreyttar um kvöldið og fórum snemma að sofa.
Sunnudagur!!!
Skuttlaði Indu upp á flugvöll í einkabílnum mínum (bus 726) og fór svo heim aftur og upp í rúm og vaknaði svo í morgun.
Þannig verð að segja að þetta hafi verið mjög góð helgi og mikið gerst og myndir verða settar inn fljótlega frá laugardeginum. Takk fyrir helgina Inda!!!

jæja vinnan kallar bið að heilsa í bili Harpos

miðvikudagur, desember 1

Góðan og blessaðann daginn góðu hálsar

Jebbs þetta líka fallegi morgunninn hér í landi englanna (lágskýað og við frostmark) en hver lætur veðrið hafa áhrif á sig. Var að horfa á þátt þar sem maður var að tala um að það ætti að banna veðurfréttafólki að halda því fram að rigning væri eitthvað VONT, Leiðinlegt. Því ef það væri þannig hefðu SKotar og Írar enga ástæðu til að fara frammúr á morgnanna.

Well annars þá kemur Inda til mín á morgun jeii jeiii jeiiii, Inda kemur á morgun jeiii jeiii jeiii jeiiii get ekki beðið. Jólashopping djamm og svona endalaust. Held ég verði að skilja hana eftir á föstudagskvöldið þó því þá er jólaboð í vinnunni en það verður stutt fer bara í matinn og drekk nokkur fín frí glös af áfengi og næ svo í stúlku og við förum á sprellið í Sutton!!!

Well verð að fara að vinna þar sem ég er í frí hálfan daginn á morgun og allan föstudaginn. Jeiiiii Hlakka svo til að fá þig Inda!!!!!!!!!!

Kossar og knús Harpos the penguinos