fimmtudagur, desember 22





Svona í tilefni þess að jólin eru að koma ...........og nú eru jólasveinarnir aðeins 12 eftir, saman ber þessi mynd hér til hægri....... :)

Jólakveðjur le penguin :)

miðvikudagur, desember 21


Jebbs mánudags blúsinn er alveg farinn :) ........................ og tillhökkunin við að komast héðan úr borg óttans til Akureyrar og í faðm fjölskyldu og vina er tekinn við :)

En allt að verða crasí hér í boltanum og maður hefur ekki undan að selja fólki jólagjöfina í ár til eiginmanna eða starfsmanna. Bara gaman..........

............... svo er ég komin með söfnunarpoka en í honum eru 3 nóa síríus stjörnu konfektsmolar og tveir súkkulaðibitar :) jibbí held þessu áfram þar til klukkan slær 16.00 þann 24. des og byrja á fullu að háma í mig namminu í kirkjunni á Svalbarseyri :) hehehehe nei nei er ekki svo desperate og það ótrúlegasta við þetta blessaða nammi bindindi er að þetta er ekkert mál en þegar "stóri dagurinn" nálgast þá er löngunin að byrja fyrr enn sterkari. Við Inga Heiða erum búnar að eiga erfið síðustu kvöld vitandi að hún á bland í poka upp í skáp.......... En við komumst í gegnum þetta :)

Wells ef ég kemst ekki í að rita eitthvað frekar hér inn fyrir jól þá vil ég óska ykkur lesendur góðir
innilegra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Kossar og knús le penguin......

mánudagur, desember 19



í tilefni þess að það er bloddyyyyy MONDAY...........

Le Penguin.................

föstudagur, desember 16



Bara aðeins að prófa og ath hvernig þetta myndadæmi virkar :) ég og imbolæn á góðri stund á einum af okkar myndaflippum :).

Jæja það er að koma helgi og jólahlaðborð í kvöld vííííí gaman gaman. Og svo klipping og gaman á morgun og svo bruna ég upp í Hafnarfjörð í 66 gráður norður til að fá stórt knús frá besta bró í heimi og svo kannski maður kíki í fína jólabæinn í Hafnarfirði :).

Góða helgi mates og heyrumst le penguin...............

miðvikudagur, desember 14

.........................á öðru bleiku skýi...........................
Jebbs fór semsagt í vigtun í gær og þið hafið kannski tekið eftir að ég lét engan vita hvernig gekk í síðustu viku......... ástæða var sú að ég þyngdist um heil 300 gr hugsið ykkur var alveg miður mín!!!! En svo í gær ´þá var mér tilkynnt að ég væri búin að missa 2 kg :) jeiii jeiiii ég er eitthvað furðuleg stundum missi ég ekkert, stundum 1 kg og svo massa ég þetta niður með 2kg :) Svo allt í allt er ég búin að missa 9,1 kg og á því bara eftir 900gr eftir í jólatakmarikið mitt og sem betur fer er það þetta lítið því ég er að fara í J'olamat í hádeginu, jólamorgunmat á hótel Sögu á morgun og jólahlaðborð á föstudagskvöld............ þannig það er nóg að borða hér framundan :).
Annars bara allt gott að frétta hér og eitt verð ég að hafa orð á hér..... Í gær var ég að lesa mbl.is og þar var þessi grein: "Miðstöð, þar sem foreldrar geta skilið eftir óvelkomin börn sín, og án þess að þeir þurfi að nafngreina sig, opnaði í Slóvakíu í dag. Þetta er sjöunda miðstöðin af þessum toga sem opnar í landinu. Að sögn Önnu Ghannamova, sem starfar fyrir samtök sem reka miðstöðvarnar, er áætlað að opna svipaðar miðstöðvar í þremur öðrum slóvenskum bæjum á næstu tveimur vikum. Er það gert til þess að sporna við því að börnum sé hent í ruslið eða út á götu. Hún segir fjögur börn hafa þegar farið frá miðstöðunum frá því að þær opnuðu fyrst í Bratislava í fyrra. Samkvæmt TASR fréttastofunni fundust sjö börn látin í Slóvakíu í fyrra, sem foreldrarnir höfðu yfirgefið."
Þetta finnst mér kannski einum of, hugsið ykkur að það þurfi að gera þessar varúðarráðstafanir svo að börnin deyji ekki og verði úti því þau eru óvelkomin, halló hættið að ríða ef þið getið ekki tekið afleiðingunum............................................
Og svo voru þær gleðifréttir í morgun á mbl.is að kona hafi fundist á jarðskjálftasvæðinu í Pakistan 2 mánuðum eftir jarðskjálftan sjálfan........................
Wells ég er farin að vinna látið heyra í ykkur , vúuuuhhhúúú 9,1 kg :) le penguinos

fimmtudagur, desember 8

Snillingurinn hún Kata Há.........................
Þetta var hún Kata með á blogginu sínu og ég varð náttúrulega að fá að vita þessar staðreyndir......
Commentaðu með nafninu þín og....
1. Ég segi þér e-hvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt
Hennar svor voru þessi...............................
Harpa Hrönn:
1. Þú gjörsamlega komst mér í gegnum Háskólann... náðir að stela öllum prófunum og kjafta endalaust við mig, góður tími!
2. Já pottþétt Bridget Jones´s diary en lagið er aðeins erfiðara... hey mister DJ turn the record on I want to dance with my baby...gott lag
3. Einhverra hluta vegna hugsa ég um ógeðis bjór/ginið sem þú gafst mér einu sinni... gleymi því helvíti aldrei. Annars ert þú svona gosbjór stelpa og auðvitað rauðvínið!
4. Fyrsta árið í HA og þú lentir með Hörpu Björk í verkefnavinnu í aðferðafræði... þá var ekki aftur snúið.
5. Var ég ekki búin að kippa þessum lið út... vertu fegin að líkjast ekki neinu dýri.
6. Verður þú á Ak um áramótin? Ef svo er þá er þér hér með boðið í teiti í höllina mína B10 KataHá 12.07.05 - 11:28 am #
Flottur leikur Kata og ég veiti þér hérm með heiðursorðu Mörgæsinnar a.k.a le Penguin................. Sem eru mjög eftirsótt verðlaun um allan heim :) U keep up the good work.
Salut le Penguin......................

mánudagur, desember 5

Helgin .......................

Jebbs náði að halda áfram á sömu braut, bjargaði einni stúlku um helgina en það var ekki eins mikið drama og síðustu helgi. :) en ég er að ná þessum súper ofur hæfileikum á góða braut :)......

Fór í massa gott partí á laugardagskvöldið og það sem var það súrealískasta við það er að það var haldið í sömu íbúð og ég var í partíi í ágúst en samt sitt hvor legjandinn. Þannig ég er búin að sjá sömu íbúðina með sitthvorum húsgögnum og áherslum. Mjög fróðlegt :) en viti þið að það var ekki svo mikill munur á þessu, næstum eins!!

Wells þeir sem vilja fara á leikinn Barcelona v. Real Madrid þá á ég 3 sæti laus og því um að gera að hafa samband sem fyrst....

kv The penguinos

fimmtudagur, desember 1

minna en 23 dagar þar til ég má borða súkkulaði :)
Jebbs mínir góðu hálsar búin að missa 7.4 kg, ekkert smá stolt af sjálfri mér....
annars ekkert að gerast hér nema er á fullu að selja ferð til Barcelona á leik vetrarins Barcelona v. Real Madrid :) 99 þúsund kall, leikurinn er í apríl...............
got to go en heyrumst :) the penguin

þriðjudagur, nóvember 29

:::::::::::::::::::::::bjargvættir helgarinnar.......................................
Wells blessuð og sæl þá er helgin liðin og vó hún var erfið og fróðleg. Sat og ruggaði mér eins og brjáluð manneskja bæði lau og sun því mig langaði sssvvvoooooo í einn eða þrjá feita KFC og skola því niður með venjulegu Coke og fá mér feitt súkkulaði á eftir. Butsss viljinn var sterkari en löngunin :) jeii svo ég svindlaði samt aðeins með því að fá mér meira prótein en ég átti eins og t.d fékk ég mér ost á spældu eggin mín sem breytti engu bæ the way........ EN samt kem sátt og ánægð út frá þessari helgi.
Svo er náttúrulega enn betra er að ég og Signý gerðum góðverk ja ég myndi segja helgarinnar ef ekki mánaðarins...................................
Látum söguna byrja...........við fórum á djammið (ég var edrú, sver það), fyrst var kíkt á Ölstofuna og svo var skundað á Olivier með honum Munda en hann sér um að maður þurfi ekki að bíða í kuldanum og kemur manni alltaf inn í hlíjuna án þess að maður þurfi að stoppa, svo takk Mundi. (það var geðveik röð og VIP röð en Mundi pikkaði bara í dyravörðin og dyravörðuronn sagði öllum í vip röðinni að færa sig svo við kæmumst inn tttthhhiiiii) But wells höfum það á hreynu að þessi staður er ógeð, viðbjóður og já ekki til orð til að lýsa því nógu vel. Allavega sitjum þarna og horfum á fólkið sem er mis vel klætt og þess háttar alltaf gaman að horfa á fólk og það sérstaklega á svona stað. Svo kemur þessi litla sæta drukkna stelpa og sest við hlið mér og já bara drepst.......... ég reyni að ná einhverju sambandi við hana en ekkert svo kemur signý og reynir enn frekar og já þá rankar hún aðeins við sér. Við erum að tala um manneskju sem gat hvorki staðið, talað eða vissi ekkert í sinn haus hún var svona semi meðvitundarlaus. Signý fer að tala við dyraverðina og já þessir herramenn ætla bara að henda henni út, buttsss ekki á okkar vakt. Þannig ég plata hana (inn á milli þess sem hún hefur einhverja rænu) að láta mig hafa símann sinn svo ég geti hringt í vinkonu hennar guðrúni sem hún hafði talað um...Guðrún svara "hææææ ég er á Kaffibarnum klikkað stuð"... "heyri ekkert í þér" ég Öskra "komdu á Ólivier"..........buts vinkonan heyrir ekkert svo ég skelli á og ákveð að senda henni sms, en síminn hennar var kannski aðeins öðruvísi en minn svo ég enda með að senda sms á mínum og vitir menn ég fékk ekkert svar frá gellunni, í smsinuu stóð " Vinkona tín XXXX er dauð á Olivier vinsamlegast komdu eða láttu mig vita í hvern ég á að hringja, kv" well það hefði allaveg runnið af mér við að fá eitthvað svona. Jæja Signý er núna búin að vera að verja hana fyrir dyravörðunum og reyna að ná einhverju sambandi við hana. á endanum sé ég að einhver Helgi er búin að hringja í hana um kvöldið og hún í hann svo ég hringi í hann og vitir menn hann er edrú og heima hjá sér :) hann biður um 15 mín svo hann komist niður í bæ..... frábært allt að leysast og svo koma fxxxxx dyraverðirnir og "sko hún verður að fara út" og þeir bara taka hana og fara með hana út en sem betur fer er Helgi kominn og tekur við henni. úff mar ég legg ekki í að hugsa lengra ef þessi stelpa hefði sest við hliðina á einhverjum perra og hann bara tekið hana eða dyraverðirnir hent henni út. ..... díss mar hvað er að gerast.... Svo nú ætla ég að fara á djammið hverja helgi og bjarga ofurdrukknum stúlkum frá hálvitunum sem búa hér í þessum heimi...
P.s á sunnudaginn fékk ég svo símtal " hæ, þetta er Bogga stelpan sem þú bjargaðir af Ólivier! Takk æðislega fyrir að bjarga mér" :) sætust, en svona gerist, því miður.........
ThePenguinTheSavior

fimmtudagur, nóvember 24

********************** á bleiku skýi :) ******************************
Jebbs ég labbaði út á bleiku skýi í gærkvöldi þar sem ég fékk þær upplýsingar að á þessum mánuði er ég búin að losna við 6,3 kg :) jeiiiii jeiii jeiiiii gaman að þessu.
En þetta nammibindindi hefur verið alveg ótrúlega auðvelt, hélt þetta yrði erfiðara en þetta. Nema í gær þá þurfti ég að láta fylla á rúðuspreyið hjá mér og stoppaði á Esso stöð og labbaði inn og á leið minni að afgreiðsluborðinu sá ég útundan mér þessa líka gómsætu nóa lakrís sprengjur jammí úffff erfitt en var rétt að jafna mig þegar ég kom að afgreiðsluborðinu sem var þá undirlagt af Nissa með lakrískurli (úffff) og ég var bara "humm nei ég get þetta og svo færðu bara vont í magan". Borgaði og labbaði út, frekar stolt af sjálfri mér :)
Semsagt 24 desember í kirkjunni á Svalbarðseyri kl. 1600 verð ég með poka fullan af súkk og lakrís, maaahhhhhhhhhaaaaaaaaaaa
Nei nei er ekki alveg svo desprit :) we ses the penguin

miðvikudagur, nóvember 23

Nammibindindi og annað bindindi.....................

Já já er líka búin að vera nammilaus í næstum mánuð og það er bara ekkert erfitt, hver hefði trúað því? allaveg ekki ég!!!!!! En búin að taka þá ákvörðun að nammi verður leyft frá kl. 1600 þann 24 desember til kl. 16.00 þann 26 desember, og svo bindindi í ég veit ekki hvað langan tíma? Kannsi þar til á páskadag :).

Úfff þoli ekki stundum þegar ég get sett saman spennandi ferð eins og tildæmis tónleikaferð til Glasgow á Robbí nokkurn Wiljams í sept á næsta ári og þá akkúrat sömu helgi í Glasgow er risa stór ráðstefna og þar af leiðandi engin hótel til :( . Svo ætlar maður að plana ferð til Barcelona því það eru bein flug til BC akkurat þá helgi sem STÆRSTI leikurinn er í bangi BC v. RM og vitir menn allir miðar og hótel uppbókað arrrrrggggg en ég skal redda þessu öllu saman. :)

Wells ætla að reyna að finna eitthvað útúr þessu öllu

Adios amigos Mr Harpur

mánudagur, nóvember 14

Ég mæli með LONDON.......

úff hvað það var gaman um helgina :) verslaði og verslaði sem ég ætlaði ekki að gera dammmm en ég á því nýja úlpu, stígvel og margt margt fleira.

Veit ekki alveg hvort ég þori heim um jólin þar sem bróðir minn ætlar að taka mig í gegn ef ég hef eitthvað borðað nammi eða verið í sukki. en sko borðaði ekkert nammi og reyndi að passa matinn og að drekka nóg vatn, en sko viðurkenni alveg að gin og bitterlemon voru oft við hlið mér. alveg merkilegt hvað þessir félagar eru skemmtilegir og góðir :) mmmmooohhhhhaaaaa.

Hótelherbergið var með útsýni yfir Westminister og Big Ben, það voru Bell Boys sem tóku á móti okkur með gull vagn og tóku töskurnar okkar og fóru með upp á herbergi og það besta við þessa stráka var að þeir voru klæddir svörtum frakka með kúluhatt, bara flottir.

Föstudagurinn fór í að skoða hótel, laugardagurinn fór ég til Sutton og hitti vini þar og verslaði aðeins og svo sunnudagurinn var eiddur á Oxford street til að versla aðeins meira :).

wells vinnan bíður svo heyrumst síðar, the penguin eða eins og ég var titluð á hótelinu Mr Harpur Steffansdottir

þriðjudagur, nóvember 8

Góðan og blessaðann daginn góðu hálsar :)
Borið hefur á frekar miklum múgæsingi vegna lítilla skrifa hér á þessari bloggsíðu...... En allavega þá vona ég að geta bætt upp fyrir þetta. Ástæða lítilla skrifa er að höfundur hefur ákveðið að gerast átvaggllllll þ.e borða mig granna :) allavega þá hefur allur minn tími og þá meina ég allur farið í að elda, vaska upp og borða. Þetta gengur mjög vel takk fyrir að sp. en þetta er held ég einn af þeim bestu lífstílbreytingum sem ég hef tekið þátt í því ég er orðin hundleið á að BORÐA og hverjum hefði dottið í hug að ekki mér allavega. Svo er ég byrjuð í NAMMI bindindi og hef ekki borðað eitt stk eða gramm af sykri og þessháttar súkk góðgæti síðan þann 27. Október og well held að það hafi aldrei gerst áður. Þannig mínu kæru vinur hér verður pínu átagsblogg blandað við hið venjulega líf sem á sér stað í lífi mínu þessa dagan. Sem er akkúrat ekkert.......................... jú er að fara í bankann fá greiðslumat og ætla að kaupa mér íbúð, leigja hana út í allavega ár og þannig sjá hvort ég eiðslukló get keypt mér íbúð!!
Jæja jú svo er ég að fara til LOndon baby í fimmtudaginn og skoða Hótel og hitta skemmtilegt fólk, Siggu, Silvenu og Milenu allavega og já bara skemmta mér vel og lengi.
Bið að heilsa í bili Harpa (sem drekkur ekki áfengi næsta árið)

föstudagur, október 21

Einn góður brandari í tilefni þess að það er FÖSTUDAGUR vvvv´´iíííii´
Jón fékk eftirfarandi meðmæli frá yfirmanninum sínum þegar hann sótti um starf hjá öðru fyrirtæki.

1. Jón Ólafsson, aðstoðarmaður minn eyðir góðum tíma
2. í erfiðisvinnu og frágang. Hann vinnur sjálfstætt og eyðir ekki tíma
3. í snakk og blaður. Hann veigrar sér
4. ekki við að aðstoða vinnufélagana og hamast
5. við að klára verkefninn tímalega. Oftast tekur hann
6. sérstakan tíma í verkefnin svona eins og til að forðast
7. miklar pásur. Jón hefur akkúrat enga
8. sérstaka ástríðu á sjálfum sér og mikla
9. kunnáttu á sínu sviði. Jón er gott að
10. aðlaga og nýtur reynslu sem engin má
11. vera án. Ég legg til að Jón verði af-
12. skaplega fljótt gerður að yfirmanni á góðum launum og yfir-
13. greiddur í eitt skipti fyrir öll
14. Það er uppástunga mín að hann verði gerður að forstjóra
15. við fyrsta tækifæri sem gefst.

Stuttu seinna fékk yfirmaðurinn sem hafði fengið þetta bréf e-mail:

"Bölvað fíflið stóð yfir mér þegar ég skrifaði meðmælin sem ég sendi þér fyrr í dag.
Vinsamlega lestu aðra hverja línu sem eru með oddatölunum".
Sko á einn vin sem heitir Jón Ólafsson hummmm veit ekki hvort þessi brandari sé saminn umm hann??? humm spurning?? hvað segiru Nonni er þetta satt?? hehehhehehehhe
heyrumst cheers The Penguin is going to LOnDoN Baby 10 nóv vííííííí gaman gaman!!!

föstudagur, október 7

Úff hvað ég elska föstudaga......................

Já besti dagurinn í vikunni þar sem það er svo margir spennandi möguleikar framundan til að eyða næstu tveimur dögum, djamm, ferðalög, versla og hanga og gera ekki neitt :).

En smurningin gekk vel allavega er Sjúmmi glaður :)

svo var ég Klukkuð af tótanoff takk ekki fyrir þetta eða var ég klukkuð af Kötu, arrrgg man það ekki en allvega þá hef ég ákveðið að tileinka klukkinu hinni flullkomnu konu, þar sem ég er eitt stk af hinni fullkomnu konu og hér koma ástæðurnar;

  1. Ég sé um að koma fólki (aðalega strákum) á enska boltann og hef ótrúlega góð sambönd við aðila til að fá bestu miðana á besta verðinu, og þarf að horfa á enska boltann vegna vinnunnar!
  2. Ég er hin sanna íslenska kona þarf ekki á karlmanni að halda, get séð um mig sjálf. Eins og sagt er "kona án karlmanns er eins og fiskur án reiðhjóls"
  3. Ég á saumavél, bíl og flottan dótakassa sem hver kona getur öfundað mig af!
  4. Ég á ekki uppþvottavél né þvottavél (fæ þvottavélina hennar Ingu H lánaða að vísu) heldur geri ég þetta í höndunum eins og allt annað, elda, baka brauð og já margt fleira...............
  5. Og að endingu ég veit hvað ég vil, er ekki eins og gellan í Litle Britann sem segir alltaf "je but, no but, je but!!

Svo þar hafi þið það :) elska lífið :)

Svo nú er framundan hin mesta skemmtihelgi. Hanna kemur í kvöld, idol partý heima og hver veit nema VV og B á Players í kvöld. 30 ára afmæli hjá Signý á lau.kvöld og svo matur hjá Ömmu bestu Erlu á sunnudagskvöldið, myndi nú segja fullkomin uppskrift af fullkomri helgi.

Heyrumst og sjáumst Harps the penguinos :)

P.s klukka humm hugsa það þar til næst :) en koma so.. commenta :)

þriðjudagur, september 27

..................................glöð.........................gröð

já ekki mikill munur á þessum orðum því ef þú segir þau upphátt og hratt hljóma þau eins. Var að hringja á verkstæði og ath hvort ég þyrfti að panta tíma til að láta smyrja bílinn minn og þessi elska sagði "nei nei þarft þess ekkert bara mæta glöð" en ég roðnaði frá tám upp í heila því mér fannst hann segja "nei nei þarft þess ekkert bara að mæta gröð" Jebbs ég þurfti að segja ha? og komst að sannleikanum, að ég held en hver veit??? Úfff hvað mér kvíður fyrir að fara á eftir. En svosumm ekkert mál að mæta gröð eða glöð, þar sem ég er single og yfirleitt mjög kát gella. Svo þið megið velja!!!!!!! heheheh

Tótanoffff klukkaði mig ohhhh þoli ekki þannig en klukkið, klikkið er að koma... kem með það með sögunni eftir smurninguna á Sjúmma eða mér thhhiiii, fer eftir öllu........... "common live alitle" kannski Hemmi hóra verður þarna :) hehehhe hver veit.

kv Harps the penguinos

fimmtudagur, september 22

Já the penguin eða Harpa er 30 ára í dag :)
Það verður haldið upp á daginn í Vogatungu 22kj frá kl. 20.00 þar til ég "gamla" konan þarf að fara í háttin. Búin að heyra það nokkuð oft í dag að ég er loksins orðin gömul og bara dauðinn eftir en ég vil halda því fram að þetta er byrjun á frábærum áratug í lífi mínu !!!!!!!!!!!!!!!
Vonandi sé ég þig og sem flesta
harps

þriðjudagur, september 20

Helgin í Manchester England England

Já ég fór til Manchester með 25 manna hóp og var flogið á lau morgun frá Reykjavíkurflugvelli til Manchester. Þvílíkur munur að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli.
Komum til Manchester og upp á hótel um 13.30 og ég var komin í stærsta shoppingmall í Evrópu kl 15.00 bara gaman :). Svo var bara verslað og verslað og svo fór ég á hótelið þar sem mér var boðið að fara út að borða með einum hóp og við fórum á Kínverskan stað og úff hvað það var borðið mikið fram af mat og áfengi held örugglega að það hafi verið borið fram um 10 réttir og er ég ekki að djóka. Svo var djammað aðeins frekar gaman.

Hitti svo strákana mína kl. 9 á sunn morgun og fórum við til Liverpool til að fara á leikinn Liverpool v. Man. UTD og var hann nú frekar slappur............ Ætlaði að fara niður og fá hann endurgreiddan en komst ekki í það þar sem maður var dreginn á pubb af strákunum 6 :)

Þeir ákváðu að ég væri einn af hópnum og vegna þess þýddi ekki fyrir mig að gera neitt annað en það sem þeir gerðu og drukku. Fokkk en jæja bara gaman að vera the Lady með 6 gæjum og mín í góðum málum fulltrúar Greifanna frá ak og Ölstofunnar í RVK voru þessir menn svo ég er komin með VIP liggur við allstaðar á bestu staði landsins :)

Töfrateppi var drykkur dagsins og var hann orðin frekar mikill ógeðisdrykkur þegar halla fór á nóttina.

Mán fór í fundi og last minute shopping.

Verð að vinna we sesss Penguins

fimmtudagur, september 15

Nýtt símanúmer og kannski á leið til Manchester um helgina!!

Jebbs allt að gerast hér hjá mér, tók stórt skref og fékk mér heimasíma sem er 565-1458. Einnig er ég kannski bara á leiðinni til Manchester á lau morgun með 25 stykki fótboltabúllur í afturdraginu :) ekki lélegt það og það líka á leikinn Liverpool v. Man. UTD á ANFIELD jebbs I am the gell :) . En það eru í dag 60% líkur á að ég fari en fæ þetta staðfest á morgun svo krossum fingur því ég verð að komast í búðir og kaupa föt.

Jæja best að reyna að klára eitthvað áður en ég fer heim þar sem engin Inga Heiða er heim því hún skrapp til Brighton um helgina stúlkan sú arna.

kv Harps

mánudagur, september 5

Eftir góða helgi kemur skemmtilegur mánudagur.................................................

Já er líka svona aldeilis í góðu skapi og það á mánudeg :) hehehhe gaman að þessu.

Fór í þetta líka skemmtilega afmæli á Ara í Ögri og svo var sprellað eitthvað eftir það í bænum.
Ég fór á myndina Strákarnir Okkar með Ingu Heiðu og verð ég að segja að þetta hafi verið hin besta skemmtun og þá sérstaklega sktrákarnir sem sátu í kringum okkur Ingu Heiðu en þeir hveinuðu mikið þegar strákarnir kysstust og struku hvorn annan, var þetta eitthvað til að sanna kallmennsku þeirra???

Allavega þá auglýsi ég eftir heimasíma þar sem ég var að fá mér heimasímanúmer og er það 565-1458 :). Ég fór í leiðangur á lau til að kaupa síma en það er ekkert til nema þráðlausir símar á þessari öld!!! Ætlaði að kaupa einn á 1000 kall en ætli maður verði víst ekki að fara og kaupa einn á 4500 eða 5900.

Jæja þá er það vinnan :) sjáumst hress :) Harps

föstudagur, september 2

.............................Harpa er orðin fín FRÚ!!

Já fyrstu merki þess að ég er orðin fín frú eru þau að já ég pantaði alþrif á hann Sjúmma minn, guð hvað hann verður glaður :) .
Já kallinn kemur í dag og nær í Sjúmma, fer með hann og gerir hann fínan og kemur svo aftur með hann fínan og flottan og svo fer ég bara heim úr vinnunni á nýþrifnum bíl. :) flottast

SKo ekki hneikslast ég kann ekkert að bóna bíl og það varður að bóna bílinn allaveg 2 x á ári, ekki satt?? og því ekki að skella sér á frítt þrif að innan líka þegar boðið er upp á það.

En eitt annað gamla settið upp eru alveg brilljant. Fór til þeirra með útprentað frá heimabankanum að ég hafi verið búin að borga leikuna og þetta fannst þeim nú merkilegt :). Svo er stöð 2 komin aftur og gellan á stöð 2 er búin að bögga þann gamla svo mikið að hann samþykkti að fá M12 eða eitthvað. En hvaða vit er í því ef hann er með það og svo situr lykillinn á efstu hillunni inn í bókaskáp sem enginn kemst að!!! En það verður gaman að sjá hvað gerist í þessu máli.

Góða helgi og vi ses lö penguinos

þriðjudagur, ágúst 30

Enn eitt brúðkaupið búið.........................

Já hún Kristín frænka tók það stóra skref að giftast honum Arnari sínum og vil ég þakka þeim æðislega fyrir mig, þetta var alveg frábært.

En annars þá var ég að lesa að Michael Owen er á leið til Newcastle svo nú er Newcastle mitt lið og það besta í deildinni. Þeir eiga eftir að rústa þessu í vetur með hann í framlínunni.

Allaveg þá er þetta minn maður (Mrs Harpa Hrönn Owen, sándar vel!!) Harper gæinn má sigla sinn sjó,,,,, hehehehhehehehehhehe

já svona er þetta það er ekkert að gerast nema fullt að gera í vinnunni svo maður neiðist til að fylgjast með boltanum og afleiðingarnar eru þær að maður fer að spjalla um boltan við hvern sem er............... Ekki gott.

Jæja got to go og selja miða á leiðinlega leiki eins og liverpool v. Man.UTD og Liverpool v. Chelsea nota bene uppselt í þetta allt.

En ég skal sko selja grimt á ferðir til Newcastle, ég ætla á leik með þeim í vetur.

kv the penguin in das skæ

miðvikudagur, ágúst 17

Halló halló halló

Já eins og sumir kannski taka eftir þá hef ég ákveðið að hætt að verða brjáluð og já líta bara á lífið með jákvæðni!! heheheheheh en ég verð samt að vera pínu pirruð við og við, því annars væri ég bara leiðinleg og ekki ég sjálf hehehehehhehehe.

en allaveg þá er ég komin aftur til borgarinn og bara ánægð með fríið mitt fyrir norðan. Heimsótti raufarhöfn sem var já ágæt lífsreynsla sem maður getur alveg sleppt ef þess þarf. chillaði chess mömmu og pabba og fór í eitt brúðkaup og allt alveg meiriháttar gaman.

but en vinnan hlóðst upp á meðan ég var í burtu og alveg mega mikið að gera svo ég verð að þjóta vi sesssss


Harps

fimmtudagur, ágúst 4

jæja jæja

Versló byrjaði rólega sat heima og horfði á Sideways og fékk þennan gríðarlega áhuga á vínum (eins og hann hafi ekki verið fyrir) og svo bara vinna lau og sunn og svo loksins fann ég vin til að skreppa með mér á djammið á sunn.kvöld og það var bara mjög gaman.

Stefnan verður tekin Norður um helgina og næstu viku, ætla í frí jeiii jeiii jeiii. Ak-city, Svalbó-city og rúben city verða staðir sem ég mun heimsækja.

En það er lítið að frétta nema ég er farin að finna fyrir því hvað strákarnir eru eitthvað tvístígandi þegar ég tala við þá og er að selja þeim ferð á boltan, greinilegt að ég er komin í heim kallanna og í stöðu sem KARLMAÐUR á að skipa hehehhehehehhehehhe ekkert smá gaman :)

Wells bið að heilsa í bili Harps le Penguinos

föstudagur, júlí 29

Verslo og enski boltinn
Jæja þá er það staðfest ég er orðin heitasta gellan í bænum fyrir þá stráka sem fara á Enska boltann!!! Olivier has left the bilding and I am in charge now!!! svo eins gott að vera vinur minn hehehehheheheheheh elska að hafa þessi völd :). P.s strákar, þá drekk ég gin og tonik :) (ég er sko klassa gella!!!!)

En allavega þá er Versló að byrja eða er byrjuð og ég verð í RVK á innipúkanum í leit að nýjum vinum þars sem allir mínir vinir eru búnir að yfirgefa mig og skilja mig eftir eina í Borg óttans !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Svo ef þú nýji vinur sérð þetta þá endilega vertu í bandi og við skellum okkur á lífið :)

góða helgi þið öll the penguin biður að heilsa í bili, over and out.

P.s ein góð settning frá HA árunum (Kata mannstu eftir þessu :) )
"jolly one one where can I parck the helicopter???"

fimmtudagur, júlí 21

Versló 2005
Wells hvað á að gera um versló??? Spurningin sem margir eru að velta sér fyrir þessa dagana og þá sérstaklega þeir sem fara ekki til eyja.
  • Neistaflug kemur sterklega inn í ár. ............... en það er bara svo helvíti langt þangað :(
  • Eyjar well aldurinn er að færast yfir mann og já maður er nú að reyna að verða ábyrg manneskja og ekki eyða ÖLLU í vitleysu.
  • Akureyri ja fyrst að unlingarnir og djammararnir þurfa að tjalda í Kjarna þá nenni ég ekki.
  • Bindindis hátíðin well lets face it NOT FOR ME.
  • Svo ég held að LANDMANNAHELLIR verði fyrir valinu í ár. Vegna þess að ég hef ekki enn komið þangað :) og ekki svo langt þangað og ég má drekka þar, það er hægt að labba um, María og Helgi stjórna staðnum svo ég má gera allt sem ég vil :) og já ef tjaldið verður komið í mínar hendur þá sef ég í því en þá vantar mig ferðafélaga! Hver kemur memm í landmannahellir 2005???

Kv harps

mánudagur, júlí 18

jæja Húsafell 2005 búið, snökkt snökkt

Frábær útihátíð og afmæli og því langar mig að nota tækifærið og þakka afmælisbörnunum fyrir mig og fyrir frábærar veitingar, Takk Signý, Mæja, Mundi, Bragi og Þráinn þiss vas greit :).

Annars var bara fjör í partýinu og endalaust gaman :), en eftir að sumir voru búinir að fá útrás á nokkrum útvöldum og eftir mjög gott samtal (takk) þá fór maður sáttur að sofa og já mjög ölvaður :) en þetta var allt saman frábært, takk fyrir gott fjör :). Já svo ykkur sem vitið ekki þá var ákveðið af okkur Munda að hafa þetta vikulegan viðburð hehehehehhe :O)

wells best að vinna og gera eitthvað.

Bless í bili :)

föstudagur, júlí 15

Jebbs ..................................

Þá er það Húsafell 2005 16 júlí
Já það er 5 falt 30s afmæli og nóg af fjöri, hlakka ekkert smá til :) jeiiiiii loksins kemur að fyrstu tjaldferðinni í sumar sem áttu að vera margar en eitthvað hefur staðið í vegi fyrir því.
Vona að mánudagsbömmerinn verði ekki mikill en get ekki lofað neinu þar sem áfengi verður til staðar ;)
en allvega góða helgi allir og við heyrumst eftir helgina :)
Harps the drunk one

þriðjudagur, júlí 12

The Penguin is back in Iceland.......................

Vá Spánn bræddi gjörsamlega úr mér og ég er að vakna núna og uppgvötvaði að síðasta bloggið var 25 júní og það er 12 júlí í dag, dísss mar sumarið er að verða búinn......

En allvega þá er mest lítið að frétta nema er að vinna alla daga og mánudagsbömmerinn er líka alltaf á sínum stað, þannig live goes on.

En allaveg þá var ég að vinna úti á Spáni ekki í fríi og já væri sko alveg til í fá frí og ég fæ frí í sumar eða frá 5. ágúst til 14. ágúst. Þá verður brunað til Ak-city nánartiltekið Svalbócity og þaðan til Rúben að hjálpa Hönnu siss að koma sér fyrir í einbýlishúsinu sem hún og Stefanía munu búa í næsta árið og kannski árin, hver veit. Og svo verður brunað aftur til Ak-city og mætt í brúðkaupið hennar Indu pindu sem er að fara að giftast honum Guðna sínum :) jei jei jei.

En allaveg bið að heilsa í bili og vi höres.

Harps the penguinos.................................

laugardagur, júní 25

Frá spáni er tetta ad frétta!!

  • hitinn kl 15 í gaer var 36 grádur
  • hitinn kl 21 í gaerkvoldi var 27 grádur
  • hitinn um 23.30 var ordin vidradanlegur fyrir mig!!!!!!
  • Í dag er tetta ekkert skárra!!

Semsagt morgaesin er ad bradna og hugsar heitt til Islands núna í von um ad dagarnir lída sem fljótast hjá.

Annars tá er mjog fínt ad vera hérna nema er ekki vid strondina sem er náttúrulega ekki gott!!! og svo er ég búin ad vera ad horfa á hvern Handboltaleikinn á eftir odrum og krakkarnir skemmta sér vel. Grottu strákarnir nádu ótrúlegu jafntefli í gaer, voru undir um 2 mork 50 sek fyrir leikslok. Svo er ég ad fara ad horfa á Sindra fraenda og thor spila núna á eftir.

Svo vid heyrumst og sjáumst vonandi ef ég kemmst út á flugvoll á midvikudaginn.

kv the penguin in spain were the rain falls mainly on the plaines!!!!!

fimmtudagur, júní 23

Blessaðir hálsar og nærliggjandi sveita menn

Jebbs það hefur nú lítið drifið á mína daga síðan ég kom frá dana veldinu mikla, nema kannski vinna og svoleiðis.

Jebbs verð að segja það að Danmörk heillar alltaf og þetta var gaman að krúsa um næstum alla Danmörku frá Norður Jótlandi til Köben með stoppum í Thyregod, Vildbjerg, Horsens og Odinse :)

En svo er það Spánn á morgun!!! Fokking hell hlakka ekki til að finna hitann sem tekur á móti manni um hádegi á morgun, sviti og aftur sviti en það verður drukkin Sangria og og horft á strákan hehehehehehhe.

Buts will report latur all abát that.

Cheers Harps

sunnudagur, júní 12

Løkken in Danmark

Jebbs penguinin er tar nuna og er ad njota lifsins um leid og hun er i vinnunni!! gaman gaman gaman gaman :)

Allaveg getid tid sed alltu um itrottamidstodina her..... http://www.loekkenhallen.dk/ og ja verd ad segja fallegur og skemmtilegur stadur.

En svo er tad ad keyra til Thyregod a morgun og svo til Valla a tridjudaginn ohh hvad eg hlakka til ad sja fiflid, bjor i annari og grill i hinni og spjalla vid gamla jebbs looking forward :) wells got to go sessss

Jebb svo er tad Granollers 24 til 29 juni, ef eg hef gleymt ad nefna tad hehehehhe :)

Harps

miðvikudagur, júní 8

THE BIGGEST LOOOOSSSERRR

Uppáhalds þátturinn minn núna Já hann er sýndur á Skjá 1 á þriðjudagskvöldum. Þetta er semsagt Fitubollur að keppast um að vera “the biggest looser”, bara flott J. Vá gaman að sjá félagana þ.e. hinar fitubollurnar loksins í sjónvarpinu og maður gat loksins slakað á að horfa á imbann. Ég meina hver er með slaka magavöðva og rassvöðva þegar horft er á Desperit Houswifes???? Ekki ég allaveg, en snúum okkur aftur að þáttinum mínum Já Fólkinu var skipt niður í tvö lið, bláa og rauða liðið. Frú Hitler var með rauðaliðið, fokk ekki vil ég lenda í þessari (en hef alveg gott af því) og svo Herra æði með bláa liðið (in love) svona gæi sem hlustaði á liðið en lét þau samt finna fyrir því og eitt enn hann heitir Bob Harper svo þegar ég giftist honum mun ég heita Harpa Harper hehehehhehehe.
En svo náttúrulega þá fóru allir á vigtina í byrjun og svo lok vikunnar og fokk þau misstu svona 5 til 10 kg á mann og ég þá fór í þunglindi þar sem ég missi bara 1 og 1 hér og þar og bæti á mig 500gr, svo það eru 2 skref framm og eitt aftur,gaman gaman J jebbs en þetta er að gang en hægt.

Wells allir hóparnir mínir bíða svo verð að fara að vinna !!!

Látið heyra í ykkur.

mánudagur, maí 30

Hrotur og smjatt.........................

Jebbs pabbi gamli í bænum um helgina og fékk hann nú að gista hjá Hörpu sinni, ég lét hann hafa rúmið og svaf svo í fína, flotta sófanum mínum. Eftir 30 mín byrja Hroturnar arrrrrggggg gat svo ekki sofnað en hlýt nú að hafa sofnað á endanum svo kom þetta líka góða SMJATTT dísss mar, hann er verr heldur en hérna hann sterki og stóri í Ástrík sem dreymir alltaf um heilu svínin og étur þau líka. Hlýtur að vera þannig ský yfir honum pabba mínum á næturnar, eitt safaríkt svín sem hann er svo að gæða sér á!!!!!!!!!!!! heheheheh

En well ferðamánuður framundan
  • Danmörk 11 til 15 júní. Á að keyra um alla danmörku sjáum til hvort ég komi lifandi frá því!!! Þannig Valli, Fjóla og Lise kælið bjórinnnnnnnnnnnnnn :)
  • Spánn 24 til 28 júní. Handbolta lið og körfubolta nördar sem eru að fara á mót. Hlakka ekki til að vera þarna þar sem enginn talar ensku sem ég þarf að tala við en ég bjarga mér með því að enda öll ítölsk orð með s-i og ef þau skilja mig ekki tala ég bara frönsku með spænskum hreym. Og svo standa sveittur að redda einhverju. Besta að fara í gott fitusog áður en ég fer út, þá kannski svittna ég minna!!! hehehhehe

Well svo er örugglega Danmörk aftur í Júlí eða bara Köben og nágrenni :), elska það að þurfa að fara til Danmerkur.

Med venlig hilse Harpa Hrönn

fimmtudagur, maí 26

Já já

Haldið þið ekki að hún siss er komin með sína eigin bloggsíðu, enda var þetta orðið frekar gróft með öll commentin sem voru orðin frekar mikið lengri en bloggin mín.

En veðurblíðan er alltaf hér á RVK svæðinu, og maður er enn pínu mikið dofinn eftir góðan fyrri hluta af leik AC Milan v. Liverpool en lífið heldur áfram, þessir punktar stóðu uppúr hjá mér eftir að hafa lesið ítölsku blöðin;
  • Strákarnir okkar léku vel.............
  • Hinir spörkuðu í boltann 3 sinnum og það varð mark..........
  • Hvað er hægt að gera, svona er lífið........

Það er nú ekki upp á þeim tippið í Mílanó í dag og næstu en vonandi að þetta verði allt komið í samt lag þar sem ég stefni á að vera í Mílanó 17 til 24. september.

Jæja got to work a litle bit.................

VI ses og hores, anskotinn verð að læra dönsku því þessir baunar tala ekki neitt í ensku!!!!!!!!!!!

For helvite Harps

mánudagur, maí 23

Já satt segiru Hanna þetta er að verða nokkuð þreytt....................

Held bara að meðaltalið sé 2 blogg í mánuði, bara nokkuð gott. Ekkert mikið að gerast nema að holan mín í Kóp er að bráðum að breytast í Mygluholu, en ég mun breyta því í dag.

Var að byrja loksins í ræktinni svo minns var mættur kl 07,00 í ræktina og sprikklaði á fullu gaman gaman og maður fullur orku núna, veit ekki alveg hvað ég á að gera við þessa viðbótarorku nema að nota hana í tiltekt eftir vinnu :).

Ég og Signý fórum á lúxus rúnt í gærkvöldi þ.e fótum og fengum okkur ís hjá þeim sem búa "ekki til ís eins og í Brynju" "heldur er þetta þeirra eigin blanda" Náðuð þið þessu.......... ALDREI SP UM "já þessi sem er eins og brynju ísinn" ÞVÍ ÞAU VERÐA MJÖG SVO MÓÐGUÐ....................

WELL WELL EITTHVAÐ AÐ GERA OG EITTHVAÐ AÐ BRALLA, SESSSS

hEI MASSA STUÐ A NASA UM HELGINA :) TÓK ENDALAUST MIKIÐ AF MYNDUM HEHEHEHEH

mánudagur, maí 9

Í fréttum er þetta helst......................

..............Kata ferðalangi er að koma heim í dag eftir 7 mánaða dvöl Down Under, velkomin heim stubbur.
..............Fór á þessa líka flottu tónleika með Shadows með henni múttu gömlu og skemmtum við okkur ekkert smá vel. Þótt þeir séu eitthvað í eldri kantinum þá eru þeir ekki búnir að gleyma neinu. Massa sólóar (og þá trommusóló dauðans), danssporinn alltaf jafn flott hjá þeim og góður húmor. Jebbs uppgvötvaði í röðinni að þetta er hljómsveit "gamla fólksins" og 15 ára unglinganna. Svo þá er bara að velja aldurinn fyrir mig, hummmm pannt vera 15 :)
............. Svo bara búin að dekra við múttu alla helgina fékk mér meiraðsegja frí síðasta föstudag til að geta farið í búðir og gaman með henni.

welllsss best að fara selja Istanbúl ferðina á 189.000.- á manninn. Salan hefst kl 09.00

miðvikudagur, apríl 20

Nýr páfi, kjöt í karrý og Manchester England England á laugardaginn!!!

Jebbs allt að gerast maður vaknar þetta líka hress í morgun eða þannig og það er sagt að nýr páfi sé mættur til starfa. Jæja svo hvíti reykurinn hefur loksins komið upp um strompinn, en samt ekkert loksins þar sem lengsta páfakjör stóð í 3 ár.
Svo koma litlu tildildúfurnar í mat í Vogatúngu í kvöld í kjöt og karrý. Aðalástæða fyrir þessum matseðli er að Inga Heiða talaði um þennan mat með svo miklum drauma svip að ég bara varð að skipuleggja þetta. Eins gott að þetta heppnist, hehehhe hef engar áhyggjur er meistarinn í þessu.
Svo er það Manchester á laugardaginn og kem aftur á sunnudagskvöldið. Semsagt fótboltaferð og Pabbi kemur memm, gaman gaman og viti þið það eru 3 aðrar konur í ferðinni, anskotinn vill fá að vera ein í kallaveldinu, ekkert gaman þegar þessar kynsystrur mans fara að troða sér svona inn.

Jæja best að klára skipulagið og GLEÐILEGT SUMAR Á MORGUN :)

Kossar og knús Harps the Penguinos

föstudagur, apríl 8

Já meiriháttar gaman í Liverpool................

Var þarna með 29 strákum og já segjum fjör og læti og leikurinn var geðveikur...................... bara gaman að upplifa þetta....................mæli með þessu fyrir alla!!!!!!!!!!!!

Svo er það Manchester 23 apríl á leikinn Man.Utd v. Newcastle með pabba og nokkrum í viðbót.........nóg af ferðalögum hjá mér í þessum mánuði.

Búið að vera brjálað að gera í vinnunni síðan ég kom aftur svo best að halda áfram að gera eitthvað áður en maður fer í helgarfrí....

Sesss Harps

mánudagur, apríl 4

Já haldið þið ekki, Liverpool á morgun...................

Jebbs er að skreppa til Liverpool á morgun með 29 kallmenn og erum við að fara á leikinn Liverpool v. Juventus og ég ætla að vera á móti öllum og halda með Juventus!!! Nei nei en guð hvað það verður gaman gaman gaman


En allaveg gaman gaman gaman og spennandi. Ætla að fara að kíkja á bítlana og svona í leiðinni líka.

Jæja ætla að gera allt brjálað hér í vinnunni áður en ég fer.

Kv harpssss Liverpool fari :)

fimmtudagur, mars 31

Strætó í RVK.............................
..............jebbs er alveg búin að gefast upp á þeim!!! Hvar læra þeir að keyra eiginlega??? það mætti halda að aðalmottóið þeirra sé að gefa í og bremsa.......gefa í og bremsa.....framunda en stoppistöð best að gefa vel í (hehehhehe heyrist í bílstjóranum) og svo sér hann að fólkið er að standa upp og svona og gefur aðeins meira í og svo SNAR stoppa þegar hann er liggur við komin fram hjá stoppistöðinni............ Verð að segja það að strætó í London var miklu eða er miklu betri!!!!!

En allavega merkis dagur í dag því minns ætlar að fara og kaupa sér eitt stk bíl kl 10.00. Þetta mun vera Skoda nokkur Fabia sem ég versla mér árg 2001 og er ekin 29000 samasem og ekkert og er dökkblár, svo hér eftir mun ég bruna um bæinn á honum Sjúmma (nafnið á kagganum).

Well best að fara að vinna aðeins svo ég hafi einhvern tíma til að kaupa bílinn.

seeja laiter Harps

þriðjudagur, mars 22

Eftir góða helgi........................

.........er maður alltaf frekar þreyttur.
.........er maður alltaf frekar mikið fátækari en maður var á föstudeginum.
.........er maður alltaf harð ákveðinn í því að drekka ALDREI aftur.
.........er maðut alltaf hissa á því sem maður er að muna eftir nokkrum dögum síðar...

Nei nei kannski alveg svona alvarlegt en skemmti mér mjög vel. Árshátíðin í vinnunni var á laugardagskvöldið og það vara bara jú nokkuð gaman. Gaman að sjá þetta fólk sem stjórnar íþróttahreyfingunni í landinu alveg á skallanum. hehehehehehhehe nefni engin nöfn hér........

Allaveg er komin með ávísun frá Lottó gæjanum að ég vinni næsta lotto þegar hann er fimmfaldur og búin að fá Forgjöf á allt golf í landinu hehehehhehe gaman að þessu.

En jeii Kata er semsagt að koma heim í maí þá verður kátt á Íslandi jei jei. Hei Kata hitti kareni um helgina á Celtic Cross sú er mynda óð!!!

Jæja vinna vinna og vinna alltaf jafn gaman að selja enska boltan, golf, U2 tónleika og allt bara gaman. Þið vitið hvert þið eigið að leita.

Fer norður á morgun svo þið þarna að Norðan undirbúið ykkur. Þó svo ég muni gera lítið annað en að vera með yndislega barninu mínu henni Stefaníu snúllu og svo kannski kaffihús á kvöldin þegar stelpan er sofnuð.

Kossar og sjáumst Harps

miðvikudagur, mars 16

Long time no see....................................

Jebbs the penguin er semsagt komin aftur upp á klaka og er ekkert smá ánægð hér!!!! Semsagt kom heim 2. mars, þann 3 fór ég í viðtal hjá ÍT ferðum og 4 mars byrjaði ég að vinna.
Ég mætti í fínu litlu íbúðina mína og þar var alltsaman og ekkert smá þægilegt að flytja inn þegar allt er komið í íbúðina.

Semsagt búin að vera á fullu að læra nýja hluti í nýju vinnunni minni og skoða húsgögn fyrir nýju sætu íbúðina. Eyddi t.d. rúmlega tveimur tímum í IKEA á laugardaginn og fór svo í gær að kaupa allt en kom heim með allt aðra hluti.
Keypti mér líka þennan flotta sófa sem er alveg eldrauður (hún mæja fell alveg inní umhverfið) og hvítan sætan sjónvarpsskáp. Semsagt allt að koma og nú má fólk fara að kíkja í heimsókn get boðið ykkur sæti!!!!!!!!!

Þannig að ef þið eruð að spá í að fara á enska boltan eða tónleikaferð þá er BEST að tala við mig! Orðin þessi líka góði sérfræðingur í þessu öllu!!!

Jæja ætla að fara að vinna
Heyrumst fljótt

P.S er með gamal símanúmerið mitt 867-:)

miðvikudagur, febrúar 23

Jebbsssss á bestu systur og bróður í HEIMI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

vegna þess að ég er að flytja heim og þau eru að gera allt fyrir mig t.d
  • Hanna er að pakka dótinu mínu niður í Vestursíðu og sér um að ég hafi allar nauðsynjar líka eins og pasta, sósa, salt og olía extr...............................
  • Svo er yndið að pakka inn rúminu mínu og senda suður.
  • Svo örugglega þá fer hún suður nú um helgina og tekur allt úr kössunum og kemur fyrir í fínu íbúðinni minn.
  • Birkir ætlar að sækja mig á flugvöllinn og ætlar að taka sér frí daginn eftir til að geta skutlað mér um bæinn til að ná í restina af dótinu mínu og í atvinnuviðtöl.
  • Svo hefur yndið séð um að ná í alla kassana sem Hanna er að senda suður og fara með í íbúðina.

Ohhhhh er ekki lífið yndislegt með svona bróður og systur í lífinu? Jebbbbs getur ekki verið betra.

Hlakka ekkert smá til að koma til þín Inga Heiða og verða nágranninn þinn og verð að segja að það er eins gott að Afi hafi treyst þér fyrir þessu!!!! hehehhehehe

Svo kem ég heim örugglega á lau, sunnudag eða þriðjudag ekki alveg komið á hreynt eins og er!

Kveðjur í bili Harpos the penguinos

föstudagur, febrúar 11

Draumar................................

Hvað er þetta með draum? er þetta tilvísun í hvað maður er bilaður í hausnum? Er heilinn að skemmta manni á nóttunni?? eða hvað???
Well allavega í nótt dreymdi mig það fyndnasta lengi!!!! Vaknaði skellihlæjandi :)
Allavega dreymdi mig að ég ætti hest og var að kemba honum og allt í einu snýr hann hausnum að mér og byrjar að tala við mig á ENSKU en meða ÍRSKUM HREYM!!!!!!!! hahahahhahahahah

En allaveg er að fara upp í London að hitta Fjólu sem var með mér í háskólanum og við ætlum að líta á pubba og veitingastaði og svo á að vera menningarlegur og fara í leikhús!!
Jebbs er að fara að sjá Whose life is it anyway? og aðalleikarinn er enginn annar en Kim Cattrall eða Samantha í Sex and the City!!! Jeii er að fara að sjá goðið mitt og eins gott að hún hringi sig inn veika í kvöld!!!!!!!!!!!!
Jæja best að fara að sinna vinnunni þar sem ég er bara hér í hálfan dag!!!!!!!!!!!!! jeiiiiiii

Heyrumst Harps

fimmtudagur, febrúar 3

................Astalavista London here I come Iceland!!!!

Jebbs ég er búin að ákveða að flytja aftur á skerið eftir langan umhugsunarfrest! Kem heim örugglega 3 eða 4 Mars og flyt í Kópavoginn í litla yndislega holu/íbúð, við hliðina á henni frábæru Ingu Heiðu :)

Ef einhver veit að góðri vinnu þá endilega látið mig vita!!!! Annars allt gott að frétta og á ég eftir að njóta vel seinasta mánaðarins og versla mikið hehehehhehehe.

Well vinnan kallar svo sjáumst fljótt.

Kv Harpa

föstudagur, janúar 28

Jebbs verð send á þjóðminnjasafnið....................................

vegna þess ég hef verið að ignora ykkur svona rosalega!!! En aðalástæðan er að það er ekkert að gerast hér hjá mér.

Það sem er helst í fréttum...............
Nágranni minn var í TV í gærkvöldi í þætti sem heitir wife swop. Þátturinn gengur út á það að konurnar skipta um heimili og eiga að lifa lífi hvor annarar (fyrir utan kannski að sofa hjá köllunum) En allaveg nágranninn minn á 7 börn (6 stráka og 1 stelpu) konan sem kom til hennar á 2 börn svo þið getið ímyndað ykkur hvað hún var í miklu sjokki. T.d var ekki til eldhúsborð á heimilinu þannig að 7 gríslingar sátu á gólfinu og borðuðu kvöldmatinn sinn. Jebbs frekar skondið að sjá húsið sitt í sjónvarðinu hér og fólk sem maður kannast við. Skemmtileg upplifun það!!!

Helgi framundan og ætla ég bara að taka því rólega. Fer til Hanna nýbakaða pabbans á sunnudaginn í brunch og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt með nýja krílinu hans henni Decu.

Well vinnan kallar eins og vanalega svo addios amigos

Harps

mánudagur, janúar 10

hello jello...............

Jebbs komin aftur til Lundúna og á leiðinni til Íslands á fimmtudagskvöldið. Þetta var bara of gott og skemmtilegt svo ég verð bara að koma aftur.

Búin ad þræða þessu fínu útsölur hér í borg og já verð að segja ég kom klifjuð heim!!!

Heheheheh annars bara same old same old. Nei hei hann Njáll/Nills/Njalli mætti hér í heimsókn seinasta fimmtudag alveg frábært að sjá drenginn.

Well vinnan kallar
Sjáumst næstu helgi
Harpos