fimmtudagur, mars 31

Strætó í RVK.............................
..............jebbs er alveg búin að gefast upp á þeim!!! Hvar læra þeir að keyra eiginlega??? það mætti halda að aðalmottóið þeirra sé að gefa í og bremsa.......gefa í og bremsa.....framunda en stoppistöð best að gefa vel í (hehehhehe heyrist í bílstjóranum) og svo sér hann að fólkið er að standa upp og svona og gefur aðeins meira í og svo SNAR stoppa þegar hann er liggur við komin fram hjá stoppistöðinni............ Verð að segja það að strætó í London var miklu eða er miklu betri!!!!!

En allavega merkis dagur í dag því minns ætlar að fara og kaupa sér eitt stk bíl kl 10.00. Þetta mun vera Skoda nokkur Fabia sem ég versla mér árg 2001 og er ekin 29000 samasem og ekkert og er dökkblár, svo hér eftir mun ég bruna um bæinn á honum Sjúmma (nafnið á kagganum).

Well best að fara að vinna aðeins svo ég hafi einhvern tíma til að kaupa bílinn.

seeja laiter Harps

þriðjudagur, mars 22

Eftir góða helgi........................

.........er maður alltaf frekar þreyttur.
.........er maður alltaf frekar mikið fátækari en maður var á föstudeginum.
.........er maður alltaf harð ákveðinn í því að drekka ALDREI aftur.
.........er maðut alltaf hissa á því sem maður er að muna eftir nokkrum dögum síðar...

Nei nei kannski alveg svona alvarlegt en skemmti mér mjög vel. Árshátíðin í vinnunni var á laugardagskvöldið og það vara bara jú nokkuð gaman. Gaman að sjá þetta fólk sem stjórnar íþróttahreyfingunni í landinu alveg á skallanum. hehehehehehhehe nefni engin nöfn hér........

Allaveg er komin með ávísun frá Lottó gæjanum að ég vinni næsta lotto þegar hann er fimmfaldur og búin að fá Forgjöf á allt golf í landinu hehehehhehe gaman að þessu.

En jeii Kata er semsagt að koma heim í maí þá verður kátt á Íslandi jei jei. Hei Kata hitti kareni um helgina á Celtic Cross sú er mynda óð!!!

Jæja vinna vinna og vinna alltaf jafn gaman að selja enska boltan, golf, U2 tónleika og allt bara gaman. Þið vitið hvert þið eigið að leita.

Fer norður á morgun svo þið þarna að Norðan undirbúið ykkur. Þó svo ég muni gera lítið annað en að vera með yndislega barninu mínu henni Stefaníu snúllu og svo kannski kaffihús á kvöldin þegar stelpan er sofnuð.

Kossar og sjáumst Harps

miðvikudagur, mars 16

Long time no see....................................

Jebbs the penguin er semsagt komin aftur upp á klaka og er ekkert smá ánægð hér!!!! Semsagt kom heim 2. mars, þann 3 fór ég í viðtal hjá ÍT ferðum og 4 mars byrjaði ég að vinna.
Ég mætti í fínu litlu íbúðina mína og þar var alltsaman og ekkert smá þægilegt að flytja inn þegar allt er komið í íbúðina.

Semsagt búin að vera á fullu að læra nýja hluti í nýju vinnunni minni og skoða húsgögn fyrir nýju sætu íbúðina. Eyddi t.d. rúmlega tveimur tímum í IKEA á laugardaginn og fór svo í gær að kaupa allt en kom heim með allt aðra hluti.
Keypti mér líka þennan flotta sófa sem er alveg eldrauður (hún mæja fell alveg inní umhverfið) og hvítan sætan sjónvarpsskáp. Semsagt allt að koma og nú má fólk fara að kíkja í heimsókn get boðið ykkur sæti!!!!!!!!!

Þannig að ef þið eruð að spá í að fara á enska boltan eða tónleikaferð þá er BEST að tala við mig! Orðin þessi líka góði sérfræðingur í þessu öllu!!!

Jæja ætla að fara að vinna
Heyrumst fljótt

P.S er með gamal símanúmerið mitt 867-:)