þriðjudagur, ágúst 30

Enn eitt brúðkaupið búið.........................

Já hún Kristín frænka tók það stóra skref að giftast honum Arnari sínum og vil ég þakka þeim æðislega fyrir mig, þetta var alveg frábært.

En annars þá var ég að lesa að Michael Owen er á leið til Newcastle svo nú er Newcastle mitt lið og það besta í deildinni. Þeir eiga eftir að rústa þessu í vetur með hann í framlínunni.

Allaveg þá er þetta minn maður (Mrs Harpa Hrönn Owen, sándar vel!!) Harper gæinn má sigla sinn sjó,,,,, hehehehhehehehehhehe

já svona er þetta það er ekkert að gerast nema fullt að gera í vinnunni svo maður neiðist til að fylgjast með boltanum og afleiðingarnar eru þær að maður fer að spjalla um boltan við hvern sem er............... Ekki gott.

Jæja got to go og selja miða á leiðinlega leiki eins og liverpool v. Man.UTD og Liverpool v. Chelsea nota bene uppselt í þetta allt.

En ég skal sko selja grimt á ferðir til Newcastle, ég ætla á leik með þeim í vetur.

kv the penguin in das skæ

miðvikudagur, ágúst 17

Halló halló halló

Já eins og sumir kannski taka eftir þá hef ég ákveðið að hætt að verða brjáluð og já líta bara á lífið með jákvæðni!! heheheheheh en ég verð samt að vera pínu pirruð við og við, því annars væri ég bara leiðinleg og ekki ég sjálf hehehehehhehehe.

en allaveg þá er ég komin aftur til borgarinn og bara ánægð með fríið mitt fyrir norðan. Heimsótti raufarhöfn sem var já ágæt lífsreynsla sem maður getur alveg sleppt ef þess þarf. chillaði chess mömmu og pabba og fór í eitt brúðkaup og allt alveg meiriháttar gaman.

but en vinnan hlóðst upp á meðan ég var í burtu og alveg mega mikið að gera svo ég verð að þjóta vi sesssss


Harps

fimmtudagur, ágúst 4

jæja jæja

Versló byrjaði rólega sat heima og horfði á Sideways og fékk þennan gríðarlega áhuga á vínum (eins og hann hafi ekki verið fyrir) og svo bara vinna lau og sunn og svo loksins fann ég vin til að skreppa með mér á djammið á sunn.kvöld og það var bara mjög gaman.

Stefnan verður tekin Norður um helgina og næstu viku, ætla í frí jeiii jeiii jeiii. Ak-city, Svalbó-city og rúben city verða staðir sem ég mun heimsækja.

En það er lítið að frétta nema ég er farin að finna fyrir því hvað strákarnir eru eitthvað tvístígandi þegar ég tala við þá og er að selja þeim ferð á boltan, greinilegt að ég er komin í heim kallanna og í stöðu sem KARLMAÐUR á að skipa hehehhehehehhehehhe ekkert smá gaman :)

Wells bið að heilsa í bili Harps le Penguinos