fimmtudagur, desember 21


jeiii jólin eru að koma, jólin eru að koma......

bara að vinna í einn dag í viðbót og svo er maður kominn í jólafrí :) vvvvíííííí en held að það stefni allt í það að ég verði með flensu og kvef öll jólin. Er núna að verða mjög slöpp með fullt nef af hori og þrísting í heilanum(kannski vegna þess ég er búin að pæla svo mikið hvað ég á að gefa "sambýliskonunni" í jólagjöf)... en vona að þessi veiki verði ekki að veruleika....

  • var að pæla; má ég hata einhvern þó ég þekki hann ekki persónuleg....???? þarf virkilega að hata þessa manneskju því þvílíkan dóna hef ég aldrei hitt... þó manneskjan sé með eitthvað posss eftirnafn þá þarf maður ekki að hegða sér eins og já veit ekki hvað......... og því spyr ég má ég hata hana þó ég þekki hana ekki persónulega?

Jæja jólin eru tími kærleiks og friðar svo við getum gleymt þessu hér að ofan :)

óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk æðislega fyrir frábært ár sem er að líða og vona að það nýja verði jafn skemmtilegt og viðburðaríkt.

luvs and hugs Harps le penguinos

miðvikudagur, desember 13

Hin ljúfa Liverpool.......

Var að koma heim frá höfuðborg tónlistarinnar og fótboltans Liverpool.... frábær ferð í alla staði þar sem mikið var drukkið, borðað og já horft pínu á fótbolta...
  • Laugardagurinn byrjaði á að ég hitti níu jakkafataklædda scotsers og við fengum okkur einn góðan drykk á barnum. svo var haldið upp á anfield þar sem við fórum í stúkuna okkar og borðuðum þar 5 rétta máltíð áður en leikurinn byrjaði kl. 15.00, minns var orðin pínu tippsí á þeirri stundu.... ennn hehehheh svo byrjaði þessi líka leiðinlegi leikur... hefði örugglega verið meira spennandi að horfa á Krikkett.....en það var óneytanlega þægilegt að sitja inni í hlíjunni á meðann hinn almenni jón skalf úr kulda fyrir framan okkur heheheh vorum komin svo á hótelið um 18.00.
  • sama kvöld var farið út að borða, já eftir 5 rétta máltið var samt farið út að borða og fórum við á einna af mest posss stöðum Liverpool "The Livingroom" æðislegur matur.. Gareth kom okkur á gestalista klúbbsins og fórum við þangað eftir nokkra Costmó.... en þegar inn var komið varð maður að vera á öðrum gesta lista til að komast inn á vip svæðið og Gareth kom okkur inn þar,,, og sá staður var ég meina það eins og kliptur úr Footballers wifes.... stelpurnar voru allar þannig,, leið eins og mestu sveita gellu ever eða the worst tailer trach eitthvað en eftir stutta stund voru stelpurnar út Girls Aloud komnar á staðinn og svo nokkrir Liverpool leikmenn... Peter Crouch, Steve Finnan, Jamie Carragher og Dirk Kuyt en ekki halda að ég þekki þessa gæja mér var bent á þetta..... ;) heheheheheheh
  • Sunnudagurinn fór mestur í þinku og svo horfa á Chelsea v. Arsenal og svo út að borða og djamma og skemmta sér....

jebbs semsagt ferðin fór í eta, drekka og vera kátur :) mjög gaman.... jæja gangi ykkur vel að undibúa jólin gæskurnar mínar.... veit þetta gengur ekkert hjá mér.....

miðvikudagur, desember 6

Stuttgart
Jebbss lagði af stað til Stuttgart síðasta fimmtudag, ástæðan var að fara í langþráð frí og auðvita hitta hana Maggí vinkonu sem býr þar ásamt syninum Hrafn Daða. Helgin var frábær í alla staði og skemmti ég mér mjög vel og hvíldist ágætlega :) Maggí söng á tónleikum á föst.kvöldið og svo fórum við út að borða með öllum hópnum, endaði þannig að við vorum 3 eftir ég, maggí og hrönn sem býr úti líka... ákváðum að kíkja aðeins í bæinn áður en við færum heim...aðeins varð að frekar löngum tíma enda komum við heim um 7.30 á lau.morgun..... en vá hvað við skemmtum okkur vel... Maggí var hrókur allra kvenna og laðaði að sér alla karlmenn á staðnum og ég og Hrönn fengum restina hehehhehe nei nei þetta var frábært. Að vísu lenti ég í því að einn 21 árs varð alveg heillaður... en kannski einum of ungur eða hvað finnst ykkur fæddur '86??? úfff mar ALLT of ungt..... En svo var kíkt í búðir og á jólamarkaðinn sem var æðislegt....
Svo er það bara Liverpool á föstudaginn fram á mánudag... er að fara á Liverpool v. Fullham með "köllunum" eitthvað boðsdæmi þar sem við munum vera í stúku og allt heila klabbið sem því fylgir... matur vín og horfa á leikinn úr upphitaðri stúku... heheheh verð ekki að deyja úr kulda með öllum hinum lágstéttar jónunum hehhehehe... nauðsynlegt að prufa þetta ekki satt ;)
Var að koma úr bíó.. var á Holiday og mæli alveg með henni ef þig langar að fara á virkilega góða STELPU MYND.... Jude Law er bara GORJUS....... úffff en sko er að fara til Bretlands og finn örugglega einn svoleiðis þar :) hehheheheh so wish me lukkkkk

miðvikudagur, nóvember 29

úPpPpPsSsSsssss verð að spíta í lófana....

Jebbs verð að klára allt í vinnunni í dag því ég er að fara til Stutgart á morgun að heimsækja góða vinkonu, hana Maggí :) úfff þetta verður snildar ferð..... ætlum að gera mest lítið.... kíkja á jólamarkað...versla eitthvað....borða góðan mat, drekka gott rauðvín og leika fínar frýr frá Íslandi.....

Fór norður síðustu helgi og var það frábær ferð... úfff hvað það er alltaf sssvvvoooo gott að komast til Akureyrar en samt fer ég allt of sjaldan...

Keypti mér nýtt rúm um daginn, bara gott rúm og það er alveg að gera góða hluti.... og svo skkúrat viku eftir að ég keypti rúmið auglýsti fyrirtækið að allir sem keyptu rúm fengju dún sæng og kodda í kaupbæti :( bara típískt.... en í gær fór ég þangað til að skipta á hlífðardýnunni sem var ekki alveg nógu góð að mínu mati og fékk nýja í staðin... sagði svo við þá á leiðinni út að þeir væru nú rosalegir að koma með svona tilboð viku eftir að ég keypti rúm frá þeim.... þeir alveg "já finnst þér það? æjjji þú ert svo sæt svo hérna jólapakki frá okkur" svo ég gekk út með nýja hlýfðardýnu, dúnsæng og dúnkodda :) frekar sátt við strákana núna :)

jæja klára að vinna og fara svo heim að pakka niður fyrir þýskalandsferðina mína :)
ble ble

fimmtudagur, nóvember 23

Upplýsingar sem þið þurfið fyrir helgina, helgin er sko að skella á.......

  • Nike Condoms : - Just do it
  • Ford Condoms : - The ride of your life
  • Sony Condoms : - Do not underestimate the power of Sony Condoms
  • Microsoft Condoms : - Where do you want to go today?
  • M&Ms Condoms : - Melt in your mouth, not in your hands
  • Coca-Cola Condoms : - The Real Thing
  • Duracell Condoms : - Goes on and on and on
  • Pringles Condoms : - Once you pop, you can't stop
  • Burger King Condoms : - Home of the whopper
  • Nokia Condoms : - Connecting People
  • Motorola Condoms : - What you never thought possible
  • Renault Condoms : - Size does matter !!
  • Energizer : - Never say never die
  • Diet Coke : - Just for the taste of it
  • Nýkaupasmokkar : - Ferskleikinn í fyrirrúmi
  • Sjóvá-Almennar smokkar : - Þú tryggir ekki eftirá
  • EJS smokkar : - Ávallt í fararbroddi
  • Ferðaskriftofu stúdenta smokkar : - Fer alveg með þig
  • SS smokkar : - Fremstir fyrir bragðið
  • Lækjarbrekkusmokkar : - Fyrir lífsins ljúfu stundir
  • Vífilfellssmokkar : - Alveg einstök tilfinning
  • Freyju Rís smokkar : - Átt þú vini?
  • 10-11 smokkar : - Þegar þér hentar
  • Moggasmokkar : - Kjarni málsins
  • Byko smokkar : - Byggir á breiddinni
  • Atlaskort smokkar : - Vopn í lífsbaráttunni
  • Jón Bakan smokkar : - Takt´ana heim.
  • Lambakjötsframleiðendasmokkar : - Lambakjöt á diskinn minn.
  • Hróa Hattar smokkar : - Hittir beint í mark.
  • Pizzabæjarsmokkar : - Verðað fá´ana.
  • HONDA smokkar : - Fyrst kem ég - svo bíllinn

gaman að þessu..... á bara eftir nokkrar gerðir ;) mmmooohhhhaaaa lo penguinos.....

þriðjudagur, nóvember 21

to be continued.....

jebbbsss er orðin alveg óstöðvandi svo halda áfram með sumarið sem leið........

Jebbs fór til Liverpool í Júlí og var það allt vegna vinnunnar... mjög skemmtileg ferð þar sem ég fylgdist með fullt af íslenskum krökkum keppa í fótbolta og skoðaði Liverpool frá toppi til tágar.. svona nánast.... frábær borg þar á ferð, það er meira til þarna en bara FC Liverpool og Anfield...

svo í ágúst var farið til Danmerkur og dróg ég Múttu með þangað og var það líka frábær ferð :) en aðal ástæðan voru Tónleikar með Madonnu vinkonu minnar í Horsens og það vill svo vel til að Valli frændi býr þar svo maður kíkti þar í kaffi og sá nýja fína húsið hans og fjölskýldunnar... og auðvita kom Inga Heiða og skellti sér á tónleikana... held hún sé að elta mig eitthvað. Hér kemur sýnishorn af dk... á enga mynd af tónleikunum þar sem bannað var að vera með myndavelar :( held þetta hafi verið í eina skiptið sem ég hafi hlustað á einhver fyrirmæli hvað ég má og hvað ekki........




Mútta á ströndinni held þetta sé í fysta skiptið sem hún fór á alvöru strönd og því var nauðsynlegt að prófa sjóinn... það var ekkert svaka hlýtt og þess vegna fórum við mæðgur ekki í bikíní og syntum......

meira seinna adios amigos......

mánudagur, nóvember 20




Vikan sem leið.....

gerðist nú ekki mikið en eitt stóð uppúr! ákvað á föstudag að nóg væri komið af gamla rúminu mínu og fór og keypti mér 1 stk rúm :) svaf bara vel um helgina fyrir utan aðfaranótt laugardags....fékk allt of marga timburmenn í heimsókn en hristi þá af mér eins og sannri kjarnakonu sæmir á einum degi...... wells svo vaknaði maður þetta hress á sunnmorgun kl. 8 nóta bene..... og kíkti út og vitir menn snjóskablar og ógeð sem beið manni þar... en þetta er samt frekar kósí :) svo snjórinn er komin í borg óttans......
En talandi um vikuna sem leið.... ætti ég ekki aðeins að stikla á því stór með sumarið sem leið og ég bloggaði ekkert....... hér koma nokkur sýnishorn úr þeim ferðalögum sem ég fór í :)
Fór til Barcelona í apríl með klikkað kúl gæja, sjá hér að ofan til vinstri ;)
Í maí fórum við gellurnar í Vogatungu til hinnar einu sönnuborgar í USA eða New York þar sem allt var prófað nema kannski djammið..... gerum það seinna......en við könnuðum Harlem og sjoppingið eins og sönnum kvennmönnum sæmir...... og auðvita heimsóttum við bestu vinkonu okkar hana Carry nokkra Bradshaw en því miður var hún ekki heima svo við hvíldum lúgin bein á tröppunum hennar (hér að ofan....) :) jæja meira seinna .... held að tölvan mín höndli ekki fleiri myndir í einu..... heyrumst....

fimmtudagur, nóvember 16

Ástæðan fyrir að ég byrjaði að blogga aftur.... fyrir utan frábærar undirtektir síðasta bloggs var þetta comment frá frænku minni henni Villu á bloggsíðu sistur minnar;

  • "Bíddu bíddu bíddu.... hver er að skjóta á hverja með blogg - leti!! Hmmm.... hver er ekki búin að skrifa á sitt blogg síðan 12. apríl??? Hmmmmm.... æi hver var það aftur!!?? :) "
  • Ég meina HALLO ég var bara í kvíld eða óákveðin hvort ég ætlaði að hætta þessu alveg eða ekki... heheheh en auðvita kveikti þetta í mér hummmmm læt ekki skjóta svona á mig.....

En allavega þá langaði mig að fjalla aðeins um Fréttablaðið og auglýsingar/tilkynningar.... ég er mesta morgunhægfaramanneskja í heimi.... þ.e. ég þarf allavega svona klst. á morgnanna fyrir sjálfan mig, fara í sturtu, morgunmatur, lesa fréttablaðið og blaðið (þegar þau koma heim til mín) og svo náttúrlega sparsla í sprungurnar (thanks god i don't have more people to think about) (úppppssss dagur íslenskrar tungu í dag.... best að vanda sig) og já allt þetta helsta..... Þannig þegar ég fæ blöðin les ég þau og stundum koma þessar skrýtnu auglýsingar eða tilkynningar eins og t.d mánudaginn 6. nóvember var afmælistilkynning fyrir einn 30 ára gæja þar sem hann tæki á móti gjöfum í foreldrahúsum hahhahahahah góður vina hópur þar á ferð og svo þessi sem mér fannst bara snilld......

  • Undir Tilkynningar og Tapað/Fundið;
  • Ástkær vinur okkar Elvar hefur tapað sér í sambandssýki, endilega látið okkur vita ef þið heyrið í honum?því við gerum það ekki!! kv Í.G.I + mynd af gæjanum.

Þetta fynnst mér bara góður húmor hahhahahahahahhaha ég meina kannast maður ekki við þetta??? Flest allir farnir á vit sambandsýkinnar og sjást mis mikið og mis mikið samband......sem er auðvita skiljanlegt..... :)

Jæja best að koma sér í vinnufýling ...... og gera greinar í nýja bæklinginn....

Eigið frábæran dag og helgi ef ég heyri ekkert í ykkur fyrir þann tíma...... harps

þriðjudagur, nóvember 14

Ákvað að athug hvort bloggeðlið væri enn innra með mér....... sjáum bara til.....en sem betur fer man talvan mín sign inn og leyniorðið ;)

allaveg þá hef ég komist að því afhverju ég er enn á lausu..... Nú fyrir okkur sem trúum á fyrri líf og líf eftir dauða og allt það rugl þá er kenning mín þessi;
  • í síðasta lífi kynntist ég manninum mínum þegar ég var 12 ára, áttum okkar fyrsta barn af 15 þegar ég var 15 ára og ég var semsagt gift og átti börn alla mína æfi enginn tími fyrir sjálfan mig... svo þegar ég var að ákveða hvað ég vildi gera í næsta lífi þá bað ég bara um eitt það er að vera laus og liðug og barnlaus sem allra lengst.....

Þetta er semsagt ástæðan..... hvað haldið þið?? allavega finn ég ekki eða veit ekki um betri ástæðu...

Varð einstæð móðir síðustu helgi og var það mjög skemmtilegt en verð að viðurkenna að það er alltaf þægilegt að skila barninu... mmmooohhhhaaaaa...

wells people hvað finnst ykkur á ég að halda áfram að blogga eða bara sleppa þessu??

Ferðaráð dagsins er að Helsinki er brilljant borg þar sem allt getur gerst :)

miðvikudagur, apríl 12

Já minns er kominn heim eftir helgarferðir til Barcelona og Manchester...... og ég bíð spennt eftir að geta lagst undir feld um páskana :) og safnað orku fyrir New York 24 maí til 2 júní.

Ferðirnar voru frábærar og allt gekk vel fyrir utan að það var aðeins messað við litla heilann minn ;) minns bara pínu hrifinn og hef ekki glóru hvað maður á að gera (kann ekki svona)......... But at least dont mix work and private life togeather........

Eitt gott quote fyrir páskana sem hann vinur minn Bob Geldof lét eftir sér í grein um helgina;

"How it works if you must know is that I do politics for my head, i do business for my pocket, i do music for my soul and I do my family for my heart".

Með þessum orðum óska ég ykkur gleðilegra páska........ le penguinos

laugardagur, mars 25

..... Nei nei minn er ekki dead :) heldur bara lélegasti bloggar í heimi ;)

Já það er sko allt að gerast hér hjá mér þessa dagana. Fullt að hópum sem eru að fara út til Spánar, Danmerkur, Englands og þannig fram eftir götunum og flest allir þurfa að breyta einhverju varðandi ferðina sína svo maður situr alls ekki auðum höndum hér. Þannig nóg að gera eins og alltaf og svo nátturulega fæ ég þann heiður að fara með strákana á Barcelona v. Real Madrid (og ætlar hann Birkir besti bró með í þá ferð) ohhh hvað það verður gaman hjá okkur sistkynunum í Barcelona. Svo helgina eftir það er ferðinni heitið til Manchester með annan hóp á Manchester v. Arsenal og ég veit þið strákar sem þekkið mig þið öfundið mig örugglega ekki!
Svo er það private lífið já ekkert að frétta þaðan þar sem ég geri ekkert annað en að vinna :)

Heyrumst síðar, Hola una servicea borfavor eða eitthvað þannig og svo jú una sangria borfavor... úff héld að eftir nokkur glös viti ég ekki hvort ég er að panta allt of lík orð ;)

Ciao le Penguinos

mánudagur, febrúar 27

Lélegasti blogger í heim hefur loksins loggað sig inn....... en örugglega ekki lengi......

jebbs vildi bara láta vita að ég er á lífi eða svona næstum. Það sem hefur aftrað reglulegu bloggi er að það er allt brjálað að gera í vinnunni og því lítill tími til að gera neitt annað en að vinna í vinnunni alveg ömurlegt ;) en svona er þetta víst. maður á að vinna þegar maður er í vinnunni, hehehehhehehe.

EN aðal fréttirnar í mínu lífi þessa dagana er að ég er að fara til New York þann 24. maí og kem ekki heim aftur fyrr en 2. júní, jjjjjeeeeeiiiii get ekki beðið eftir því að fara í fyrsta alminnilega fríið mitt yfir æfina. Ferðafélagi er hún Inga Heiða og ætlum við að gera allt þennan tíma sem við verðum út og við fáum líka bestu gistingu í heimi eða heima hjá honum Tonio :) úfff hvað þetta er spennandi jeiiiii jeiii jeiiii jeiiii .....

en vonast til að geta bloggað eitthvað á næstunni en ef ekki þá vona að þið sýnið mér e-pínu skilning :) Harps le penguin.

föstudagur, janúar 20

úffff ég verð að biðja ykkur afsökunnar á hve léleg ég hef verið að blogga en þetta er allt vegna þess.........
  • Klikkað mikið að gera í vinnunni sem er bara gaman :) en vonandi að ég fari að sjá augunum út :)

Annars allt fínasta fínt að frétta,

  • búin að missa 12 kg allt að koma....................
  • Er á leið til Manchester á morgun með 31 karlmann á leik Man UTD v. Liverpool
  • það er búið að sjá mér fyrir hjásvæfu allavega í kvöld :)
  • og sjúmmi brunar um frostnar snjóþaktar götur RVK eins og ekkert sé.... Besti bíll í heimi :)

Sjáumst og heyrumst síðar le penguinos.....

fimmtudagur, janúar 5

GlEðIlEgT NýTt Ár :)
Já loksins gefur maður sér tíma til að skrifa aðeins hér en það er aðeins til að óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegs nýs árs og takk fyrir allt gamalt og gott, árið hefði ekki verið svona frábært án ykkar :).
Jólin voru frábær í alla staði í faðmi fjölskyldunnar og lítið annað gert frá 24 des til 2 jan en að liggja fyrir á meltunni, lesa bók eða horfa á imbann, spila og heimsækja vini :) æðisleg jól. Svo fékk maður fullt af pökkum TAKK FYRIR MIG :)
got to go en heyrumst fljótlega le penguinos...........