föstudagur, júní 22

Air og Ísland v. Serbía - Jebbs nóg að gera þessa vikuna...
Á þriðjudagskvöldið örkuðu hinar 3 fræknu í tónlistarklúbbnum HIF (Harpa, Inga H og Fjóla) á AIR tónleikana og úfff hvað var gaman!! Þeir voru bara æði, eitt sem mér fannst að og það var að þeir spiluðu stutt, en þetta eru frakkar svo ekki má búast við of miklu af þessum greijum......
Miðvikudagurinn rann upp og hún María vinkona átti stór afmæli!! komst loksins í hinn eftirsótta klúbb að verða þrítug og lögiltur kvennmaður hahah til hamingju með dagin elsku besta María... og gangi þér vel út í London um helgina... eða break a leg!!
Fimmtudagskvöldið gerði ég eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og það var að fara á leik kvennalandliðsins í fótbolta, gegn Serbub! og verð ég að segja að þetta hafi verið hin mesta skemmtu enda endaði leikurinn 5 - 0 fyrir okkur :) þær voru virkilega góðar og spiluðu góðan bolta!!! ég meina ... mér leiddist meira á leik Liverpool v. Man Utd í fyrra en ég gerði í gærkvöldi.... ég verð bara að segja að mér finnst að kvennalandslið eiga að fá fjármagnið sem karlalandsliðið er að fá og öfugt!! Allavega er peningunum betur varið þannig, því ekkert geta þessir strákar í fótboltanum. Rökstuðningur minn í þessu máli er einfaldlega FIFA stirkleika listinn.... íslenska kvennalandsliðið er númer 21 í heiminum en íslenska karlalandsliðið eru númer 109!!! (fyrir ykkur sem ekki voruð viss)
Over and out le penguinos - wearing pink....

miðvikudagur, júní 20

Wells.... hvar á ég að byrja??
Byrjunin er alltaf góður staður svo reynum það... margt og mikið gerst síðan síðast, sem var kannski ekki mest uppörvandi póst.. en ég meina maður getur átt sína slæmu daga... sem rættist svo úr....
Fór til Liverpool helgina 18 til 21 maí með íþróttafélaginu Nes og var þetta ein af skemmtilegustu og bestu ferðunum sem ég hef farið í og þær eru nú orðnar frekar margar... Edda frænka kom með í ferðina sem sérvaldur aðstoðarmaður og lá mikil ábyrgð á hennar herðum, t.d. tryggja að töskunni minni yrði ekki stolið, koma henni upp á herbergi og strauja og taka allt til... og náttúrulega að halda geðheilsu minni í lagi... hún leysti þessi verkefni af miklum sóma :) takk fyrir góða ferð Edda!!
svo fór ég til Edinborgar núna um daginn og verð ég að segja að Edinborg er æðisleg borg!!! mæli eindregið með henni og þá aðalega til að fara og skoða og njóta lífsins... myndi ekki fara þangað til að versla... þá er betra að vera í Glasgow.. en eitt sem vert er að hafa í huga þá getur verið mjög varasamt að panta á barnum t.d. pantaði ég mér hvít víns glas og fékk stóran bjór!! eftir það fann ég mér vini og þeir sá um að panta og borga fyrir mig... enda góðir menn í Edinborg :)
svo fór ég loksins til AK síðustu helgi og var það yndislegt í alla staði. Hitti flest alla en hinir sem hlutu ekki þann heiður að hitta mig þá hittumst við síðar :)
Nonni eignaðist son 15. júní og vil ég óska honum enn og aftur til hamingju!!! Þér tókst það... :)
ætla að hætta í bili svo þið fáið ekki of mikið leið á mér og endilega commentið... le penguinos

föstudagur, júní 1

úfff ekki góð byrjun á Júní mánuði.... en er ekki sagt að fall er fararheill....???


over and out.....

miðvikudagur, maí 16

svona á ég víst að takast á við vandamálið, samkvæmt stjörnuspánni í dag.....

"Meyja: Sumir klifra Himalaya-fjöllin til að finna sjálfan sig. Aðrir skilja að hvert sem þeir fara, finna þeir sjálfan sig. Settu líkamann í nýjar stellingar, það opnar andann."
Bein þýðing.... klífa Himalaya-fjöllin, opna andann fyrir fersku fjallalofti og sitja öðruvísi heima og í vinnu og þá er vandamálið leyst.... svo gott að vera Meyja með allt á hreynu......
gaman að þessu..... le penguinos....

laugardagur, maí 12

Stjörnuspá.....

ótrúlegt hvað stjörnuspáin hittir stundum algerlega í mark......

Meyja: Þú átt við vandamál að stríða. Þetta eru frábærar fréttir, sérstaklega ef þú veist upp á hár hvert vandamálið er - flestir vita það ekki. Leystu það nú.
Eigið góða kosningar og Eurovision helgi.....
le penguinos....á leið að takast við málin...

fimmtudagur, maí 10

IKEA Móment......
Held það sé best að ég sleppi því yfir höfuð að fara í IKEA hér eftir!!!! Sorry Kata no more bílar og kjötbollur.... allavega þarsíðasta skipti þá lenti ég í vandræðilegasta mómenti lífs míns og svo núna síðast OMG...... ég og vinkonan héldum ekki vatni ..... sáum McDreamy/McSteemy (einn og sami maðurinn) Úfff hvað hann var gooorrrjjjuusssss...... vorum að deyja úr geljgju þarna inni og þvílíkt að plotta hvernig við ættum að ná athygli hans og ef vel heppnaðist að ég myndi bjóða honum á deit.... úffff þessi maður var bara guðdómlegur .... og svo spyr ég bara... er ekki dáltið mikið sexy að hávaxinn, ljóshærður (krullur) maður labbar rólega í gegnum ikea með hitt og þetta í körfunni sem allt er vandlega valið t.d lítil sæt glös með doppum (já ég kíkti í körfuna og rannsakaði hana hehehe).... jæja ekki tókst okkur að gera neitt ... bara gera okkur af fíflum.... og horfa á hann keyra í burtu úr lífi okkar á silfruðum bens... so anybody ef þið þekkið kauða....endilega látið mig vita....
Le Penguin.........

sunnudagur, maí 6

Það var ákveðið að skella sér á lífið á laugardagskvöldið og ver félagskapurinn ekki af verri endanum.... Takk fyrir kvöldið stelpur... skemmti mér mjög vel :)


Fór í klippingu á fimmtudaginn og fékk þá brilljant hugmynd að láta klippa á mig topp.... er ekki alveg að fíla þetta.... en hann síkkar þá bara........hvað finnst ykkur??


Mynd kvöldsins var þessi........



fimmtudagur, maí 3

ALLT AÐ GERAST.....
Vildi óska að ég væri ekki í Lions ... því þá mætti ég veðja og ég hefði unnið fullt af peningum í gærkvöldi á leiknum þar sem hann KAKA skoraði fyrsta markið og ég var búin að halda því fram í allan dag :) svo klár stelpan :)
En það er komið fullt af nýjum myndum - vinsamlegast finnið þær undir linknum myndir-photos hér til vinstri :) gaman gaman ....
jæja besta að fara að selja þessum poolerum miða á leikinn þar sem AC MILAN mun skeina þá...... mmmmoooohhhhhaaaaaaa

miðvikudagur, maí 2

Símtal dagsinns.......
ég veit ég á ekki að hlægja af eldra fólki en þessi var bestur....... hringdi semsagt í dag á skrifstofuna;
Hann; sæl þetta er hérna í Hveragerði.
ég; já blessaður....
Hann; veistu eru komnar einhverjar nýjar reglur í Botcia (hvernig sem þetta er skirfað).
ég; veistu ég bara veit það ekki...
Hann; já er það ekki hver helduru að viti þetta....
ég; ja ætli það sé ekki formenn botcia félagsins ef það er til hér á Íslandi..
Hann; já æjjji ég ætla að athuga hvort ég finn ekki eitthvað í símaskránni....Sæl og blessuð... lagði á...
ég meina gangi honum vel að finna þetta í símskránni ..... en flottur tappi... Veit einhver hvort það séu komnar nýjar reglur.... má rauða kúlan snerta þá bláu núna?? eða er brautin styttri/lengri?
jæja best að halda áfram hér í the madness of it all.... vinsælasti frasinn í dag er;
áttu miða á úrslitaleikinn í Aþenu? ég er eldheitur Liverpool aðdáandi og fer hvað sem það kostar.... já já elskan eins og er kostar þetta rétt um hálfa milljón! til í það? huuuu jaaa sko verð að hugsa það..... já gerðu það.......
le penguin pínu pirruð.... heheh

miðvikudagur, apríl 25

Nokkrar myndir frá Færeyjum á meðan ég finn út hvernig ég á að búa til myndaalbúm...
Fyrstu myndirnar eru uppáhalds frá Færeyjum svo eru það .....




......Davíðinn nr 1 :)....






þriðjudagur, apríl 24

Akureyri, Raufarhöfn og Thórshöfn Færeyjum sótt heim í Apríl....

Jebbs búið að vera pínu mikið að gera þennan mánuðinni. En ég komst norður um páskan sem var bara æðislegt. Fór alla leið á Raufarhöfn sem er náttúrulega draumaparadís Íslands "svona næstum" en jú æðislegt að koma og vera með stelpunum mínum. Fór svo meiraðsegja á balla á Rúben. Svo var það bara að bruna aftur "vestur" á Akureyri eyða einum degi þar áður en maður brunaði aftu í borg óttans.... Mjög góðir páskar .....

Fór svo til Thorshafnar í Færeyjum um helgina og var það alveg frábær helgi. Fór þangað á ferðaráðstefnu... en það var ákveðið á leiðinni yfir hafið (af mér og Davíð) að annaðhvort yrði skemmtilegt eða leiðinlegt! Auðvita var fyrri kosturinn fyrir valinu og það var helt í sig á klst ... og ég og Davíð (maðurinn minn í Færeyjum) ultum útúr velinni... og svo bara hélt helgin áfram þannig... með mjög litlum svefni og kannski einum of mörgum Föreyjar Bjór og Ákavíti. Þema helgarinnar var nafnið Davíð þar sem ég hitti og kynntist bara drengjum sem heita Davíð, David eða Davide svo þetta var mjög einfalt fyrir mig... svo næsta helgi verður það örugglega Jón, john og jonh...
Myndir koma svo fljótlega.....

kv The Penguin

mánudagur, mars 26

Menningarlega Harpan.....
Já skellti mér í Óperuna í gærkvöldi EIN.... uppgvötvaði að það var bara mjög gaman að fara einn.... en auðvita örugglega skemmtilegra að vera með einhverjum....skemmtilegum, sætum já bara nkl eins og hann Jói minn... .úfff lofaði sjálfri mér að tala ekki um hannn aftur. .... heheh en allavega þá fór ég Óperustúdíóið til að sjá Systur Angelicu og Gianni Schicchi eftir Puccini...
Allaveg í Systur Angelicu þá leika í því verki 3 vinkonur eða þær María, Lára og Maggí :) og omg þær eru allar svo æðislegar í þessu verki... Þetta var þvílík upplifun og ætla ég aftur á Fimmtudaginn... :) ég er að segja ykkur að ég grét í endinum á Systur Angelicu, MARÍA þú ert stórfengleg/stórkostleg í þessu verki, MAGGÍ þú ert æðisleg í hlutverkinu þínu :) og lára þú varst alveg sætust og sá ég eina hlið á þér í fyrsta skiptið sem var alveg æðisleg...
Já ég mæli með þessu og nota bene það er bara sýning á þriðjudag og fimmtudag kl. 20.00 eftir svo allir að drífa sig....
Úfff ég var svo stolt af þessum frábæru og hæfileikaríku vinkonum í gær :) elska ykkur allar og þið eruð allar D'IFURnar mínar. ..... luvs harps

fimmtudagur, mars 22

Það sem er að gerast hjá mér þessa dagana.......

sjá inn á síðunni hennar Ingu Heiðu VINKONU ÁRSINS til allaveg ársins 2110..... linkurinn er hér til vinstri "The Gell" lesið fyrst færsluna um Mannrækt og svo Vinkona ársins :)

kv harpan í karabískahafinu með honum jóaaaa....

þriðjudagur, mars 13

Sælir og blessaðir mínu kæru samferðarmenn....

var þetta kannski einum of formlegt??? heheheh
wells það er sosum ekkert að frétta, bara mikið að gera og þegar maður kemur heim úr vinnunni þá vil ég helst ekki kveikja á tölvunni ... eða hvað þá að hringja en ég elska þegar það er hringt í mig .... frekar skrítið en ég er bara svoooo ekki góð að taka upp tólið og hringja svo ég vona að þið fyrirgefið mér... þetta þýðir ekki að ég hugsa ekki til ykkar.....
Wells fór til London 2-5 mars og var það mjög fín ferð... Fjóla kom með og við fórum í "vinnuferð" að skoða hótel og auðvita fara á leik... kannski í þessari ferð var farið í fleiri búðir en hversu mörg hótel voru skoðuð..... en leikurinn var ágætur en ekkert mega góður..... Fór svo og hitti Önnu sem vann með mér á discover og var það frábært að hitta hana og sjá drengina hennar :) takk fyrir mig Anna og Darren.
Svo er komið öruggt á planið;
  • 18 - 21 maí til Liverpool .....
  • 5-10 Júní til edinborgar bara spennandi og gaman :)

Ætla að skella mér í leikhús á laugardaginn með nágrannanum og sjá ÁST hlakka mikið til, langar mikið til að fara á Bar Par einhver sem vill koma memm?

Endilega kvittið fyrir ykkur og hlakka til að sjá sem flesta sem fyrst.... knús penguins

sunnudagur, febrúar 18

Allt að gerast......
...eða þannig. úfff þetta ár 2007 hefur ákveðið að fljúga fram hjá... finnst eins og ég hafi bloggað í gær en það er aðeins lengra síðan!
En allavega þá eru ferðalögin sem eru komin á dagatalið hjá mér eftirfarandi;
  • 2-5 mars London - Arsenal v. Reading hlakka bara til að sjá hann Henry le bababú....
  • maí - Alicante - La Manga (spa resort með meiru)
  • Júlí - Köben - verð á Tivoli Cup - fótboltamót fyrir yngri flokka..
  • svo var það Road trippið - júlí/ágúst eða ágúst/sept.... verð að geyma skipulaginunguna aðeins lengur þar sem ég held ég komist ekki í júlí/ágúst ferðina og ég veit ekki hvað Sigga og Edda geta?
  • Kúba í November.... frí :)

Já já alltaf að ferðast og gera eitthvað ekki leiðinlegt en trúið mér þetta getur stundum verið erfitt og leiðinlegt.... En maður verður að njóta augnabliksins.

Vikan sem leið þá mætti draumurinn minn til Landsins a.k.a Jude Law er að hugsa um að horfa núna á Alfie til heiðurs hans og veru hans hér... skil samt ekki eitt... hann fór í Laugardalslaugina og á skauta í Laugardalnum en kíkti ekki í heimsókn til mín???? ég meina ég er þarna mitt á milli þessa tveggja staða svo hann ætti nú að hafa getað kíkt... but wells bara næst...

Svo kom uppáhaldið mitt frá því í Eurovison 2006 og hann var að spila með Palla á Nasa í gær en ég fór ekki ...... skít mig ef ég frétti að Jude hafi verið á Nasa líka í gær og ég hafi ekki farið þar sem VINIR mínur voru ekki að nenna að fara....... eða ég fann engan sem hafði tíma :(

jæja hætt að kvarta og farin að horfa á Alfie.....

miðvikudagur, febrúar 7

Símenntun....

Jebbs fannst kominn tími til að fara á skólabekkinn aftur og skráði mig á 2 námskeið í HR sem heita Rekstur fyrirtækja og fjármál fyrirtækja sjá nánar hér; http://hr.is/?PageID=449
Já var orðin eitthvað leið að vera ekki í skóla og svo er ég náttúrulega að undirbúa það þegar ég tek við rekstrinum á þessari fínu búllu og bossinn fer að spila Golf á Spáni.....
Hélt náttúrulega að ég myndi ekki þekkja neinn en Harpan er fræg eða þekkir allataf einhvern einhverstaðar eins og sumir vita... en við erum 11 á þessu námskeiði og ég þekkti 2 herramenn eða kannski réttast kannast við annan og hinn fyrverandi fyllerísfélagi úr tveimur fótboltaferðum þannig við höfum nóg að pískra um hehehehhehe.... en nei nei maður pískrar ekki við erum fullorðin í fullorðins skóla eitthvað annað en HA með Kötu skötu heheheh those were the times.... finnst samt alveg vanta hana eða Nonnsan.... spurning hvort þið komið ekki bara suður á þessi námskeið.... ???? hummmmm
Svo var náttúlega planið að ná í eiginmanninn á þessu námskeiði....... sjáum hvernig það gengur....held það sé dauðadæmt nú þegar....... vonandi að einhverjir álitlegir gæjar verða í Fjármál Fyrirtækja........
Wells verð að vinna hehehe ef ég ætla einhvertíman að taka hér við ..... Le penguinos

P.s USA ROAD AND SHOpping spree áætluð dagsetning 21-5 ágúst :)

miðvikudagur, janúar 31

Road trip / shoping spree 2007
Já er að reyna að plana sumarfríið eða hluta af því... svo hugmyndin er road trip 2007 í USA og er að safna góðu liði í ferðina.
var að pæla að þetta byrji í Minneapolis í Mal of America - shopping í 2 daga svo það verði búið og allir dressaðir í anda USA... við munum ekki líta öðruvísi út en allir hinir - Old Navy, Victoria og fleiri verða með þá í ferðalaginu.... svo er hugmyndin að keyra til Boltimor eða Boston og fljúga heim þaðan eftir ca. 10 daga. það sem hægt er að sækja heim á þessari leið er t.d.
  • Chicago...
  • Detroit....
  • the grate lakes (sól, sandur og fjör)
  • Niagara Falls
  • Ef flogið heim frá Baltimore - Washington D.C.
  • Ef flogið frá Boston - New York og Boston...
  • og alls konar B&B's, SPA hotel og litla smábæi í USA.
  • Mix af hrárri gistingu og lúxsus...
  • finna eitthvað nýtt á hverjum degi....
  • prófa eitthvað nýtt á hverjum degi....
  • og hafa þetta sem ódýrast (þess vegna ódýr gisting til að eiga fyrir lúxsusinum)....

Svo hver er memmm og hver er til í að plana með :) let me know......

Ef einhver hefur betri hugmynd endilega komið með hana :)

laugardagur, janúar 27

Vandræðalegasta móment 2006.....
Já ákvað að hugsa aðeins yfir árið 2006 og velja vandræðilegasta móment ársins. Sumir fara í að skrifa einhvern annál en úfff mar nenni því so ekki..... dddaaaa...
Allavega mómentið var þegar ég ákvað loksins að fara með saumavélina mína í viðgerð. Hún var búin að vera biluð í marga mánuði.. var sko að sauma á fullu þegar hún bara allt í einu stoppaði og vildi ekki gera neitt meira fyrir sauma meistarann.... Wells einn góðan veðurdag fer gellan sko ég með saumavélina (svélin)í Phaff til að láta þá segja mér hvað eða hvert ég ætti að fara með hana. Ég labba inn (er sko klikkuð gella þennan dag (íminningunni)) og set svélina á afgreiðsluborðið og segji stráknum við afgreiðsluborðið alla sólarsöguna og hann kinkar kolli og fer eitthvað bakvið og nær þar í félaga sinn sem er btw greinilega mesti svéla gúrú... og svo koma tveir aðrir tappar til viðbótar til að fylgjast með þessu. ÚFFF ég var farin að svitna að þarna stóð ég fyrir framan svélina og 3 tappar sem fylgdust með og 1 sem fór í það verkefni að kanna svélina og ath hvað var að, hugsaði með mér að það væri eins gott að hún væri virkilega biluð þessi vél. En jæja aðaltappinn setur svélina í samband, tekur tvinnann og afþræðir vélina og þræðir hana svo upp á nýtt (segji ykkur hann var mjög fljótur að þessu) well svo lítur hann á hina tappana og réttir út hendina og vitir menn þeir voru ekki lengi að láta hann hafa efnisbút... úfff þarna var ég farin að krossa fingurnar því í raun mundi ég ekkert hvað var að vélinni því það var svo langt síðan.. jæja aðaltappinn setur efnið undir sfótinn og ýtir á fótinn sem knýgur vélina áfram... og já saumavélin saumaði eins og ketlingur eða gull ... á þessu augnabliki varð ég rauð í framan og óska þess svo heitt og innilega að geta eitt af þessum 3-ur hlutum;
  1. Bímað mig bara í burtu (með saumavélina auðavita)
  2. Stoppað tímann og hlaupið í burtu (með saumavélina auðvita).
  3. eða bara látið jörðina éta mig .....

en nei ekkert af þessu 3 gerðist eða ég hafði hæfileika til að gera ... heldur þurfti ég að skammast mín klikkað mikið á meðan hann fullvissaði mig og félagana að ekkert væri að svélinni. og svo varð ég bara að labba út eins og sönn gella og ekkert hafði ískorist....

úff fhvað ég skammaðist mín þarna..... þetta var alveg vandræðilegasta augnablik 2006.

miðvikudagur, janúar 24

Já er ekki gaman af þessum handbolta..... :) strákarnir "okkar" að standa sig þarna í landi bjórsins.....

En ekkert sérstakt að gerast hér á suðurlandinu fyrir utan að allur snjórinn er næstum farinn og held í fyrsta skiptið í langan tíma sem ég virkilega sakna snjósins.... skrýtið hvað maður breytist stundum...
Fór á Babel á sunn.kvöldið og mæli alveg með henni en ath hún er öðruvísi þ.e hæg en mjög áhryfarík.
allt dótið sem ég keypti um daginn virkar líka þetta fínt og ég elska nýju vekjarklukkuna mína þar sem ég sofna útfrá yndislegri tónlist og vakna við hana :) lovely líf hér :)

Held þetta sé allt í bili svo seeja later mate

þriðjudagur, janúar 16

Nú er hann Poddi Nanns minn ánægður......
Poddi Nanns er semsagt Ipod nano sem ég fékk í jólagjöf frá bestu sistkynum og mágkonu í heimi í jólagjöf..... :) jeiii ekkert smá ánægð með það, því nú get ég ferðast og hlustað á góða tónlist á sama tíma :)
Allavega í dag barst mér sér sending frá US of A, Ted Baker leður taska handa Podda Nanns svo núna er honum alltaf hlítt, The ultimate book for my Ipod svo núna get ég allt og þarf ekki að hafa áhyggjur af að gera neitt vitlaust og það flottasta IHome6 vekjaraklukku og hátalara fyrir Podda Nanns... sem þýðir að ég get alltaf hlustað á tónlistina heima hjá mér í góðum gæðum, sofnað útfrá Podda nanns, vaknað við hann og bara endalausir möguleikar með þessari græju... Allavega þá er ég núna vel tæknivædd fyrir Podda Nanns!
Sjáumst hress :)

mánudagur, janúar 15

Pæling dagsins......
"Varað við grýlukertum á höfuðborgarsvæði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Segir lögreglan, að nokkur hætta geti stafað af grýlukertunum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát."
Hvernig á maður að sýna aðgát þegar grílukerti á í hlut??
  • á maður að horfa upp þegar maður labbar um gangstéttir borgarinnar? og eiga þá í hættu að labba á næsta vegfarandi sem er einmitt að gera það sama eða ganga á næsta ljósastaur?
  • á maður að læðast um og ekki segja orð því maður á að sína aðgát....gæti hrætt grílukertin ef það er of mikill hávaði..... hver veit
  • eða bara ekkert að vera úti á labbbinu við hús borgarinnar á meðan það er snjór?

Skil ekki alveg þessa aðvörun........ hvað haldið þið.....?

miðvikudagur, janúar 10

jólin eru liðin og nýtt ár hafið.... GLeðilegt NÝtt ár hálsar takk fyrir allt gamalt og gott og allt sem á eftir að gerast á þessu sérdeilis príðis nýja ári :)

En byrjum árið á Mottóinu fyrir árið 2007..........................

  • Lífið á ekki að vera rólyndis rölt að grafarbakkanum með það að markmiði að komast örugg á áfangastað í huggulegum og vel varðveittum líkama. Miklu heldur á það að vera blússandi gleðibuna og ískrandi yndisflug með súkkulaði í annarri og vínglas í hinni í fullnýttum og gatslitnum skrokki öskrandi… Fjárans fjör sem þetta er!

hasta la vista babý :)