miðvikudagur, janúar 31

Road trip / shoping spree 2007
Já er að reyna að plana sumarfríið eða hluta af því... svo hugmyndin er road trip 2007 í USA og er að safna góðu liði í ferðina.
var að pæla að þetta byrji í Minneapolis í Mal of America - shopping í 2 daga svo það verði búið og allir dressaðir í anda USA... við munum ekki líta öðruvísi út en allir hinir - Old Navy, Victoria og fleiri verða með þá í ferðalaginu.... svo er hugmyndin að keyra til Boltimor eða Boston og fljúga heim þaðan eftir ca. 10 daga. það sem hægt er að sækja heim á þessari leið er t.d.
  • Chicago...
  • Detroit....
  • the grate lakes (sól, sandur og fjör)
  • Niagara Falls
  • Ef flogið heim frá Baltimore - Washington D.C.
  • Ef flogið frá Boston - New York og Boston...
  • og alls konar B&B's, SPA hotel og litla smábæi í USA.
  • Mix af hrárri gistingu og lúxsus...
  • finna eitthvað nýtt á hverjum degi....
  • prófa eitthvað nýtt á hverjum degi....
  • og hafa þetta sem ódýrast (þess vegna ódýr gisting til að eiga fyrir lúxsusinum)....

Svo hver er memmm og hver er til í að plana með :) let me know......

Ef einhver hefur betri hugmynd endilega komið með hana :)

laugardagur, janúar 27

Vandræðalegasta móment 2006.....
Já ákvað að hugsa aðeins yfir árið 2006 og velja vandræðilegasta móment ársins. Sumir fara í að skrifa einhvern annál en úfff mar nenni því so ekki..... dddaaaa...
Allavega mómentið var þegar ég ákvað loksins að fara með saumavélina mína í viðgerð. Hún var búin að vera biluð í marga mánuði.. var sko að sauma á fullu þegar hún bara allt í einu stoppaði og vildi ekki gera neitt meira fyrir sauma meistarann.... Wells einn góðan veðurdag fer gellan sko ég með saumavélina (svélin)í Phaff til að láta þá segja mér hvað eða hvert ég ætti að fara með hana. Ég labba inn (er sko klikkuð gella þennan dag (íminningunni)) og set svélina á afgreiðsluborðið og segji stráknum við afgreiðsluborðið alla sólarsöguna og hann kinkar kolli og fer eitthvað bakvið og nær þar í félaga sinn sem er btw greinilega mesti svéla gúrú... og svo koma tveir aðrir tappar til viðbótar til að fylgjast með þessu. ÚFFF ég var farin að svitna að þarna stóð ég fyrir framan svélina og 3 tappar sem fylgdust með og 1 sem fór í það verkefni að kanna svélina og ath hvað var að, hugsaði með mér að það væri eins gott að hún væri virkilega biluð þessi vél. En jæja aðaltappinn setur svélina í samband, tekur tvinnann og afþræðir vélina og þræðir hana svo upp á nýtt (segji ykkur hann var mjög fljótur að þessu) well svo lítur hann á hina tappana og réttir út hendina og vitir menn þeir voru ekki lengi að láta hann hafa efnisbút... úfff þarna var ég farin að krossa fingurnar því í raun mundi ég ekkert hvað var að vélinni því það var svo langt síðan.. jæja aðaltappinn setur efnið undir sfótinn og ýtir á fótinn sem knýgur vélina áfram... og já saumavélin saumaði eins og ketlingur eða gull ... á þessu augnabliki varð ég rauð í framan og óska þess svo heitt og innilega að geta eitt af þessum 3-ur hlutum;
  1. Bímað mig bara í burtu (með saumavélina auðavita)
  2. Stoppað tímann og hlaupið í burtu (með saumavélina auðvita).
  3. eða bara látið jörðina éta mig .....

en nei ekkert af þessu 3 gerðist eða ég hafði hæfileika til að gera ... heldur þurfti ég að skammast mín klikkað mikið á meðan hann fullvissaði mig og félagana að ekkert væri að svélinni. og svo varð ég bara að labba út eins og sönn gella og ekkert hafði ískorist....

úff fhvað ég skammaðist mín þarna..... þetta var alveg vandræðilegasta augnablik 2006.

miðvikudagur, janúar 24

Já er ekki gaman af þessum handbolta..... :) strákarnir "okkar" að standa sig þarna í landi bjórsins.....

En ekkert sérstakt að gerast hér á suðurlandinu fyrir utan að allur snjórinn er næstum farinn og held í fyrsta skiptið í langan tíma sem ég virkilega sakna snjósins.... skrýtið hvað maður breytist stundum...
Fór á Babel á sunn.kvöldið og mæli alveg með henni en ath hún er öðruvísi þ.e hæg en mjög áhryfarík.
allt dótið sem ég keypti um daginn virkar líka þetta fínt og ég elska nýju vekjarklukkuna mína þar sem ég sofna útfrá yndislegri tónlist og vakna við hana :) lovely líf hér :)

Held þetta sé allt í bili svo seeja later mate

þriðjudagur, janúar 16

Nú er hann Poddi Nanns minn ánægður......
Poddi Nanns er semsagt Ipod nano sem ég fékk í jólagjöf frá bestu sistkynum og mágkonu í heimi í jólagjöf..... :) jeiii ekkert smá ánægð með það, því nú get ég ferðast og hlustað á góða tónlist á sama tíma :)
Allavega í dag barst mér sér sending frá US of A, Ted Baker leður taska handa Podda Nanns svo núna er honum alltaf hlítt, The ultimate book for my Ipod svo núna get ég allt og þarf ekki að hafa áhyggjur af að gera neitt vitlaust og það flottasta IHome6 vekjaraklukku og hátalara fyrir Podda Nanns... sem þýðir að ég get alltaf hlustað á tónlistina heima hjá mér í góðum gæðum, sofnað útfrá Podda nanns, vaknað við hann og bara endalausir möguleikar með þessari græju... Allavega þá er ég núna vel tæknivædd fyrir Podda Nanns!
Sjáumst hress :)

mánudagur, janúar 15

Pæling dagsins......
"Varað við grýlukertum á höfuðborgarsvæði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau eru víða að finna þessa dagana. Segir lögreglan, að nokkur hætta geti stafað af grýlukertunum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát."
Hvernig á maður að sýna aðgát þegar grílukerti á í hlut??
  • á maður að horfa upp þegar maður labbar um gangstéttir borgarinnar? og eiga þá í hættu að labba á næsta vegfarandi sem er einmitt að gera það sama eða ganga á næsta ljósastaur?
  • á maður að læðast um og ekki segja orð því maður á að sína aðgát....gæti hrætt grílukertin ef það er of mikill hávaði..... hver veit
  • eða bara ekkert að vera úti á labbbinu við hús borgarinnar á meðan það er snjór?

Skil ekki alveg þessa aðvörun........ hvað haldið þið.....?

miðvikudagur, janúar 10

jólin eru liðin og nýtt ár hafið.... GLeðilegt NÝtt ár hálsar takk fyrir allt gamalt og gott og allt sem á eftir að gerast á þessu sérdeilis príðis nýja ári :)

En byrjum árið á Mottóinu fyrir árið 2007..........................

  • Lífið á ekki að vera rólyndis rölt að grafarbakkanum með það að markmiði að komast örugg á áfangastað í huggulegum og vel varðveittum líkama. Miklu heldur á það að vera blússandi gleðibuna og ískrandi yndisflug með súkkulaði í annarri og vínglas í hinni í fullnýttum og gatslitnum skrokki öskrandi… Fjárans fjör sem þetta er!

hasta la vista babý :)