sunnudagur, febrúar 18

Allt að gerast......
...eða þannig. úfff þetta ár 2007 hefur ákveðið að fljúga fram hjá... finnst eins og ég hafi bloggað í gær en það er aðeins lengra síðan!
En allavega þá eru ferðalögin sem eru komin á dagatalið hjá mér eftirfarandi;
  • 2-5 mars London - Arsenal v. Reading hlakka bara til að sjá hann Henry le bababú....
  • maí - Alicante - La Manga (spa resort með meiru)
  • Júlí - Köben - verð á Tivoli Cup - fótboltamót fyrir yngri flokka..
  • svo var það Road trippið - júlí/ágúst eða ágúst/sept.... verð að geyma skipulaginunguna aðeins lengur þar sem ég held ég komist ekki í júlí/ágúst ferðina og ég veit ekki hvað Sigga og Edda geta?
  • Kúba í November.... frí :)

Já já alltaf að ferðast og gera eitthvað ekki leiðinlegt en trúið mér þetta getur stundum verið erfitt og leiðinlegt.... En maður verður að njóta augnabliksins.

Vikan sem leið þá mætti draumurinn minn til Landsins a.k.a Jude Law er að hugsa um að horfa núna á Alfie til heiðurs hans og veru hans hér... skil samt ekki eitt... hann fór í Laugardalslaugina og á skauta í Laugardalnum en kíkti ekki í heimsókn til mín???? ég meina ég er þarna mitt á milli þessa tveggja staða svo hann ætti nú að hafa getað kíkt... but wells bara næst...

Svo kom uppáhaldið mitt frá því í Eurovison 2006 og hann var að spila með Palla á Nasa í gær en ég fór ekki ...... skít mig ef ég frétti að Jude hafi verið á Nasa líka í gær og ég hafi ekki farið þar sem VINIR mínur voru ekki að nenna að fara....... eða ég fann engan sem hafði tíma :(

jæja hætt að kvarta og farin að horfa á Alfie.....

miðvikudagur, febrúar 7

Símenntun....

Jebbs fannst kominn tími til að fara á skólabekkinn aftur og skráði mig á 2 námskeið í HR sem heita Rekstur fyrirtækja og fjármál fyrirtækja sjá nánar hér; http://hr.is/?PageID=449
Já var orðin eitthvað leið að vera ekki í skóla og svo er ég náttúrulega að undirbúa það þegar ég tek við rekstrinum á þessari fínu búllu og bossinn fer að spila Golf á Spáni.....
Hélt náttúrulega að ég myndi ekki þekkja neinn en Harpan er fræg eða þekkir allataf einhvern einhverstaðar eins og sumir vita... en við erum 11 á þessu námskeiði og ég þekkti 2 herramenn eða kannski réttast kannast við annan og hinn fyrverandi fyllerísfélagi úr tveimur fótboltaferðum þannig við höfum nóg að pískra um hehehehhehe.... en nei nei maður pískrar ekki við erum fullorðin í fullorðins skóla eitthvað annað en HA með Kötu skötu heheheh those were the times.... finnst samt alveg vanta hana eða Nonnsan.... spurning hvort þið komið ekki bara suður á þessi námskeið.... ???? hummmmm
Svo var náttúlega planið að ná í eiginmanninn á þessu námskeiði....... sjáum hvernig það gengur....held það sé dauðadæmt nú þegar....... vonandi að einhverjir álitlegir gæjar verða í Fjármál Fyrirtækja........
Wells verð að vinna hehehe ef ég ætla einhvertíman að taka hér við ..... Le penguinos

P.s USA ROAD AND SHOpping spree áætluð dagsetning 21-5 ágúst :)