þriðjudagur, janúar 22

......og í fréttum er þetta helst...

  • Ákvað að flytja úr Kópavoginum í Mosfellsbæ og mun það gerast í kringum 1. apríl... jeiiii ejiiiii hlakka svvvoooo mikið til....
  • Er komin á forgangslista á Lundinum og vonast til að komast í prógramm núna í febrúar.
  • Vallbjörn frændi fékk vinnu á arkitektúra stofu eða var þetta kannski snyrtistofa hummm "note to self...find out what Vallis is up to....heheh en elsku frændi innilega ....Til Hamingju :) Hann er semsagt útskrifaður Constructing Architect!!!!
  • Er farin að hugsa hvernig hús ég ætla að láta kallinn teikna og byggja handa mér... preper your self my bestest vallibear.....
  • Veit ekki hvað ég á að gera þegar ég verð flutt og ekkert tilraunaeldhús sem bíður mín... Spurning að lokka konuna upp í Mosó stökum sinnum....
  • Vinna, vinna, vinna og meiri vinna...
  • Já og búin að missa 7.7kg :)

asta la vista until next time...

mánudagur, janúar 21

jæja jæja jæja eða allora allora allora.....

fæ væntanlega að vita á morgun hvenær ég kemst inn á Reykjalund og við skulum vona að það sé fyrr en seinna...

Býst við að flytja mig um set.... 1. apríl úr Kópavoginum þar sem "gott er að búa" og í sveita sæluna í Mosfellsbæ... Þetta er eiginlega bara draumur í dós íbúð og ég held bara að ég sé að gerast fullorðin með þessari ákvörðun :)

set inn fréttir á morgun...

harps

sunnudagur, janúar 13

Jólin 2007


Unglingarnir og prinsessan...




Þau gömlu og prinsessan...

Þetta voru alveg yndisleg jól þrátt fyrir að vera í fyrsta skiptið á ævinni á Svalbarðseyri og ekki í Bergi. Það var borðað, sofið og tímanum varið með fjölskyldunni :). ég fékk að sofa undir eldhúsborðinu og verja húsið fyrir innbrotsþjófum, en sem betur fer komu þeir ekki og ég fékk að skríða upp í lausar holur og klára góðan svefn...

Vikan gekk ágætlega, en næsta vika mun ganga enn betur... helsta atriðið sem ég þarf að bæta er ræktin... þar sem ég fór bara 3x þessa vikuna.....mataræðið var fínt nema í gærkvöldi - djamm og í dag... Inga Heiða var með 2 kaffiboð og mér boðið í bæði þar sem endalaust af góðum veitingum og svo var afgangur hér hjá mér... en ég er í dag mikið meira meðvitaðri um það sem ég er að borða og já allt það...

Heyrumst síðar og enn og aftur endilega kvittið....

...ciao le mie cari amici, baci et abraci Harpetta

fimmtudagur, janúar 10

Takk allir fyrir stuðninginn, eins og ég sagði er alltaf gaman að fá kvitt....
Stjörnuspánin ógurlega fyrir meyjuna árið 2008!
Miklar breytingar virðast í vændum. Karmaskuldir verða gerðar upp. Meyjan verður í hæstu hæðum og dýpstu öldudölum á næstu tveimur árunum og allt sem gerist þá leggur grunninn að lífi hennar eftirleiðis. Á næstunni þarftu að einbeita þér af alvöru að því sem virkilega skiptir þig máli. Sjálfsagi Meyjunnar, ábyrgðarkennd og iðni munu koma henni að góðum notum. Hún lærir að forgangsraða og á að einbeita sér að áformum sínum og glíma við alvarleg málefni. Nú er ekki rétti tíminn til að bíða.
Persónulegar breytingar byrja að eiga sér stað í febrúar og ná hámarki síðsumars er meyjan setur líf sitt undir smásjá og gerir áætlanir fyrir framtíðina.
Alvarleikinn verður þó ekki allsráðandi. Ný tækifæri, sköpun, rómantík og fjör í einkalífinu verður til staðar. Janúar, september og nóvember eru besti tíminn til þess að byrja á einhverju nýju. Sköpunargleðin er í hámarki og viðfangsefnin þýðingarmikil.
Heilsufar og agi í dagæegum vinnubrögðum verður í brennidepli og til þess að ná árangri þarf að gera breytingar til langframa. Sum sambönd meyjunnar valda vonbrigðum og álagi, önnur ýta undir öryggi og stöðuleika.
Valdabarátta verður á heimili og í fjölskyldu. Á næstu árum mun meyjan verðavitni að algerum umskiptum í tengslum við undirstöðurnar, rætur sínar, fjölskyldu og stórfjölskyldu.
Í vor koma ný tækifæri upp á yfirborðið í einkalífi og rómantíki. Árið verður einstaklega hagstætt til þess að byggja upp eða styrkja ástarsambönd og langbesta sem er í vændum um langt skeið.
Þess þarf að gæta að boðskipti truflist ekki í nánu samstarfi eða sambandi og að hreinskilnin verði höfð að leiðarljósi.
Fjármálin ættu ekki að verða sérlega erfið viðfangs, þótt full ástæða sé til þess að hvetja til varkárni í fjárhagslegum skuldbindingu.
Og valla....finnst þetta vera alveg skrifað fyrir mig og þá leið sem ég er að fara núna, og mig hlakkar bara til að takast á við þetta verkefni.
farin að horfa á gossip girl... og Blesi held við verðum að framlengja fríið á ströndinni....komum illa brún til baka :)
Untill next time le penguin....

miðvikudagur, janúar 9

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Þótt ótrúlegt megi virðast þá mundi ég leyniorðið hingað inn :) svo klár stúlkan. En ég var nú ekkert svo viss þar sem ég er nú ekki búin að blogga í háa herrans tíð og spurning hver nennir enn að kíkja hingað enn inn.
En hverjum er nú ekki sama, jú skal viðurkenna það mér er sama svo endilega kommentið :) það er það skemmtilega við þetta, eða svona næstum.
Ástæðan fyrir því að ég er byrjuð aftur er sú að nú er lífstílsbreytingin mikla komin á gott skrið :) og ég ætla að reyna að blogga aðeins um hvernig gengur og eitthvað annað... samasem hef ekki hugmynd...
Allavega þá í dag er ég búin að missa 7.1 kg frá því um miðjan ágúst. Ég var nú ekki sú duglegasta frá ágúst til Nóv en ég er þó allavega á niðurleið. Ég fór svo í vigtun í gær og vitir menn ég var 600 gr léttari þá en ég var fyrir jól, ég hélt ég myndi fljúga af vigtinni og kyssa konuna.... OMG var svo viss um að kg fjöldinn væri farinn upp um svona 2-3 kg.. allaveg... but no... :)
Ég þarf að missa 600gr til viðbótar og þá er ég komin inn á Reykjalund og vonast ég til að komast þangað um miðan Febrúar og vera í prógrammi í 5 vikur. Í þessar 5 vikur mun ég læra allt upp á nýtt þ.e mataræði, eldamenska, hreyfing og bara hugsa og það verður örugglega krúkkað eitthvað í heilanum á mér úffff hvað ég hlakka til :)
Inga Heiða lét mig hafa stjörnuspánna fyrir Meyjuna 2008 og jú viðurkenni að ég les hana alltaf ef ég sé spánna, en ég lifi ekkert eftir þessu. Allavega þá var þessi eins og lesin úr mínu hjarta og að einhver hafi skrifað hana fyrir mig.. hendi henni inn eins fljótt og ég get...
Aðal breytingin sem ég hef gert á mínu daglega lífi er;
  • Nammi mestalagi einu sinni í viku
  • Ræktin allavega 4x í viku, 6x MJÖG GOTT.
  • allavega 3 ávexti á dag :)

og mér finnst þetta bara virka vel.

Jæja ætla að snúa mér að vinnunni :) kveðja og vonast svo til að sjá comment frá ykkur... Mörgæsin

P.S Indy vinkona og Stebbi maðurinn hennar eignuðust tvíburastelpur í gærkvöldi og óska ég þeim innilega til hamingju. Tvær heilbrigðar og yndislegar stúlkur sem voru 14 merkur og 52 cm.