fimmtudagur, febrúar 28

Fyrsta vikan búin :)
Já verð að segja að þetta hafi verið ERFITT en samt um leið MJÖG SKEMMTILEGT og kom ég sjálfri mér mjög á óvart.... er bara í þokkalega góðu formi... eða það held ég allavega...er samt ekkert að miða mig útfrá einhverjum heilsufrík heldur bara hvað ég gat meira heldur en ég bjóst við :) þetta er mjög gott líf að fá bara stundaskrá í hendurnar og þarf maður bara að bera ábyrgð á því að fylgja henni eftir, passa að mæta á réttan stað á réttri stundu og í rétta átfittinu... betra að vera með sundbol á sér þegar maður fer í sund og föðurlandið með sér þegar maður fer út í göngu heheheh en allavega þá ætla ég að sýna ykkur tippikal dag;
Kl. 8-9 morgunmatur...hægt að velja úr góðu og hollu morgunkorni, brauð og álegg, lýsi og hafragraut.
9-10 - annaðhvort föndur hjá iðjuþjálfurunum (þrið og Fimmt) eða Heilsu leikfimmi (mán, Mið og Föst)
10-11 Sundleikfimmi - alveg brilljant tímar, er í 35 mín og þá hefur maður tíma til að gera sig tilbúna fyrir það næsta.
11-12 Stafaganga - bara skemmtilegt.. hér eftir eigið þið eftir að sjá mig gangandi um allt með stafi.
12-12.30 matur - mjög góður fjölbreyttur og hollur matur...
12.30 - 13.00 Slökun - vá alveg brilljant hlutur :) jammmí jammmí
13-14 Spaðatímar a.k.a. babmington eða fyrirlestrar
14-15 Ganga - maður má vera með stafina líka hér :) jeiii jeiii
15-16 allskonar tímar sund, þolhringur eða fræðsla.. fór til dæmis í dag í sundkennslu... alveg tími til kominn að fá alminnilegar leiðbeiningar... Bob Harper er alveg að skila sínu....
16-17 er bara tími sem er settur á miðvikudögum en það er lengsti dagurinn... fór tildæmis á þriðjudaginn í heitapottinn eftir amstur dagsins og var það alveg æðislegt.
18-19 Kvöldmatur yfirleitt súpa, skyr, brauð og álegg + salatbar.
Já eins og þið sjáið er nóg að gera og dagurinn líður hratt sem er náttúrulega bara gott :) á morgun (föstudagur) er starfsdagur og því eru ekki tímar eða dagskrá og er ég því komin heim í Vogatunguna :)
Ætla að fara í ræktina í fyrramáli og svo fara í vinnuna í nokkra tíma..
Heimaverkefni helgarinnar fyrir mig er að horfa á sjálfan mig í speiglinum og segja "Harpa mér þykir vænt um þig/mig" læra að segja þetta við sjálfan mig og trúa því... prófið þið þetta.....
Jæja bið bara að heilsa í bili :)
Kossar og knús og takk fyrir allar kveðjurnar þær eru æðislegar :)

þriðjudagur, febrúar 26

Prógrammið byrjað á Lundinum.......
Já sæll eigum við eitthvað að ræða þetta frekar...úfff mar... ég er búin að vera og er ekkert smá ánægð og sæl með þetta allt saman.
Í gær var svona almenn fræðsla og svo í dag... já sællllll byrjaði morguninn inni hjá iðjuþjálfunum og byrjaði að föndra aðeins, er að búa til klikka flott og mjög mikilvægt tæki.. sýni ykkur seinna... svo hafði ég 5 mín að hlaupa frá einum enda húsins í hinn og fara í sund.. tókst og ég mætti á réttum tíma í sundleikfimmi bara gaman :) .. svo rétt náði ég að þurka á mér hárið og var komin út í stafagöngu...brilljant það, loksins kom pása og hádegismatur 12-13 :) svo kl. 13 var það Babínton og svo ganga úti kl. 14.00 og þá var dagskráin búin... ég fór þá í heita pottinn og lét þreytuna líða úr mér.... Og já ég er byrjuð að finna fyrir vott af strengjum :) svo er morgundagurinn ekkert minna að gera... úfff hlakka bara til :)
reyni svo að vera dugleg að blogga þegar tími gefst til...
knús harps

mánudagur, febrúar 11

*************Gleði, Gleði, Gleði************
Mörgæsin hefur fengið það staðfest að hún á pláss á Lundinum frá og með 25. febrúar í 5 vikur og mun vera búsett þar, virka daga en fær að fara alla leið heim til sín í Kópavoginn um helgar...
***************Gleði, Gleði, Gleði*************
Nú er bara að gera sig tilbúin undir nákvæmlega það sama og fer fram í "Biggest looser" þáttunum sem sýndir voru á skjá einum... einn sjúkraþjálfarinn heitir Gulli og er hann örugglega eins og þjálfarinn "Bob Harper" nóta bena nafnið á tappanum... greinilega minn maður... svo er spurning með hjúkkurnar... verða þær eins og hinn þjálfarinn masssa BootKamp típa... efast það stórlega þar sem þessi sem ég talaði við var alveg yndisleg í símann... OMG mig hlakkar bara til :) jibbí en úfff hvað þetta verður örugglega jafn erfitt og það verður gaman...
asta la vista till next time... harps

þriðjudagur, febrúar 5

Hjúkk mar mundi lykilorðið heheheh var alveg stressuð að ég myndi ekki muna það og þar af leiðandi no more blogg for miss Harpa aka le penguin... og hvað hefðir þú get þá lesandi góður? pæling sem vert er að hugsa um... mmmmoooohhhhaaaaaa... .

Nei nei úfff lífið gengur og baráttan með :) er komin á forgangslista hjá Lundinum og er búið að segja mér að ég komist inn 25. febrúar en ekkert enn staðfest... ég meina koma sooooo hringja eða senda manni bréf....

úfff er farin að hvíða mikið fyrir því að flytja í burtu frá minnum nágranna sem sér um að elda reglulega (tilraunaeldhús) alltaf eitthvað nýtt og í stað kaffibolla þvær hún þvottinn minn, sér mér fyrir öllu því stuffi og efni sem ég þarf hverju sinni og jú hún er alveg með eindæmum skemmtileg kona, aka Inga Heiða... Stefanía fékk t.d flog þegar ég sagði henni að ég væri að flytja... "nei þú getur ekki flutt í burtu frá Ingu Heiðu þið eigið alltaf að búa saman, hún er svoooo skemmtileg" jebbs þetta verður erfitt... en með tímanum finn ég örugglega leið til að vinna mig í gegnum þennan skilnað...

Fór síðasta Föstudag á Ivanov og það í fyrsta skiptið á ævinni í Þjóleikhúsið og OMG skemmti mér mjög vel, leikritið var mjög gott, leikararnir góðir, sviðsmyndin fullkomin og tónlistin frábær. Að fara í Þjóðleikhúsið var upplifelse útaffyrir sig og fannst mér það frábært elskaði stóra salinn og sætin og bara allt... langar aftur núna.... Svo á Lau.kvöld fór ég á Brúðgumann og fannst hún æði :) mæli með þessari tvennu eða allavega að sjá annað verkið.

Jæja ætla að klára að vinna í kvöld og koma mér svo heim í háttinn... og já búin að missa 7,7 kg ekki miklar breytingar þar í gangi... komin í nammibindindi úffff it is hard....