föstudagur, apríl 11

Já það er allt búið á Lundinum í bili og hversdagsleikinn tekinn við og hefur bara fyrsta vikan gengið mjög vel.... er alveg að ná þessu hvað það er GOTT að hreyfa sig, þetta er ekki eins mikil kvöð núna eins og hefur alltaf verið :) ég er sko alveg í skýjunum yfir því.. en að öðru...............

Lendi í þessu blessuðu mótmælum bílstjóra í dag og já þeir bara svínuðu inn á Miklubrautina á ca. 10 km hraða og við hin saklausi almúgi á leið upp ártúnsbrekkuna á okkar 80 km... .og maður þurfti að snögghemla þar sem þeir keyrðu bara beint inná og það vantaði ekki mikið uppá að maður skylli í hliðina á þeim... enda gaf ég þeim eitt stórt F-merki og langt flaut...!!!! Ég studdi þessi mótmæli til að byrja með en nú er nóg komið, ef fólk ætlar að mótmæla mótmælið þið þá löglega og ekki með háskaakstri... Stöð 2 sýndi í fréttunum í kvöld frá þessu atviki og erum við Sjúmmi í sviðsljósinu og einungis vegna mikilla aksturshæfileika gat ég komist í veg fyrir að klessa á þá og komst í gegn áður en þeir lokuðu!!!!!!!!!!!! Sturla reyndu að stjórna þessum félagsmönnum þínum aðeins betur og kenndu þeim að aka inn á stoðbraut!!!!

En wells talandi um að vera á bíl....jebbs fór á bílasölu um daginn ... aka Ingvar Helgason... og prufukeyrði nýja Subaru Impresa.... vá klikkaður bílll he will be mine soon... alveg eins og sumir aðrir... hehehe.... en til að lýsa tilfinningunni á akstrinum þá leið mér þannig að ef ég væri strákur þá hefði ég haft standandi standpínu allan tíma :) heheheh

jæja ætla að halda áfram að njóta lífsins og mótmæla mótmælum bílstjóra......
Los Penguinos.....