miðvikudagur, október 27

Hver veit ekki hvar eða hvað BINGÓ VÖÐVI er????

Var nefnilega í ræktinni í gær og hitt þjálfarann sem sýndi mér öll tækin og á miðri leið var þetta flotta tæki sem virkar þannig að maður hjólar með höndunum ekki fótunum. Og hann var að skýra það út fyrir mér hvað þetta væri nú gott fyrir upphandleggsvöðvana að aftan! Svo ég kom með þessa brill setningu: " o.k then this is the best to get ridd of the BINGO Muscle" veit ekki hvert maðurinn ætlaði en hann hélt hlátrinum inn í sér og svo ætlaði hann að segja eitthvað og sprakk!!!!!!!!! Bara gaman að fá mig greinilega í þjálfun í bleika gallanum og bleikum allt!!


Hheheheh gaman að þessu.

En allavega þá er stöðin mjög fín minnir helst á Bjarg í gamla daga (eða í fyrra eða í síðasta mán). Svo ég er mjög seif á geðheilsunni í bili þar sem Kaffi Sviti er á einu horninu og Bjarg á hinu horninu hér í yndislega bæ mínum Sutton.

Well asta la vista í bili og endilega segið mér ykkar skoðun á að sé vel þekkt orðatiltæki á Íslandi!!
Kv Harpos

mánudagur, október 25

Ný vika, ný markmið !!!!!!!!!!

Jebbs gellan byrjuð í ræktinni og ætlar að klífa fjöll í Eyjafirði um jólin, gangi mér vel!!

En vil óska honum Hanna til hamingju með litlu prinsessuna sína sem fæddist á laugardaginn síðasta 23/10/04!!! Gangi þér vel með uppeldið!! Og hlakka til að sjá prinsessuna.

Samloka vikunnar er Philadelfia smurostur og reyktur lax!!!!!

Annars ekkert mikið að gerast hér handan við sjóinn bara bíð eftir að komast heim um jólin!!

Kv Harpa

fimmtudagur, október 21

Halló allir saman

Vil nota tækifærið hér og með að óska litlu snúllunni minni sem ég elska mest í heiminum henni STEFANÍU sem átti afmæli í gær!!!!!!

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!!
Og svo bestu systur minnar í heimi sem á afmæli í dag!!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!!!!!!
Jebbs allir eiga afmæli þessa dagana og því miður voru allar flugvelar til landsins fullbókaðar og komst ég ekki í afmælið þeirra. Svo vonandi gengur það betur á næsta ári.
Kossar og knús Harpa le penguin

mánudagur, október 18

Jebbs er að segja ykkur það!!!!

Mörgæsin fékk flensu og kvef því það er svoooo kallt hér í Landi Englanna!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þannig ekki mikið gerst hjá mér nema var heima á fimmtudag og föstudag og lá í rúminu og reyndi að skemmta sjálfri mér, sem gekk ágætlega þar til sprengjan gerðist.................Þannig er mál með vexti að ég bý eða leigi af Búlgörum sem er ein skrýtnasti þjóðflokkur sem ég hef kynnst. En á fimmtudagskvöldið heyrði ég þvílíku rifrildin niðri í eldhúsi, öskur, stólar á flugi exttraa. Ég fór fram til að ath málin og þá var stelpan sem legir við hliðina á mér (Búlgari) á leið upp út grátin og bara mjög móðursjúk. Fór með henni út og þar sagði hún mer að kallinn (sem labbar um í G-streng) hafi lamið sig og hrækt á sig. Jebbsss hasar í gangi hér!!! Svo spurði ég þau niðri (konu kallsins sem labbar um í G-streng) og þetta var alls ekki það sem gerðist, heldur var hún (sem legir við hliðina á mér) að ríf kjaft extra....... Gaman, eintóm hamingja hjá þessum Búlgörum, eru búin að ná að hrekja alla sína samlanda frá heimilinu. En ég er búin að kenna þeim að borða hafragraut með mjólk og salti!!!!!!!!!!!!!!!!!

Og já Fjóla bíð spennt eftir frettum af honum bróður þínum!!
Og Kata sé ekki bloggið þitt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! :(

Jæja vinna heyrumst Harpa the penguin (hósti)

föstudagur, október 8

Ég óska hér með heiðurs Kengúrunni henni Kötu gellu til hamingju með daginn!!!! Hún er einmitt að eiða þessum fína afmælisdegi sínum í Ástralíu dauð þreytt eftir þetta langa ferðalag. En heir heir fyrir hetjunni sem fór til Ástralíu!!!!!!!!!!!

Annars fínt að frétta hvítvín í vinnunni þannig maður er líe glad fyrir helgina.

Látið svo heyra í ykkur og reynið nú að ráða drauminn sem mig dreymdi um daginn!!

góða helgi Harps

fimmtudagur, október 7

Well o.k ég veit ég veit.......................................

ég er ekki nógu dugleg að skrifa en það bara gerist ekkert hjá mér. Venjulegur dagur er svona vakna fer í vinnuna kem heim horfi á imbann bý mér eitthvað til að borða og horfi meir á imbann og fer að sofa. Stórkostlegt líf!!!!!!!!!!!!!!

En allavega hitti ég Kötu Kengúru og Þóru ferðafélaga hennar í gær hér í London til að fylgja þeim í flugvelina til Singapor. Þetta gekk allt stórslysalaust fyrir sig, röltum um Oxfordstreet og fórum á pubinn og spjölluðum. Búin að fá allar kjaftasögurnar!!!!
En ég er alveg sannfærð að hún litla kengúran finni sér einn gæja þarna niður frá. Munið að ég sagði þetta.

Í nótt dreymdi mig að hún Maríanna Hansen hafi verið að eignast eitt stk stúlku og var hún ekkert smá falleg og yndisleg. Svo Mæja er eitthvað sem þú ert ekki búin að segja mér.
Svo í öðrum hluta á draumnum var ég að labba einhverstaðar og það var horft á mjög fallega sólarupprás. Nú verðið þið að ráða þessa drauma fyrir mig, ok.

Jæja Kata er enn á leiðinni í flugvelinni og vona að henni gangi sem best og óska henni allra besta þarna down under.

Kossar Harpa

p.s er alveg að hugsa um að fara til hennar.