miðvikudagur, febrúar 23

Jebbsssss á bestu systur og bróður í HEIMI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

vegna þess að ég er að flytja heim og þau eru að gera allt fyrir mig t.d
  • Hanna er að pakka dótinu mínu niður í Vestursíðu og sér um að ég hafi allar nauðsynjar líka eins og pasta, sósa, salt og olía extr...............................
  • Svo er yndið að pakka inn rúminu mínu og senda suður.
  • Svo örugglega þá fer hún suður nú um helgina og tekur allt úr kössunum og kemur fyrir í fínu íbúðinni minn.
  • Birkir ætlar að sækja mig á flugvöllinn og ætlar að taka sér frí daginn eftir til að geta skutlað mér um bæinn til að ná í restina af dótinu mínu og í atvinnuviðtöl.
  • Svo hefur yndið séð um að ná í alla kassana sem Hanna er að senda suður og fara með í íbúðina.

Ohhhhh er ekki lífið yndislegt með svona bróður og systur í lífinu? Jebbbbs getur ekki verið betra.

Hlakka ekkert smá til að koma til þín Inga Heiða og verða nágranninn þinn og verð að segja að það er eins gott að Afi hafi treyst þér fyrir þessu!!!! hehehhehehe

Svo kem ég heim örugglega á lau, sunnudag eða þriðjudag ekki alveg komið á hreynt eins og er!

Kveðjur í bili Harpos the penguinos

föstudagur, febrúar 11

Draumar................................

Hvað er þetta með draum? er þetta tilvísun í hvað maður er bilaður í hausnum? Er heilinn að skemmta manni á nóttunni?? eða hvað???
Well allavega í nótt dreymdi mig það fyndnasta lengi!!!! Vaknaði skellihlæjandi :)
Allavega dreymdi mig að ég ætti hest og var að kemba honum og allt í einu snýr hann hausnum að mér og byrjar að tala við mig á ENSKU en meða ÍRSKUM HREYM!!!!!!!! hahahahhahahahah

En allaveg er að fara upp í London að hitta Fjólu sem var með mér í háskólanum og við ætlum að líta á pubba og veitingastaði og svo á að vera menningarlegur og fara í leikhús!!
Jebbs er að fara að sjá Whose life is it anyway? og aðalleikarinn er enginn annar en Kim Cattrall eða Samantha í Sex and the City!!! Jeii er að fara að sjá goðið mitt og eins gott að hún hringi sig inn veika í kvöld!!!!!!!!!!!!
Jæja best að fara að sinna vinnunni þar sem ég er bara hér í hálfan dag!!!!!!!!!!!!! jeiiiiiii

Heyrumst Harps

fimmtudagur, febrúar 3

................Astalavista London here I come Iceland!!!!

Jebbs ég er búin að ákveða að flytja aftur á skerið eftir langan umhugsunarfrest! Kem heim örugglega 3 eða 4 Mars og flyt í Kópavoginn í litla yndislega holu/íbúð, við hliðina á henni frábæru Ingu Heiðu :)

Ef einhver veit að góðri vinnu þá endilega látið mig vita!!!! Annars allt gott að frétta og á ég eftir að njóta vel seinasta mánaðarins og versla mikið hehehehhehehe.

Well vinnan kallar svo sjáumst fljótt.

Kv Harpa