fimmtudagur, júlí 15

Strætóbílstjórar!!!

Sko ok mamma kommentaði hér inná að lífið hér í London snéirst ekki um neitt annað en bjór og bari. Já það er næstum rétt þar sem ég nenni nú ekki að vera að skrifa um hetjuna mig hér í vinnunni hehhehehehehe bjargandi verðandi ferðamönnum sem ætla til íslands og koma þeim Norður en ekki að láta þá sitja fasta í RVK. Segja þeim að álfarnir koma út þegar það dimmir á kvöldin (sem það gerir ekkert núna) hehhehehheheh og segja þeim að mjólkin úr kúnum á Íslandi sé græn og þykk. Jebbs svona gengur þetta fyrir sig og túristinn kaupir ferð á 400 þús fyrir manninn. Ekki alveg allur sannleikurinn en næstum því.
En þetta með strætóbílstjórana hér í Landi, dísss mar alveg hata ég þessa stétt. Um daginn var mín upp í London og þurfti að taka strætó nr. 54 og beið í góðar 10 min eftir einum og svo þegar hann loksins kom, stoppaði hann, hleypti út fólki og fór arrrggggg %$%&$&#&% og svo keyrðu nokkrir framhjá án þess að stoppa. Svo eftir að hafa staðið þarna í hvað hummmm allavega 45 mín hlupum við nokkur út á götu og lögðumst fyrir strætóinn þegar við sáum hann koma, vá hvað það munaði mjóu að hann myndi bara keyra yfir okkur en hjúkk enn á lífi og með heil bein... Svo var ég í strætó og bílstrjórinn stoppaði ekki á stoppustöðunum sínum þar sem fólk beið og bandaði út höndunum svo hann myndi stoppa en neiiiiiiiii, svo helt ég bara að hann myndi heldur ekki stoppa ef við myndum byðja um það, sem vorum inni í strætó, hann ætlaði að taka okkur í gíslingu og sprengja upp Big Ben, en sem betur fer komst ég út.....................

jæja hætt að bulla sumt sannleikur og sumt ekki,

Have a good day
Harps

Engin ummæli: