miðvikudagur, september 29

Loksins finn ég tíma til ad skrifa um helgina í Glasgow.....

Eftir góða R&R helgi kemur maður heim eins þreyttur og maður getur...

Hitti Maríu mína á fimmtudagskvöldi og það var ekkert smá frábært að hitt giftu stelpuna. Við tókum okkur til og fórum út að borða á Kamasutra sem er indverskur og það var ekkert smá góður matur. Á WC-inu fann maður fínar sýnis myndir af Kamasútra svo maður varð meira fróður hehehehhehehe.
En svo voru háskólar athugaðir, pubbarnir enn meira og sem flestir ódýrir veitingastaðir og meira af R&R gert. Djammað að lokun sem er um 12 eða eitt að miðnætti og svo farið upp á hótel að halda áfram þar. Kynntumst þessum fínu húsmæðrum frá USA sem voru í djamm ferð í Glasgow og held ég að eina ástæðan var að halda fram hjá köllunum!!! Svo voru þarna nokkrir Írar að steggja einn vininn svo það var nóg af skrýtnu fólki til að tala við.

En þetta var í alla staði frábær helgi og Glasgow er alveg brilljant borg, svo ekki láta ykkur undra þó ég verð kominn þangað næsta vetur til að læra.

Jæja matartíminn búinn svo adios amigos...............

föstudagur, september 24

GLASGOW MADUR!!!!!

Jebbs er i borginni Glasgow og bara flottur stadur. Bjor rennandi ur ollum kronum og hvitvin er notad til ad skola tennurnar eftir ad hafa tanburstad sig ;) hehehhehe bara flott.

En eg og Maria forum ut a lifid um leid og eg kom i gaerkvoldi og ja skemmtum okkur vel. Annars var mest gert af tvi ad tala og tala!!!!! Erum a tessu flotta hoteli, med King size bead og eina STORA saeng, gaeti ekki verid betra....

Buin ad fara og skoda Haskolan her sem er ansi godur fyrir framhaldsnamid mitt svo hver veit nema eg verdi her a naesta ari, tad leggst ekki illa i mig allavega.

Jaeja bjorinn kallar svo ble ble i bili
The Harpos

miðvikudagur, september 22

Góðan og blessaðann daginn,

jebbs stílkan á afmæli og það er alltaf gaman að verða 21 (í 8unda skiptið þó) hehhehehe.

Dagurinn byrjaði vel þar sem stelpurnar mínar hringdu og sungu fyrir mig afmælissönginn og svo þegar ég mætti í vinnuna var búið að skreyta skrifborðið með blöðrum og borðum, algert æði!!!

Og allir takk fyrir kveðjurnar!

Svo er það bara Bar room bar í kvöld eftir vinnu og svo kannski líka all bar one í Sutton, svo ef þið verðið á svæðinu endilega komið :).

Kveðjur Harpa the Birthday girl!!!

þriðjudagur, september 21

Hello................................

Lítið að frétta af mér þessa dagana þar sem ég hef reynt að gera sem minnst til að eyða sem minnstum pening!!! Þið vitið það öll að ef maður fer eitthvað eða bara hreifir sig þá eyðir maður pening!!! En áætlunin gengur alveg ágætlega.

Þannig það stoppar ekkert gott líf og djamm í GLASGOW þessa helgi!!! Jibbí í iííí´er að fara eftir 2 daga að hitta hana Maríu mína í GLASGOW. Get ekki beðið eftir að vera þar og hlusta á fólk tala! Bara flottur hreymurinn þar.

Well heyrumst fljótlega

Harpa

fimmtudagur, september 16

þriðjudagur, september 14

Feður í baráttu til að auka réttlæti sitt......

já allt getur gerst hér í borg feðranna. En það eru semsagt til samtök feðra sem eru að berjast fyrir auknu réttlæti til að hitta börnin sín. Á laugardag tók einn sig til og klæddi sig í spædermann búning (kannski var hann spæderman) og stóð efst uppi í London Eye sem er stóra stóra parísathjólið hér og eru myndir þaðan í albúminu mínu. Jæja allavega ´búin að komast að því afhverju London Auganu var lokað á laugardaginn þegar ég og Birkir mættum þangað.
Svo í gær réðust Batman og Robin á höll drottingarinnar eða "buckingham palace" með stig og byrjuðu að klifra upp á eina sillu. Batman komst áfram en Robin var tekinn fastur. Svo stóð Batman á syllu við hliðina á svölunum sem Drossa kemur út til að veifa, og hann stóð þar í fimm tíma!!!! þettar eru flottir gæjar en ég spyr hversu léleg er öryggisgæslan í þessari borg ef einhverjir gæjar sem eru klæddir eins og Spæderman, Batman og Robin komast út um allt....

En svo fékk ég lítið sætt símtal í gærkvöldi þar sem ein fjagraára næstum fimmára hringdi í mig og sagði með grátandi röddu "Harpa ég vil að þú komir heim til mín, ég get ekki beðið eftir Jólunum" snökkkt snökkt ERFITTTTTT!!!!!!

Jæja kveð í bili og læt ykkkur vita ef eitthvað fleira skemmtilegt gerist
Miss Reuters............................

mánudagur, september 13

Halló allir saman.......................

og allir í kór dddaaadddrrrraaaaa.................
En allaveg þá er Birkir á leiðinni upp á Stanstead og fljúga heim :( en jæja ég verð bara að sætta mig við það.
Helgin var frábær löbbuðum mikið og skoðuðum mikið. Á laugardagskvöldið fórum við á commidian show sem var alveg fyndið (er orðin húkkt núna)!!!! Sat á fremsta bekk og vitir menn ekki látin vera allt kvöldið af gæjunum sem voru að tala!! Bara gaman.

Jæja ætla að reyna að vinna eitthvað pínu í dag!!! Bara frekar þreytt þar sem maður vaknaði fyrir allar aldir til að fylgja Birki á lestarstöðina til að ná í lest til London!!

Heyrumst Harpos

föstudagur, september 10

Halló elskurnar

Sorry mar bara búin að vera pínu upptekin en takk fyrir að tekka svona reglulega á mér!!

Jebbs góðir dagar núna því Birkir bró er í heimsókn!!! Jeiii Jeiii Jeii en hann vill bara sofa í gær þegar hann kom og í dag, veit ekki kannski er ég bara svona l................... hver veit? Nei nei annars var bara farið út að borða í gær á ítalska veitingastaðinn minn og þar hafa þeir náð nafninu mínu svo vel "ALBA" hvað segiru? "ALBA" hvað má bjóða þér? heheheheh algerir snillingar og svo er nú vaninn hér að tippa þjónana en vitið hvað einn af þeim kom til mín og sagði mér ekki að tippa því yfirmennirnir tækju allt tippið! (flott orð hér) og tippið er það sem fær laun þjónanna til að vera þolanlega. Hálvitar!!!!

Jæja farin að vinna heyrumst og vonandi kem ég með myndir á mánudaginn eftir helgina okkar Birkir í LONDON BABÝ

Kossar Harpa

miðvikudagur, september 1

Jebbs langa helgin búin...........................

og tar sem ég var ekki að vinna á mánudaginn og lá heima veik í gær þá verð ég að nota tækifærið núna og óska honum HALLI kallinum til hamingju með daginn á mánudaginn. Vona að þú hafir gert eitthvað skemmtilegt.................

En helgin var góð og skemmtileg og löng. Frekar skrítið að koma í vinnuna á miðvikudegi og það er alveg að koma önnur helgi.

Hlakka til að sjá litla bró eftri svona viku jeii jeiii get ekki beðið.

bið að heilsa Harpos the penguinos