föstudagur, júní 22

Air og Ísland v. Serbía - Jebbs nóg að gera þessa vikuna...
Á þriðjudagskvöldið örkuðu hinar 3 fræknu í tónlistarklúbbnum HIF (Harpa, Inga H og Fjóla) á AIR tónleikana og úfff hvað var gaman!! Þeir voru bara æði, eitt sem mér fannst að og það var að þeir spiluðu stutt, en þetta eru frakkar svo ekki má búast við of miklu af þessum greijum......
Miðvikudagurinn rann upp og hún María vinkona átti stór afmæli!! komst loksins í hinn eftirsótta klúbb að verða þrítug og lögiltur kvennmaður hahah til hamingju með dagin elsku besta María... og gangi þér vel út í London um helgina... eða break a leg!!
Fimmtudagskvöldið gerði ég eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og það var að fara á leik kvennalandliðsins í fótbolta, gegn Serbub! og verð ég að segja að þetta hafi verið hin mesta skemmtu enda endaði leikurinn 5 - 0 fyrir okkur :) þær voru virkilega góðar og spiluðu góðan bolta!!! ég meina ... mér leiddist meira á leik Liverpool v. Man Utd í fyrra en ég gerði í gærkvöldi.... ég verð bara að segja að mér finnst að kvennalandslið eiga að fá fjármagnið sem karlalandsliðið er að fá og öfugt!! Allavega er peningunum betur varið þannig, því ekkert geta þessir strákar í fótboltanum. Rökstuðningur minn í þessu máli er einfaldlega FIFA stirkleika listinn.... íslenska kvennalandsliðið er númer 21 í heiminum en íslenska karlalandsliðið eru númer 109!!! (fyrir ykkur sem ekki voruð viss)
Over and out le penguinos - wearing pink....

miðvikudagur, júní 20

Wells.... hvar á ég að byrja??
Byrjunin er alltaf góður staður svo reynum það... margt og mikið gerst síðan síðast, sem var kannski ekki mest uppörvandi póst.. en ég meina maður getur átt sína slæmu daga... sem rættist svo úr....
Fór til Liverpool helgina 18 til 21 maí með íþróttafélaginu Nes og var þetta ein af skemmtilegustu og bestu ferðunum sem ég hef farið í og þær eru nú orðnar frekar margar... Edda frænka kom með í ferðina sem sérvaldur aðstoðarmaður og lá mikil ábyrgð á hennar herðum, t.d. tryggja að töskunni minni yrði ekki stolið, koma henni upp á herbergi og strauja og taka allt til... og náttúrulega að halda geðheilsu minni í lagi... hún leysti þessi verkefni af miklum sóma :) takk fyrir góða ferð Edda!!
svo fór ég til Edinborgar núna um daginn og verð ég að segja að Edinborg er æðisleg borg!!! mæli eindregið með henni og þá aðalega til að fara og skoða og njóta lífsins... myndi ekki fara þangað til að versla... þá er betra að vera í Glasgow.. en eitt sem vert er að hafa í huga þá getur verið mjög varasamt að panta á barnum t.d. pantaði ég mér hvít víns glas og fékk stóran bjór!! eftir það fann ég mér vini og þeir sá um að panta og borga fyrir mig... enda góðir menn í Edinborg :)
svo fór ég loksins til AK síðustu helgi og var það yndislegt í alla staði. Hitti flest alla en hinir sem hlutu ekki þann heiður að hitta mig þá hittumst við síðar :)
Nonni eignaðist son 15. júní og vil ég óska honum enn og aftur til hamingju!!! Þér tókst það... :)
ætla að hætta í bili svo þið fáið ekki of mikið leið á mér og endilega commentið... le penguinos

föstudagur, júní 1

úfff ekki góð byrjun á Júní mánuði.... en er ekki sagt að fall er fararheill....???


over and out.....