miðvikudagur, maí 16

svona á ég víst að takast á við vandamálið, samkvæmt stjörnuspánni í dag.....

"Meyja: Sumir klifra Himalaya-fjöllin til að finna sjálfan sig. Aðrir skilja að hvert sem þeir fara, finna þeir sjálfan sig. Settu líkamann í nýjar stellingar, það opnar andann."
Bein þýðing.... klífa Himalaya-fjöllin, opna andann fyrir fersku fjallalofti og sitja öðruvísi heima og í vinnu og þá er vandamálið leyst.... svo gott að vera Meyja með allt á hreynu......
gaman að þessu..... le penguinos....

laugardagur, maí 12

Stjörnuspá.....

ótrúlegt hvað stjörnuspáin hittir stundum algerlega í mark......

Meyja: Þú átt við vandamál að stríða. Þetta eru frábærar fréttir, sérstaklega ef þú veist upp á hár hvert vandamálið er - flestir vita það ekki. Leystu það nú.
Eigið góða kosningar og Eurovision helgi.....
le penguinos....á leið að takast við málin...

fimmtudagur, maí 10

IKEA Móment......
Held það sé best að ég sleppi því yfir höfuð að fara í IKEA hér eftir!!!! Sorry Kata no more bílar og kjötbollur.... allavega þarsíðasta skipti þá lenti ég í vandræðilegasta mómenti lífs míns og svo núna síðast OMG...... ég og vinkonan héldum ekki vatni ..... sáum McDreamy/McSteemy (einn og sami maðurinn) Úfff hvað hann var gooorrrjjjuusssss...... vorum að deyja úr geljgju þarna inni og þvílíkt að plotta hvernig við ættum að ná athygli hans og ef vel heppnaðist að ég myndi bjóða honum á deit.... úffff þessi maður var bara guðdómlegur .... og svo spyr ég bara... er ekki dáltið mikið sexy að hávaxinn, ljóshærður (krullur) maður labbar rólega í gegnum ikea með hitt og þetta í körfunni sem allt er vandlega valið t.d lítil sæt glös með doppum (já ég kíkti í körfuna og rannsakaði hana hehehe).... jæja ekki tókst okkur að gera neitt ... bara gera okkur af fíflum.... og horfa á hann keyra í burtu úr lífi okkar á silfruðum bens... so anybody ef þið þekkið kauða....endilega látið mig vita....
Le Penguin.........

sunnudagur, maí 6

Það var ákveðið að skella sér á lífið á laugardagskvöldið og ver félagskapurinn ekki af verri endanum.... Takk fyrir kvöldið stelpur... skemmti mér mjög vel :)


Fór í klippingu á fimmtudaginn og fékk þá brilljant hugmynd að láta klippa á mig topp.... er ekki alveg að fíla þetta.... en hann síkkar þá bara........hvað finnst ykkur??


Mynd kvöldsins var þessi........



fimmtudagur, maí 3

ALLT AÐ GERAST.....
Vildi óska að ég væri ekki í Lions ... því þá mætti ég veðja og ég hefði unnið fullt af peningum í gærkvöldi á leiknum þar sem hann KAKA skoraði fyrsta markið og ég var búin að halda því fram í allan dag :) svo klár stelpan :)
En það er komið fullt af nýjum myndum - vinsamlegast finnið þær undir linknum myndir-photos hér til vinstri :) gaman gaman ....
jæja besta að fara að selja þessum poolerum miða á leikinn þar sem AC MILAN mun skeina þá...... mmmmoooohhhhhaaaaaaa

miðvikudagur, maí 2

Símtal dagsinns.......
ég veit ég á ekki að hlægja af eldra fólki en þessi var bestur....... hringdi semsagt í dag á skrifstofuna;
Hann; sæl þetta er hérna í Hveragerði.
ég; já blessaður....
Hann; veistu eru komnar einhverjar nýjar reglur í Botcia (hvernig sem þetta er skirfað).
ég; veistu ég bara veit það ekki...
Hann; já er það ekki hver helduru að viti þetta....
ég; ja ætli það sé ekki formenn botcia félagsins ef það er til hér á Íslandi..
Hann; já æjjji ég ætla að athuga hvort ég finn ekki eitthvað í símaskránni....Sæl og blessuð... lagði á...
ég meina gangi honum vel að finna þetta í símskránni ..... en flottur tappi... Veit einhver hvort það séu komnar nýjar reglur.... má rauða kúlan snerta þá bláu núna?? eða er brautin styttri/lengri?
jæja best að halda áfram hér í the madness of it all.... vinsælasti frasinn í dag er;
áttu miða á úrslitaleikinn í Aþenu? ég er eldheitur Liverpool aðdáandi og fer hvað sem það kostar.... já já elskan eins og er kostar þetta rétt um hálfa milljón! til í það? huuuu jaaa sko verð að hugsa það..... já gerðu það.......
le penguin pínu pirruð.... heheh