þriðjudagur, september 27

..................................glöð.........................gröð

já ekki mikill munur á þessum orðum því ef þú segir þau upphátt og hratt hljóma þau eins. Var að hringja á verkstæði og ath hvort ég þyrfti að panta tíma til að láta smyrja bílinn minn og þessi elska sagði "nei nei þarft þess ekkert bara mæta glöð" en ég roðnaði frá tám upp í heila því mér fannst hann segja "nei nei þarft þess ekkert bara að mæta gröð" Jebbs ég þurfti að segja ha? og komst að sannleikanum, að ég held en hver veit??? Úfff hvað mér kvíður fyrir að fara á eftir. En svosumm ekkert mál að mæta gröð eða glöð, þar sem ég er single og yfirleitt mjög kát gella. Svo þið megið velja!!!!!!! heheheh

Tótanoffff klukkaði mig ohhhh þoli ekki þannig en klukkið, klikkið er að koma... kem með það með sögunni eftir smurninguna á Sjúmma eða mér thhhiiii, fer eftir öllu........... "common live alitle" kannski Hemmi hóra verður þarna :) hehehhe hver veit.

kv Harps the penguinos

fimmtudagur, september 22

Já the penguin eða Harpa er 30 ára í dag :)
Það verður haldið upp á daginn í Vogatungu 22kj frá kl. 20.00 þar til ég "gamla" konan þarf að fara í háttin. Búin að heyra það nokkuð oft í dag að ég er loksins orðin gömul og bara dauðinn eftir en ég vil halda því fram að þetta er byrjun á frábærum áratug í lífi mínu !!!!!!!!!!!!!!!
Vonandi sé ég þig og sem flesta
harps

þriðjudagur, september 20

Helgin í Manchester England England

Já ég fór til Manchester með 25 manna hóp og var flogið á lau morgun frá Reykjavíkurflugvelli til Manchester. Þvílíkur munur að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli.
Komum til Manchester og upp á hótel um 13.30 og ég var komin í stærsta shoppingmall í Evrópu kl 15.00 bara gaman :). Svo var bara verslað og verslað og svo fór ég á hótelið þar sem mér var boðið að fara út að borða með einum hóp og við fórum á Kínverskan stað og úff hvað það var borðið mikið fram af mat og áfengi held örugglega að það hafi verið borið fram um 10 réttir og er ég ekki að djóka. Svo var djammað aðeins frekar gaman.

Hitti svo strákana mína kl. 9 á sunn morgun og fórum við til Liverpool til að fara á leikinn Liverpool v. Man. UTD og var hann nú frekar slappur............ Ætlaði að fara niður og fá hann endurgreiddan en komst ekki í það þar sem maður var dreginn á pubb af strákunum 6 :)

Þeir ákváðu að ég væri einn af hópnum og vegna þess þýddi ekki fyrir mig að gera neitt annað en það sem þeir gerðu og drukku. Fokkk en jæja bara gaman að vera the Lady með 6 gæjum og mín í góðum málum fulltrúar Greifanna frá ak og Ölstofunnar í RVK voru þessir menn svo ég er komin með VIP liggur við allstaðar á bestu staði landsins :)

Töfrateppi var drykkur dagsins og var hann orðin frekar mikill ógeðisdrykkur þegar halla fór á nóttina.

Mán fór í fundi og last minute shopping.

Verð að vinna we sesss Penguins

fimmtudagur, september 15

Nýtt símanúmer og kannski á leið til Manchester um helgina!!

Jebbs allt að gerast hér hjá mér, tók stórt skref og fékk mér heimasíma sem er 565-1458. Einnig er ég kannski bara á leiðinni til Manchester á lau morgun með 25 stykki fótboltabúllur í afturdraginu :) ekki lélegt það og það líka á leikinn Liverpool v. Man. UTD á ANFIELD jebbs I am the gell :) . En það eru í dag 60% líkur á að ég fari en fæ þetta staðfest á morgun svo krossum fingur því ég verð að komast í búðir og kaupa föt.

Jæja best að reyna að klára eitthvað áður en ég fer heim þar sem engin Inga Heiða er heim því hún skrapp til Brighton um helgina stúlkan sú arna.

kv Harps

mánudagur, september 5

Eftir góða helgi kemur skemmtilegur mánudagur.................................................

Já er líka svona aldeilis í góðu skapi og það á mánudeg :) hehehhe gaman að þessu.

Fór í þetta líka skemmtilega afmæli á Ara í Ögri og svo var sprellað eitthvað eftir það í bænum.
Ég fór á myndina Strákarnir Okkar með Ingu Heiðu og verð ég að segja að þetta hafi verið hin besta skemmtun og þá sérstaklega sktrákarnir sem sátu í kringum okkur Ingu Heiðu en þeir hveinuðu mikið þegar strákarnir kysstust og struku hvorn annan, var þetta eitthvað til að sanna kallmennsku þeirra???

Allavega þá auglýsi ég eftir heimasíma þar sem ég var að fá mér heimasímanúmer og er það 565-1458 :). Ég fór í leiðangur á lau til að kaupa síma en það er ekkert til nema þráðlausir símar á þessari öld!!! Ætlaði að kaupa einn á 1000 kall en ætli maður verði víst ekki að fara og kaupa einn á 4500 eða 5900.

Jæja þá er það vinnan :) sjáumst hress :) Harps

föstudagur, september 2

.............................Harpa er orðin fín FRÚ!!

Já fyrstu merki þess að ég er orðin fín frú eru þau að já ég pantaði alþrif á hann Sjúmma minn, guð hvað hann verður glaður :) .
Já kallinn kemur í dag og nær í Sjúmma, fer með hann og gerir hann fínan og kemur svo aftur með hann fínan og flottan og svo fer ég bara heim úr vinnunni á nýþrifnum bíl. :) flottast

SKo ekki hneikslast ég kann ekkert að bóna bíl og það varður að bóna bílinn allaveg 2 x á ári, ekki satt?? og því ekki að skella sér á frítt þrif að innan líka þegar boðið er upp á það.

En eitt annað gamla settið upp eru alveg brilljant. Fór til þeirra með útprentað frá heimabankanum að ég hafi verið búin að borga leikuna og þetta fannst þeim nú merkilegt :). Svo er stöð 2 komin aftur og gellan á stöð 2 er búin að bögga þann gamla svo mikið að hann samþykkti að fá M12 eða eitthvað. En hvaða vit er í því ef hann er með það og svo situr lykillinn á efstu hillunni inn í bókaskáp sem enginn kemst að!!! En það verður gaman að sjá hvað gerist í þessu máli.

Góða helgi og vi ses lö penguinos