fimmtudagur, desember 22





Svona í tilefni þess að jólin eru að koma ...........og nú eru jólasveinarnir aðeins 12 eftir, saman ber þessi mynd hér til hægri....... :)

Jólakveðjur le penguin :)

miðvikudagur, desember 21


Jebbs mánudags blúsinn er alveg farinn :) ........................ og tillhökkunin við að komast héðan úr borg óttans til Akureyrar og í faðm fjölskyldu og vina er tekinn við :)

En allt að verða crasí hér í boltanum og maður hefur ekki undan að selja fólki jólagjöfina í ár til eiginmanna eða starfsmanna. Bara gaman..........

............... svo er ég komin með söfnunarpoka en í honum eru 3 nóa síríus stjörnu konfektsmolar og tveir súkkulaðibitar :) jibbí held þessu áfram þar til klukkan slær 16.00 þann 24. des og byrja á fullu að háma í mig namminu í kirkjunni á Svalbarseyri :) hehehehe nei nei er ekki svo desperate og það ótrúlegasta við þetta blessaða nammi bindindi er að þetta er ekkert mál en þegar "stóri dagurinn" nálgast þá er löngunin að byrja fyrr enn sterkari. Við Inga Heiða erum búnar að eiga erfið síðustu kvöld vitandi að hún á bland í poka upp í skáp.......... En við komumst í gegnum þetta :)

Wells ef ég kemst ekki í að rita eitthvað frekar hér inn fyrir jól þá vil ég óska ykkur lesendur góðir
innilegra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Kossar og knús le penguin......

mánudagur, desember 19



í tilefni þess að það er bloddyyyyy MONDAY...........

Le Penguin.................

föstudagur, desember 16



Bara aðeins að prófa og ath hvernig þetta myndadæmi virkar :) ég og imbolæn á góðri stund á einum af okkar myndaflippum :).

Jæja það er að koma helgi og jólahlaðborð í kvöld vííííí gaman gaman. Og svo klipping og gaman á morgun og svo bruna ég upp í Hafnarfjörð í 66 gráður norður til að fá stórt knús frá besta bró í heimi og svo kannski maður kíki í fína jólabæinn í Hafnarfirði :).

Góða helgi mates og heyrumst le penguin...............

miðvikudagur, desember 14

.........................á öðru bleiku skýi...........................
Jebbs fór semsagt í vigtun í gær og þið hafið kannski tekið eftir að ég lét engan vita hvernig gekk í síðustu viku......... ástæða var sú að ég þyngdist um heil 300 gr hugsið ykkur var alveg miður mín!!!! En svo í gær ´þá var mér tilkynnt að ég væri búin að missa 2 kg :) jeiii jeiiii ég er eitthvað furðuleg stundum missi ég ekkert, stundum 1 kg og svo massa ég þetta niður með 2kg :) Svo allt í allt er ég búin að missa 9,1 kg og á því bara eftir 900gr eftir í jólatakmarikið mitt og sem betur fer er það þetta lítið því ég er að fara í J'olamat í hádeginu, jólamorgunmat á hótel Sögu á morgun og jólahlaðborð á föstudagskvöld............ þannig það er nóg að borða hér framundan :).
Annars bara allt gott að frétta hér og eitt verð ég að hafa orð á hér..... Í gær var ég að lesa mbl.is og þar var þessi grein: "Miðstöð, þar sem foreldrar geta skilið eftir óvelkomin börn sín, og án þess að þeir þurfi að nafngreina sig, opnaði í Slóvakíu í dag. Þetta er sjöunda miðstöðin af þessum toga sem opnar í landinu. Að sögn Önnu Ghannamova, sem starfar fyrir samtök sem reka miðstöðvarnar, er áætlað að opna svipaðar miðstöðvar í þremur öðrum slóvenskum bæjum á næstu tveimur vikum. Er það gert til þess að sporna við því að börnum sé hent í ruslið eða út á götu. Hún segir fjögur börn hafa þegar farið frá miðstöðunum frá því að þær opnuðu fyrst í Bratislava í fyrra. Samkvæmt TASR fréttastofunni fundust sjö börn látin í Slóvakíu í fyrra, sem foreldrarnir höfðu yfirgefið."
Þetta finnst mér kannski einum of, hugsið ykkur að það þurfi að gera þessar varúðarráðstafanir svo að börnin deyji ekki og verði úti því þau eru óvelkomin, halló hættið að ríða ef þið getið ekki tekið afleiðingunum............................................
Og svo voru þær gleðifréttir í morgun á mbl.is að kona hafi fundist á jarðskjálftasvæðinu í Pakistan 2 mánuðum eftir jarðskjálftan sjálfan........................
Wells ég er farin að vinna látið heyra í ykkur , vúuuuhhhúúú 9,1 kg :) le penguinos

fimmtudagur, desember 8

Snillingurinn hún Kata Há.........................
Þetta var hún Kata með á blogginu sínu og ég varð náttúrulega að fá að vita þessar staðreyndir......
Commentaðu með nafninu þín og....
1. Ég segi þér e-hvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt
Hennar svor voru þessi...............................
Harpa Hrönn:
1. Þú gjörsamlega komst mér í gegnum Háskólann... náðir að stela öllum prófunum og kjafta endalaust við mig, góður tími!
2. Já pottþétt Bridget Jones´s diary en lagið er aðeins erfiðara... hey mister DJ turn the record on I want to dance with my baby...gott lag
3. Einhverra hluta vegna hugsa ég um ógeðis bjór/ginið sem þú gafst mér einu sinni... gleymi því helvíti aldrei. Annars ert þú svona gosbjór stelpa og auðvitað rauðvínið!
4. Fyrsta árið í HA og þú lentir með Hörpu Björk í verkefnavinnu í aðferðafræði... þá var ekki aftur snúið.
5. Var ég ekki búin að kippa þessum lið út... vertu fegin að líkjast ekki neinu dýri.
6. Verður þú á Ak um áramótin? Ef svo er þá er þér hér með boðið í teiti í höllina mína B10 KataHá 12.07.05 - 11:28 am #
Flottur leikur Kata og ég veiti þér hérm með heiðursorðu Mörgæsinnar a.k.a le Penguin................. Sem eru mjög eftirsótt verðlaun um allan heim :) U keep up the good work.
Salut le Penguin......................

mánudagur, desember 5

Helgin .......................

Jebbs náði að halda áfram á sömu braut, bjargaði einni stúlku um helgina en það var ekki eins mikið drama og síðustu helgi. :) en ég er að ná þessum súper ofur hæfileikum á góða braut :)......

Fór í massa gott partí á laugardagskvöldið og það sem var það súrealískasta við það er að það var haldið í sömu íbúð og ég var í partíi í ágúst en samt sitt hvor legjandinn. Þannig ég er búin að sjá sömu íbúðina með sitthvorum húsgögnum og áherslum. Mjög fróðlegt :) en viti þið að það var ekki svo mikill munur á þessu, næstum eins!!

Wells þeir sem vilja fara á leikinn Barcelona v. Real Madrid þá á ég 3 sæti laus og því um að gera að hafa samband sem fyrst....

kv The penguinos

fimmtudagur, desember 1

minna en 23 dagar þar til ég má borða súkkulaði :)
Jebbs mínir góðu hálsar búin að missa 7.4 kg, ekkert smá stolt af sjálfri mér....
annars ekkert að gerast hér nema er á fullu að selja ferð til Barcelona á leik vetrarins Barcelona v. Real Madrid :) 99 þúsund kall, leikurinn er í apríl...............
got to go en heyrumst :) the penguin