föstudagur, ágúst 27

Löng helgi framundan....................

Jebbs það er Bank holiday helgi framundan sem þýðir frí á mánudag!!!! Gaman Gaman og því nógur tími til að horfa á 24. Ekki hægt að gera annað þar sem það rignir hér alla daga allan daginn.

Jebbs þú hafðir rétt fyrir þér ég flutti til Englands!

Hehehehehhehehe jæja njótið helgarinnar kossar Harpos

fimmtudagur, ágúst 26

Blóðþrútin augu.............

..er afleiðing þess að eiga 3 séríuna af 24. Eftir 4 þætti í gær var nauðsynlegt að leggja tölvuna niður og hætta að horfa!!!! Ennnnnn einn enn var hugsunin og að lokum endaði í að ég horfði á 6 þætti og mig kvíður fyrir þeim degi þegar ég klára þættina, ekki langt í það með þessu framhaldi.................

But vinnan kallar eins og er svo heyrumst hress..................

Kv Harpa Hrönn

mánudagur, ágúst 23

Hellú alle samenn,

jebbs Harpa gerðist löglegur nýbúi í Englandi á fimmtudag og fékk sér heimilislækni hér og viti þið hvað það kostar ekkert að fara til læknis þannig ég ætla sko að nýta mér það!!! Gerast þessi mest pirrandi manneskja sem fer alltaf til l´æknis út af engu. gaman gaman

Svo á laugardag var skundað upp í London og farið á markaðinn í Camden Town bara flott og bara gaman!!! Fullt af dóti sem mig langaði að kaupa en keypti bara eitt veski dugleg ég...........

Eftir þetta sendi ég sms á Pétur og við ákváðum að hittast og var það hvorki meira ne minna en fimm föngulegir íslenskir strákar sem biðu mín á barnum, gaman gaman. Svo var bara farið á sprellið með þeim og spjallað um boltan mest allan tíman...... Ég humm, já, ahhha, einmitt hann Henry er nú flottur og extra hehehhehe alveg inní þessu spjalli eða þannig...... En stuðið hélt áfram og alltaf gaman að vera með strákunum.......

Jæja matartíminn búinn heyrumst Harpa the timbraða........................................

fimmtudagur, ágúst 19

Góðan og blessaðan daginn allir saman,

Til að byrja með vil ég óska flottustu konu í heimi til hamingju með daginn!!! Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún mamma hún á afmæli í dag!!!!!!

Húrra húrrrrrraaaa Húrrrraaaa................................

Já elsku mamma til hamingju með daginn Elska þig og njóttu dagsins.
Og já Erna frænka á líka afmæli, til hamingju gella.....

Svo bara já ekkert að gerast hér eins og vanalega!! er alveg hræðilega léleg að koma mér í vanda mál þessa dagana en þetta kemur vonandi.

Kveðjur og kossar Harpos

mánudagur, ágúst 16

Helgin.................................

jebbs helgin var bara fín!!!

Föstudagskvöldið ákváðum við Kristrún að athuga nýja veitingastaðinn í Sutton sem heitir il Ponte!! Ég mætti á umræddum tíma og ákvað að bíða úti eftir gellunni. Fyrir utan voru þjónarnir að lokka inn fólk á nýja staðinn og voru þeir nú hinir hressustu og snökkuðum við saman á ítölsku eins og vera mætti. Ég beið í um 10 mín og ákvað að hringja í Kris en vitir menn þá hafði hún læðst inn á staðinn og beið eftir mér þar, hehhehe þannig það var bara að fara inn og hitta hana og þvílík þjónusta sem við fengum. Þjónarnir komu á fimm mín fresti að ath hvort ekki væri allt í góðu og hella í glösin okkar. Jebbs hver veit nema þetta verði minn annar vinnustaður.

Því næst var skundað á nýjan klúbb sem var að opna og heitir hann LIQUID jebbs og maður fór þar inn og vitir menn sjalli númer 2 því maður var eins og amma þarna inni. Alltaf skemmtilegur fílingur en tónlistinn var bara fín og sá ég það fyrir mér að maður gæti alveg skemmt sér vel þarna inni ef maður liti fram hjá þessu smáatriði.

Laugardagurinn fór í þetta venjulega að versla og ákvað ég í leiðinni að láta klippa mig og gellan klippti mig þannig að já krullurnar fá að njóta sín....... og svo já keypti ég þessa flottu skó á 600 kall. Góð kaup það.

Annars var ekki gert meira en þetta nema kannski horfa á TV, lesa og sofa Gott líf það........

Kossar og knús Harpa

þriðjudagur, ágúst 10

Góðan og blessaðan daginn allir saman,

hvað er að frétta af ykkur þarna uppi á fróni eða klakanum?

Hér gengur allt sinn vanagang. Gerði ekkert um helgina þar sem ég var að jafna mig eftir heimsókn stelpnanna minna og ef ykkur langar að sjá myndir af þeim þá endilega kýkið á myndasíðuna fullt af nýjum myndum.

Ég vil óska fyrirtækinu sem ég vinn hjá til hamingju með daginn í gær en það var 20 ára!!! og það var boðið upp á hlaðborð í hádeginu sem var nú bara kúkur og kanill miðað við það sem ég bauð upp á í útskriftar, júróvisjón og kveðju partíinu mínu og þar var aðeins boðið upp á meðlæti.

Jæja best að fara að leggja þessu fyrirtæki starfskraftana mína!!!

P.s er að skipuleggja brúðkaup í nov til feb 2005/06 einhverjar hugmyndir??? allt velþegið!!!

The Penguin...............................................

föstudagur, ágúst 6

Já já svona er þetta,

afmælisveislan á fullu þegar ég hringdi í gærkvöldi í afmælisbarnið en vitir menn hann var ekki heima!!! Alltaf sama sagan hann lætur ekki sjá sig í veislunum, hehehehhehehe!!

Já vitir menn mörgæsin er opinberlega flutt af landi brott þ.e frá Englandi. 30 stiga hiti í dag og jafnvel meira um helgina, svo hún fór. En ég er hér enn að berjast við hitann. Vont en það venst! En var samt að pæla þetta er eins og að vera inn á Kaffi svita um áramótinn!! þannig hefur mér liðið síðustu viku!

Jæja vinna vinna og vinna svo heyrumst

Harpa sveitta

fimmtudagur, ágúst 5

Góðan Daginn allir saman,

VIL ÓSKA HONUM KARL FÖÐUR TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!! PAKKINN ÞINN ER Á LEIÐINNI

Annars er ég bara að jafna mig eftir brotför Stefaníu og Honnu og allt gengur sinn vanagang.

kossar Harps the penguin

þriðjudagur, ágúst 3

SNIFF SNIFFF

Fyrst vil ég byrja á því að óska henni Guðrúni til hamingju með daginn um daginn. Vona að þú hafir skemmt þér vel gellos.

Já stelpurnar mínar eru farnar frá mér og helgin var alveg meiriháttar!!!! bara gaman.

Það fyrsta sem Stefanía sagði við mig eftir að hafa knúsað mig og kysst var "Harpa afhverju þurftir þú að flytja frá mér?" áiii hvað hjartað var aumt í mér þá. Svo var Dýragarðurinn tekinn með trukki og öll dýrinn enn að jafna sig eftir að hafa hitt okkur.
Laugardagurinn var notaður til að hreynsa allar verslanir í Sutton. Sunnudagurinn var notaður í ævintýragarðinn sem ég mæli ekki með, en við skemmtum okkur mjög vel.
Mánudagurinn fór í að rannsaka verslanir á Oxford stæti og við heimsóttum Hanna og brunuðum svo út á flugvöll. Það var seinkun á vélinn eins og vanalega hjá Icelandair, en rétt fyrir níu var komið hvaða hlið átti að fara í svo við grétum pínu og knúsuðumst og svo hljóp ég til að ná strætónum mínum heim. EN vitir menn ótrúlegt en satt þá kom enginn strætó kl 21 eins og hann á að gera svo ég beið til 22.10 eftir FOKKINGS, BOGGER strætó.
Komst seint og síðarmeir heim og hringdi í kappan í USA sem hefur það bara fínt!!

Got to go heyrumst síðar,

Harpa the melted penguin