þriðjudagur, september 14

Feður í baráttu til að auka réttlæti sitt......

já allt getur gerst hér í borg feðranna. En það eru semsagt til samtök feðra sem eru að berjast fyrir auknu réttlæti til að hitta börnin sín. Á laugardag tók einn sig til og klæddi sig í spædermann búning (kannski var hann spæderman) og stóð efst uppi í London Eye sem er stóra stóra parísathjólið hér og eru myndir þaðan í albúminu mínu. Jæja allavega ´búin að komast að því afhverju London Auganu var lokað á laugardaginn þegar ég og Birkir mættum þangað.
Svo í gær réðust Batman og Robin á höll drottingarinnar eða "buckingham palace" með stig og byrjuðu að klifra upp á eina sillu. Batman komst áfram en Robin var tekinn fastur. Svo stóð Batman á syllu við hliðina á svölunum sem Drossa kemur út til að veifa, og hann stóð þar í fimm tíma!!!! þettar eru flottir gæjar en ég spyr hversu léleg er öryggisgæslan í þessari borg ef einhverjir gæjar sem eru klæddir eins og Spæderman, Batman og Robin komast út um allt....

En svo fékk ég lítið sætt símtal í gærkvöldi þar sem ein fjagraára næstum fimmára hringdi í mig og sagði með grátandi röddu "Harpa ég vil að þú komir heim til mín, ég get ekki beðið eftir Jólunum" snökkkt snökkt ERFITTTTTT!!!!!!

Jæja kveð í bili og læt ykkkur vita ef eitthvað fleira skemmtilegt gerist
Miss Reuters............................

Engin ummæli: