föstudagur, júní 22

Air og Ísland v. Serbía - Jebbs nóg að gera þessa vikuna...
Á þriðjudagskvöldið örkuðu hinar 3 fræknu í tónlistarklúbbnum HIF (Harpa, Inga H og Fjóla) á AIR tónleikana og úfff hvað var gaman!! Þeir voru bara æði, eitt sem mér fannst að og það var að þeir spiluðu stutt, en þetta eru frakkar svo ekki má búast við of miklu af þessum greijum......
Miðvikudagurinn rann upp og hún María vinkona átti stór afmæli!! komst loksins í hinn eftirsótta klúbb að verða þrítug og lögiltur kvennmaður hahah til hamingju með dagin elsku besta María... og gangi þér vel út í London um helgina... eða break a leg!!
Fimmtudagskvöldið gerði ég eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og það var að fara á leik kvennalandliðsins í fótbolta, gegn Serbub! og verð ég að segja að þetta hafi verið hin mesta skemmtu enda endaði leikurinn 5 - 0 fyrir okkur :) þær voru virkilega góðar og spiluðu góðan bolta!!! ég meina ... mér leiddist meira á leik Liverpool v. Man Utd í fyrra en ég gerði í gærkvöldi.... ég verð bara að segja að mér finnst að kvennalandslið eiga að fá fjármagnið sem karlalandsliðið er að fá og öfugt!! Allavega er peningunum betur varið þannig, því ekkert geta þessir strákar í fótboltanum. Rökstuðningur minn í þessu máli er einfaldlega FIFA stirkleika listinn.... íslenska kvennalandsliðið er númer 21 í heiminum en íslenska karlalandsliðið eru númer 109!!! (fyrir ykkur sem ekki voruð viss)
Over and out le penguinos - wearing pink....

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú á Ísland bara að einbeita sér að eiga BESTA kvennalandslið heims í fótbolta :) Ekki spurning! Hlakka til að starfa með HIF í framtíðinni. Baráttukveðjur vinkona! Knús, Inga Heiða

Nafnlaus sagði...

hvar ertu?

Nafnlaus sagði...

díííííííí
hélt að það væri langt síðan ég bloggaði...kommon kona
láttu nú í þér heyra
xxx búin að fá einhverja í heimsókn nýlega?

Nafnlaus sagði...

og ekkert enn?

Nafnlaus sagði...

Halló, ding dong.... ertu ekki að grínast?? BLOGGAÐU!!!