miðvikudagur, júní 20

Wells.... hvar á ég að byrja??
Byrjunin er alltaf góður staður svo reynum það... margt og mikið gerst síðan síðast, sem var kannski ekki mest uppörvandi póst.. en ég meina maður getur átt sína slæmu daga... sem rættist svo úr....
Fór til Liverpool helgina 18 til 21 maí með íþróttafélaginu Nes og var þetta ein af skemmtilegustu og bestu ferðunum sem ég hef farið í og þær eru nú orðnar frekar margar... Edda frænka kom með í ferðina sem sérvaldur aðstoðarmaður og lá mikil ábyrgð á hennar herðum, t.d. tryggja að töskunni minni yrði ekki stolið, koma henni upp á herbergi og strauja og taka allt til... og náttúrulega að halda geðheilsu minni í lagi... hún leysti þessi verkefni af miklum sóma :) takk fyrir góða ferð Edda!!
svo fór ég til Edinborgar núna um daginn og verð ég að segja að Edinborg er æðisleg borg!!! mæli eindregið með henni og þá aðalega til að fara og skoða og njóta lífsins... myndi ekki fara þangað til að versla... þá er betra að vera í Glasgow.. en eitt sem vert er að hafa í huga þá getur verið mjög varasamt að panta á barnum t.d. pantaði ég mér hvít víns glas og fékk stóran bjór!! eftir það fann ég mér vini og þeir sá um að panta og borga fyrir mig... enda góðir menn í Edinborg :)
svo fór ég loksins til AK síðustu helgi og var það yndislegt í alla staði. Hitti flest alla en hinir sem hlutu ekki þann heiður að hitta mig þá hittumst við síðar :)
Nonni eignaðist son 15. júní og vil ég óska honum enn og aftur til hamingju!!! Þér tókst það... :)
ætla að hætta í bili svo þið fáið ekki of mikið leið á mér og endilega commentið... le penguinos

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey og hó...welcome back...bissí bí jú!
er að bíða eftir að einvher kerlingarherfa hringi og bóki herbergi...ég meina ákveddu þig kona! en jæja...kíki ekki alltof oft hingað inn...en vonandi gefast fleiri tækifæri til þess seinna
knús x

Nafnlaus sagði...

p.s. mér fannst edinborg mjög fín já...og fann miklu meira af fötum þar en í glasgow sko...spurning um heppni..en já, ég sá voða lítið meira en dorothy perkins..ha ha...verða að fara þangað aftur og skoða mig almennilega um...