miðvikudagur, desember 14

.........................á öðru bleiku skýi...........................
Jebbs fór semsagt í vigtun í gær og þið hafið kannski tekið eftir að ég lét engan vita hvernig gekk í síðustu viku......... ástæða var sú að ég þyngdist um heil 300 gr hugsið ykkur var alveg miður mín!!!! En svo í gær ´þá var mér tilkynnt að ég væri búin að missa 2 kg :) jeiii jeiiii ég er eitthvað furðuleg stundum missi ég ekkert, stundum 1 kg og svo massa ég þetta niður með 2kg :) Svo allt í allt er ég búin að missa 9,1 kg og á því bara eftir 900gr eftir í jólatakmarikið mitt og sem betur fer er það þetta lítið því ég er að fara í J'olamat í hádeginu, jólamorgunmat á hótel Sögu á morgun og jólahlaðborð á föstudagskvöld............ þannig það er nóg að borða hér framundan :).
Annars bara allt gott að frétta hér og eitt verð ég að hafa orð á hér..... Í gær var ég að lesa mbl.is og þar var þessi grein: "Miðstöð, þar sem foreldrar geta skilið eftir óvelkomin börn sín, og án þess að þeir þurfi að nafngreina sig, opnaði í Slóvakíu í dag. Þetta er sjöunda miðstöðin af þessum toga sem opnar í landinu. Að sögn Önnu Ghannamova, sem starfar fyrir samtök sem reka miðstöðvarnar, er áætlað að opna svipaðar miðstöðvar í þremur öðrum slóvenskum bæjum á næstu tveimur vikum. Er það gert til þess að sporna við því að börnum sé hent í ruslið eða út á götu. Hún segir fjögur börn hafa þegar farið frá miðstöðunum frá því að þær opnuðu fyrst í Bratislava í fyrra. Samkvæmt TASR fréttastofunni fundust sjö börn látin í Slóvakíu í fyrra, sem foreldrarnir höfðu yfirgefið."
Þetta finnst mér kannski einum of, hugsið ykkur að það þurfi að gera þessar varúðarráðstafanir svo að börnin deyji ekki og verði úti því þau eru óvelkomin, halló hættið að ríða ef þið getið ekki tekið afleiðingunum............................................
Og svo voru þær gleðifréttir í morgun á mbl.is að kona hafi fundist á jarðskjálftasvæðinu í Pakistan 2 mánuðum eftir jarðskjálftan sjálfan........................
Wells ég er farin að vinna látið heyra í ykkur , vúuuuhhhúúú 9,1 kg :) le penguinos

Engin ummæli: