miðvikudagur, desember 21


Jebbs mánudags blúsinn er alveg farinn :) ........................ og tillhökkunin við að komast héðan úr borg óttans til Akureyrar og í faðm fjölskyldu og vina er tekinn við :)

En allt að verða crasí hér í boltanum og maður hefur ekki undan að selja fólki jólagjöfina í ár til eiginmanna eða starfsmanna. Bara gaman..........

............... svo er ég komin með söfnunarpoka en í honum eru 3 nóa síríus stjörnu konfektsmolar og tveir súkkulaðibitar :) jibbí held þessu áfram þar til klukkan slær 16.00 þann 24. des og byrja á fullu að háma í mig namminu í kirkjunni á Svalbarseyri :) hehehehe nei nei er ekki svo desperate og það ótrúlegasta við þetta blessaða nammi bindindi er að þetta er ekkert mál en þegar "stóri dagurinn" nálgast þá er löngunin að byrja fyrr enn sterkari. Við Inga Heiða erum búnar að eiga erfið síðustu kvöld vitandi að hún á bland í poka upp í skáp.......... En við komumst í gegnum þetta :)

Wells ef ég kemst ekki í að rita eitthvað frekar hér inn fyrir jól þá vil ég óska ykkur lesendur góðir
innilegra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Kossar og knús le penguin......

Engin ummæli: