sunnudagur, febrúar 18

Allt að gerast......
...eða þannig. úfff þetta ár 2007 hefur ákveðið að fljúga fram hjá... finnst eins og ég hafi bloggað í gær en það er aðeins lengra síðan!
En allavega þá eru ferðalögin sem eru komin á dagatalið hjá mér eftirfarandi;
  • 2-5 mars London - Arsenal v. Reading hlakka bara til að sjá hann Henry le bababú....
  • maí - Alicante - La Manga (spa resort með meiru)
  • Júlí - Köben - verð á Tivoli Cup - fótboltamót fyrir yngri flokka..
  • svo var það Road trippið - júlí/ágúst eða ágúst/sept.... verð að geyma skipulaginunguna aðeins lengur þar sem ég held ég komist ekki í júlí/ágúst ferðina og ég veit ekki hvað Sigga og Edda geta?
  • Kúba í November.... frí :)

Já já alltaf að ferðast og gera eitthvað ekki leiðinlegt en trúið mér þetta getur stundum verið erfitt og leiðinlegt.... En maður verður að njóta augnabliksins.

Vikan sem leið þá mætti draumurinn minn til Landsins a.k.a Jude Law er að hugsa um að horfa núna á Alfie til heiðurs hans og veru hans hér... skil samt ekki eitt... hann fór í Laugardalslaugina og á skauta í Laugardalnum en kíkti ekki í heimsókn til mín???? ég meina ég er þarna mitt á milli þessa tveggja staða svo hann ætti nú að hafa getað kíkt... but wells bara næst...

Svo kom uppáhaldið mitt frá því í Eurovison 2006 og hann var að spila með Palla á Nasa í gær en ég fór ekki ...... skít mig ef ég frétti að Jude hafi verið á Nasa líka í gær og ég hafi ekki farið þar sem VINIR mínur voru ekki að nenna að fara....... eða ég fann engan sem hafði tíma :(

jæja hætt að kvarta og farin að horfa á Alfie.....

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh, mér finnst svo ótrúlega ömurlegt að við misstum bæði af Jude og Micha (eða hvað sem hann heitir) en það kemur eitthvað betra í staðinn :)

Nafnlaus sagði...

Jude var ekki á Nasa, en ég var þar og ég get alveg sagt þér að þú MISSTIR AF GEGGJUÐU tjútti. Gvööð ég skemmti mér svo hrikalega vel. Ég var náttlega á haus um helgina, mér líst betur á ágúst / sept fyrir road trip. Verð í bænum eftir 9 daga, ekki að ég sé að telja :/. later gater.
Sigz

Nafnlaus sagði...

Æji ég gleymdi að skila kveðju til þín frá Jude. Hann kom einmitt við hjá mér rétt áður en hann fór á skautana, hann hélt bara þú værir alltaf svo bissý í vinnunni þinni elskan mín!! Já svona er þetta, hann velur frekar að fara í heimsókn til þeirra sem eru heimavinnandi í skóla múhaahahahaha!!

Nafnlaus sagði...

já og jæja, það var nú alveg kominn tími til að blogga - svo mikið er víst! en já, Juddy baby! skil ekkert í því að hann hafi ekki hringt í fyrrum samlanda sinn! MIG! oh my!

Nafnlaus sagði...

Jæja gamla, hvað er að frétta?? þurfum við ekki að fara að skoða þetta raod trip eitthvað??