miðvikudagur, janúar 9

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Þótt ótrúlegt megi virðast þá mundi ég leyniorðið hingað inn :) svo klár stúlkan. En ég var nú ekkert svo viss þar sem ég er nú ekki búin að blogga í háa herrans tíð og spurning hver nennir enn að kíkja hingað enn inn.
En hverjum er nú ekki sama, jú skal viðurkenna það mér er sama svo endilega kommentið :) það er það skemmtilega við þetta, eða svona næstum.
Ástæðan fyrir því að ég er byrjuð aftur er sú að nú er lífstílsbreytingin mikla komin á gott skrið :) og ég ætla að reyna að blogga aðeins um hvernig gengur og eitthvað annað... samasem hef ekki hugmynd...
Allavega þá í dag er ég búin að missa 7.1 kg frá því um miðjan ágúst. Ég var nú ekki sú duglegasta frá ágúst til Nóv en ég er þó allavega á niðurleið. Ég fór svo í vigtun í gær og vitir menn ég var 600 gr léttari þá en ég var fyrir jól, ég hélt ég myndi fljúga af vigtinni og kyssa konuna.... OMG var svo viss um að kg fjöldinn væri farinn upp um svona 2-3 kg.. allaveg... but no... :)
Ég þarf að missa 600gr til viðbótar og þá er ég komin inn á Reykjalund og vonast ég til að komast þangað um miðan Febrúar og vera í prógrammi í 5 vikur. Í þessar 5 vikur mun ég læra allt upp á nýtt þ.e mataræði, eldamenska, hreyfing og bara hugsa og það verður örugglega krúkkað eitthvað í heilanum á mér úffff hvað ég hlakka til :)
Inga Heiða lét mig hafa stjörnuspánna fyrir Meyjuna 2008 og jú viðurkenni að ég les hana alltaf ef ég sé spánna, en ég lifi ekkert eftir þessu. Allavega þá var þessi eins og lesin úr mínu hjarta og að einhver hafi skrifað hana fyrir mig.. hendi henni inn eins fljótt og ég get...
Aðal breytingin sem ég hef gert á mínu daglega lífi er;
  • Nammi mestalagi einu sinni í viku
  • Ræktin allavega 4x í viku, 6x MJÖG GOTT.
  • allavega 3 ávexti á dag :)

og mér finnst þetta bara virka vel.

Jæja ætla að snúa mér að vinnunni :) kveðja og vonast svo til að sjá comment frá ykkur... Mörgæsin

P.S Indy vinkona og Stebbi maðurinn hennar eignuðust tvíburastelpur í gærkvöldi og óska ég þeim innilega til hamingju. Tvær heilbrigðar og yndislegar stúlkur sem voru 14 merkur og 52 cm.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin aftur í bloggheima! Til lukku með glæsilegan árangur :) Ótrúlega dugleg! Keep up the good work ;) kv. Inga Heiða

Nafnlaus sagði...

úllalalala... í fyrstalagi: er ógeðslega ánægð með þig stelpa. Haltu svo áfram að henda inn fréttum og tölum og við hvetjum þig áfram :-)

Í örðu lagi: það var kominn tími til að þú drullaðist til að blogga!!!

Harpa megakroppur ;-)

eddakamilla sagði...

Go girl!! Með þessu áframhaldi verðum við að bæta nokkrum vikum við sumarið og flatmaga í bikini á sólarströnd, vvííííí ;o)

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá blogg frá þér, til lukku með þennan frábæra árangur. þetta gerist allt í hausnum á manni:) gangi þér hrikalega vel og ég hlakka til að fylgjast með
kv. Sigga Hrönn skóla buddy

Nafnlaus sagði...

Takk allir fyrir kvittið og stuðningin :) Mörgæsin...