föstudagur, maí 28

Búðir, Shopping in Sutton

Jæja, lét eftir mér að fara eftir vinnu í gær í búðir á fínu göngugötunni í bænum mínum Sutton. Og vitir menn það er til fullt af búðum hér, hehehheheheh. EN keypti nú ekki mikið bara 2 sængur svo ég á auka sæng handa þeim sem koma í heimsókn!!!! Svo á ég að hringja í konuna sem ætlar að leigja mér herbergið í dag og fá lykla og þannig. Svoleiðis á leiðinni úr vinnunni ætlar Ása að vera svo góða að koma þar við, svó ég geti gengið frá öllu þar og get þá vonandi flutt inn um helgina. ohhhhh hvað það verður frábært að komast í sitt herbergi og taka uppúr töskunum og SOFA í RÚMI, búin að sofa á alveg ágætum sófa en rúm er alltaf betra. (Inga Heiða getur kennt mér einhver góð trikk hér að sofa á sófa ;-) )

Svo er síðasti þátturinn með vinum í kvöld hér á landi og allt að verða crasy út af því, en ég og Ása ætlum að elda eitthvað gott (einhverjar uppástungur?) og horfa og horfa, svo veit maður aldrei hvort einhver bar verði fyrir valinu???

En svo er allt að smella saman hér í vinnunni og allt að verða aðeins auðveldara að takast á við og talandi um vinnu þá er best að fara að gera eitthvað kl að verða 9................


Until laiter The Penguin in London

Engin ummæli: