þriðjudagur, júní 1

Gud deg gud deg
Föstudagskvöldið fór í að horfa á síðasta þáttinn af vinum og svo voru þeir að byrja með fimmtu seríuna af BIG BROTHER, þvílíkt og annað eins rugl. Áður en þættirnir byrjuðu hringdi Birkir bró í mig og sagði mér að ég yrði að hlusta á svoltið og vitir menn það var Stefanía litla snúllan mín að grenja og bölva mér að hafa flutt frá henni og henni fyndist LOndon ljót. æææjjjjjiiiii frekar erfitt.....

Laugardagskvöldið var haldið kveðjupartý handa sistir Kristrúnar og þar voru ekta pylsur í boði það er íslenskar og mikið af bjór og PIMM'S það er eitthvað sem ég verð að kynna ykkur fyrir sem komið til mín (þ.e ef þið eruð ekki búin að kynnast Pimms frænda einhverstaðar annarstaðar)

Jæja flutti Harpa/The Penguin í fína herbergið sitt eða hinn fullkomna skáp (það gerðist á sunnudag). Mjög stórt og rúmgott herbergi, en einn galli sem ég tók eftir það er enginn ofn inni í herberginu mínu!! Dísss mar hvernig verður þetta næsta vetur ddddddddiiiiiiiirrrrrrr (kannski í anda Mörgæsinnar). En þetta er allt mjög fínt og fólkið sem ég leigi af eru frá Albaníu þannig áður en ég fer héðan verð ég búin að læra tungumálið þeirra, heheheh, en allavega þá eru þau mjög næs og vilja allt fyrir mig gera svo mér líði vel hjá þeim.

Svo var Harpa hin hugrakka ekkert smá duglega og fór ein í fyrsta skiptið á æfinni upp til London. Jeiiii Brava io. En allavega þá gekk allt vel og ég komst á milli staða og hitti hana Hörpu snilling og eins og mátti búast við þá var flakkað á milli bara, mig minnir að við fórum á tvo eða þrjá áður en við fórum svo að borða kvöldmat sem var MJÖG GÓÐUR. En innst inni allan daginn í gær saknaði ég Parísar og einfaldleika hennar.

Untill next time sejjja soonn Harps

Engin ummæli: