mánudagur, ágúst 16

Helgin.................................

jebbs helgin var bara fín!!!

Föstudagskvöldið ákváðum við Kristrún að athuga nýja veitingastaðinn í Sutton sem heitir il Ponte!! Ég mætti á umræddum tíma og ákvað að bíða úti eftir gellunni. Fyrir utan voru þjónarnir að lokka inn fólk á nýja staðinn og voru þeir nú hinir hressustu og snökkuðum við saman á ítölsku eins og vera mætti. Ég beið í um 10 mín og ákvað að hringja í Kris en vitir menn þá hafði hún læðst inn á staðinn og beið eftir mér þar, hehhehe þannig það var bara að fara inn og hitta hana og þvílík þjónusta sem við fengum. Þjónarnir komu á fimm mín fresti að ath hvort ekki væri allt í góðu og hella í glösin okkar. Jebbs hver veit nema þetta verði minn annar vinnustaður.

Því næst var skundað á nýjan klúbb sem var að opna og heitir hann LIQUID jebbs og maður fór þar inn og vitir menn sjalli númer 2 því maður var eins og amma þarna inni. Alltaf skemmtilegur fílingur en tónlistinn var bara fín og sá ég það fyrir mér að maður gæti alveg skemmt sér vel þarna inni ef maður liti fram hjá þessu smáatriði.

Laugardagurinn fór í þetta venjulega að versla og ákvað ég í leiðinni að láta klippa mig og gellan klippti mig þannig að já krullurnar fá að njóta sín....... og svo já keypti ég þessa flottu skó á 600 kall. Góð kaup það.

Annars var ekki gert meira en þetta nema kannski horfa á TV, lesa og sofa Gott líf það........

Kossar og knús Harpa

Engin ummæli: