þriðjudagur, desember 14

Góðan og blessaðann daginn

Jebbs helgin eða réttara sagt laugardagskvöldið var mjög áhugavert og skemmtilegt........

Ég og Sigga mættum á pubbinn rétt hjá bryggjunni sem báturinn fór frá og biðum spenntar að hitta strákana í Rugbý liðinu Millwall. Hittum líka þetta fína fólk til að stytta okkur stundina.
Jæja strákarnir mættu og var fjör á barnum og síðan var haldið af stað í bátinn um 100 manns og barinn tæmdist gjörsamlega!!!
Svo var lagt í hann og já verð að segja að siglingin hafi verið yndisleg vá hvað London er falleg séð frá Thames og það að kvöldi til. Ekki að segja að áfengið hafi eitthvað lagt til á fegurðina veit ekki. En strákarnir voru skemmtilegir og þá sérstaklega einn frá Norður Írlandi!! En Harpa kann að velja strákana og þessi á föstu þannig við skemmtum okkur bara ágætlega saman en hefði getað verið skemmtilegra. Tókum til dæmis Titanic í nefið eða atriðið fræga og öskruðum "I Love London" í leiðinni. Well þannig ekki mikið af kjaftasögum frá þessari ferð, að vísu þá missti ég náttúrulega af því þegar fimm drengir hlupum um dansgólfið naktir!! (gat verið, var á barnum).
Og ég gleymdi myndavélinni minni heima grenj grenj en well got to go!!!!

Kossar Harpos the penguinos................................... Er að koma heim eftir 9 daga jeiiiii

Engin ummæli: