miðvikudagur, maí 2

Símtal dagsinns.......
ég veit ég á ekki að hlægja af eldra fólki en þessi var bestur....... hringdi semsagt í dag á skrifstofuna;
Hann; sæl þetta er hérna í Hveragerði.
ég; já blessaður....
Hann; veistu eru komnar einhverjar nýjar reglur í Botcia (hvernig sem þetta er skirfað).
ég; veistu ég bara veit það ekki...
Hann; já er það ekki hver helduru að viti þetta....
ég; ja ætli það sé ekki formenn botcia félagsins ef það er til hér á Íslandi..
Hann; já æjjji ég ætla að athuga hvort ég finn ekki eitthvað í símaskránni....Sæl og blessuð... lagði á...
ég meina gangi honum vel að finna þetta í símskránni ..... en flottur tappi... Veit einhver hvort það séu komnar nýjar reglur.... má rauða kúlan snerta þá bláu núna?? eða er brautin styttri/lengri?
jæja best að halda áfram hér í the madness of it all.... vinsælasti frasinn í dag er;
áttu miða á úrslitaleikinn í Aþenu? ég er eldheitur Liverpool aðdáandi og fer hvað sem það kostar.... já já elskan eins og er kostar þetta rétt um hálfa milljón! til í það? huuuu jaaa sko verð að hugsa það..... já gerðu það.......
le penguin pínu pirruð.... heheh

3 ummæli:

Unknown sagði...

Jæja, smá fræðsluefni um Boccia, en það gæti verið að hann hafi séð einhverja með bolta sem gáfu frá sér hljóð og talið þá vera að svindla. En málið var að þeir voru bara blindir.... eða ekki með Sýn...hahahaaahhh.

BOCCIA:

Boccia er elsta kúluspil í heimi sem enn er leikið. Talið er að leikur þessi hafi þekkst þegar í upphafi Rómverjatímabilsins á Ítalíu og í Frakklandi. Enn er boccia mikið stundað af ófötluðu fólki í þessum löndum.

Boccia barst til Norðurlandanna þegar fatlaðir fóru að leggja stund á leikinn sem keppnisíþrótt. Nú í dag er boccia án efa vinsælasta keppnisgreinin sem fatlaðir leggja stund á. Vinsældir greinarinnar eru án efa komnar til af því hversu einfaldur leikurinn er og allir sem á annað borð geta kastað, ýtt eða sparkað kúlu, geta verið með.

Á síðari árum hafa blindir og sjónskertir byrjað að leggja stund á boccia en þá er notaður hljóðgjafi til þess að staðsetja kúlurnar. Nýlega var kynntur sérstakur hljóðbolti sem gefur frá
sér hljóð við ákveðin merki.

Boccia er mikil nákvæmnisíþrótt. Unnt er að stunda leikinn bæði úti og inni og er keppt í einstaklings og sveitakeppni. (Þrír í liði)

Á Íslandsmótum er nú keppt í deildum í boccia en ekki skipt í fötlunarflokka.

Þessi grein er í dag einnig stunduð af stórum hópi aldraðra Íslendinga en hún hentar þeim hópi eimmitt mjög vel.

Nafnlaus sagði...

hahah takk fyrir fræðsluna....

Nafnlaus sagði...

Væri ekki tilvalið fyrir okkur (íþróttanördana) að fara að æfa saman boccia ??