sunnudagur, janúar 13

Jólin 2007


Unglingarnir og prinsessan...




Þau gömlu og prinsessan...

Þetta voru alveg yndisleg jól þrátt fyrir að vera í fyrsta skiptið á ævinni á Svalbarðseyri og ekki í Bergi. Það var borðað, sofið og tímanum varið með fjölskyldunni :). ég fékk að sofa undir eldhúsborðinu og verja húsið fyrir innbrotsþjófum, en sem betur fer komu þeir ekki og ég fékk að skríða upp í lausar holur og klára góðan svefn...

Vikan gekk ágætlega, en næsta vika mun ganga enn betur... helsta atriðið sem ég þarf að bæta er ræktin... þar sem ég fór bara 3x þessa vikuna.....mataræðið var fínt nema í gærkvöldi - djamm og í dag... Inga Heiða var með 2 kaffiboð og mér boðið í bæði þar sem endalaust af góðum veitingum og svo var afgangur hér hjá mér... en ég er í dag mikið meira meðvitaðri um það sem ég er að borða og já allt það...

Heyrumst síðar og enn og aftur endilega kvittið....

...ciao le mie cari amici, baci et abraci Harpetta

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skamm skamm við báðar að fara ekkert í ræktina um helgina! Förum um næstu helgi fös-lau-sun til að bæta fyrir syndir okkar! Amen.

Nafnlaus sagði...

ohhh já það skulum við sko gera og einnig skulum við fara í detox kúr þar sem við drekkum bara sítrónuvatn.... æjjji kannski aðeins og öfgakennt...

Nafnlaus sagði...

Jíbbí að þú sért byrjuð að blogga

Jéminn hvað familien er mikið krútt á jólunum.

Sjáumst á morgun darling

;-)

Kveðja Fjóla