fimmtudagur, janúar 10

Takk allir fyrir stuðninginn, eins og ég sagði er alltaf gaman að fá kvitt....
Stjörnuspánin ógurlega fyrir meyjuna árið 2008!
Miklar breytingar virðast í vændum. Karmaskuldir verða gerðar upp. Meyjan verður í hæstu hæðum og dýpstu öldudölum á næstu tveimur árunum og allt sem gerist þá leggur grunninn að lífi hennar eftirleiðis. Á næstunni þarftu að einbeita þér af alvöru að því sem virkilega skiptir þig máli. Sjálfsagi Meyjunnar, ábyrgðarkennd og iðni munu koma henni að góðum notum. Hún lærir að forgangsraða og á að einbeita sér að áformum sínum og glíma við alvarleg málefni. Nú er ekki rétti tíminn til að bíða.
Persónulegar breytingar byrja að eiga sér stað í febrúar og ná hámarki síðsumars er meyjan setur líf sitt undir smásjá og gerir áætlanir fyrir framtíðina.
Alvarleikinn verður þó ekki allsráðandi. Ný tækifæri, sköpun, rómantík og fjör í einkalífinu verður til staðar. Janúar, september og nóvember eru besti tíminn til þess að byrja á einhverju nýju. Sköpunargleðin er í hámarki og viðfangsefnin þýðingarmikil.
Heilsufar og agi í dagæegum vinnubrögðum verður í brennidepli og til þess að ná árangri þarf að gera breytingar til langframa. Sum sambönd meyjunnar valda vonbrigðum og álagi, önnur ýta undir öryggi og stöðuleika.
Valdabarátta verður á heimili og í fjölskyldu. Á næstu árum mun meyjan verðavitni að algerum umskiptum í tengslum við undirstöðurnar, rætur sínar, fjölskyldu og stórfjölskyldu.
Í vor koma ný tækifæri upp á yfirborðið í einkalífi og rómantíki. Árið verður einstaklega hagstætt til þess að byggja upp eða styrkja ástarsambönd og langbesta sem er í vændum um langt skeið.
Þess þarf að gæta að boðskipti truflist ekki í nánu samstarfi eða sambandi og að hreinskilnin verði höfð að leiðarljósi.
Fjármálin ættu ekki að verða sérlega erfið viðfangs, þótt full ástæða sé til þess að hvetja til varkárni í fjárhagslegum skuldbindingu.
Og valla....finnst þetta vera alveg skrifað fyrir mig og þá leið sem ég er að fara núna, og mig hlakkar bara til að takast á við þetta verkefni.
farin að horfa á gossip girl... og Blesi held við verðum að framlengja fríið á ströndinni....komum illa brún til baka :)
Untill next time le penguin....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ frænk. Til hamingju með árangurinn, ég er alveg viss um að þú náir að breyta um lífstíl. Maður þarf stöðugt að kefla litla nammiskrímslið í kollinum á manni hehe. Stjörnuspáin er flott, vildi að veðurspáin væri svona jákvæð:(