þriðjudagur, febrúar 26

Prógrammið byrjað á Lundinum.......
Já sæll eigum við eitthvað að ræða þetta frekar...úfff mar... ég er búin að vera og er ekkert smá ánægð og sæl með þetta allt saman.
Í gær var svona almenn fræðsla og svo í dag... já sællllll byrjaði morguninn inni hjá iðjuþjálfunum og byrjaði að föndra aðeins, er að búa til klikka flott og mjög mikilvægt tæki.. sýni ykkur seinna... svo hafði ég 5 mín að hlaupa frá einum enda húsins í hinn og fara í sund.. tókst og ég mætti á réttum tíma í sundleikfimmi bara gaman :) .. svo rétt náði ég að þurka á mér hárið og var komin út í stafagöngu...brilljant það, loksins kom pása og hádegismatur 12-13 :) svo kl. 13 var það Babínton og svo ganga úti kl. 14.00 og þá var dagskráin búin... ég fór þá í heita pottinn og lét þreytuna líða úr mér.... Og já ég er byrjuð að finna fyrir vott af strengjum :) svo er morgundagurinn ekkert minna að gera... úfff hlakka bara til :)
reyni svo að vera dugleg að blogga þegar tími gefst til...
knús harps

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh, Harpa! Mig langar að koma til þín og fara með þér í sundleikfimi, stafagöngu og badminton ... vá, geggjuð dagskrá!!! Vona að strengirnir verði ekki óbærilegir ;) það er tómlegt í v-tungunni núna uhuhuh

Nafnlaus sagði...

Vá við erum að tala um alvöru prógramm :-) Gangi þér vel og hlakka til að heyra meira fljótlega!!!
KV. Sonja

Nafnlaus sagði...

Vá þetta hljómar ekkert smá skemmtilegt :o)

xox

Fjóla sagði...

þetta hljómar ýkt skemmtó....hef hugsað mikið til þín og sendi þér barráttukveðjur
fjóla

Nafnlaus sagði...

you go girl ;o)
Jo siss...

Nafnlaus sagði...

Já you go girl segi ég nú bara líka. Þetta er frábært og hljómar ekkert smá skemmtilegt þannig að bara have FUUUUUN!!!!
Kveðja Villa frænka

Nafnlaus sagði...

djöfl.. er þetta flott hjá þér - halda svona áfram!!!!
Kv. Maríanna

Nafnlaus sagði...

Snilld :)

Nafnlaus sagði...

tár og skjæl og stórt bros TAKK allir :) ekkert smá æðislegt að fá þessar kveðjur frá ykkur... blogga svo seinna í kvöl eða morgun... um hvernig mið og fimmt var... Eitt orð ERFIÐIR en skemmtilegir....