fimmtudagur, febrúar 28

Fyrsta vikan búin :)
Já verð að segja að þetta hafi verið ERFITT en samt um leið MJÖG SKEMMTILEGT og kom ég sjálfri mér mjög á óvart.... er bara í þokkalega góðu formi... eða það held ég allavega...er samt ekkert að miða mig útfrá einhverjum heilsufrík heldur bara hvað ég gat meira heldur en ég bjóst við :) þetta er mjög gott líf að fá bara stundaskrá í hendurnar og þarf maður bara að bera ábyrgð á því að fylgja henni eftir, passa að mæta á réttan stað á réttri stundu og í rétta átfittinu... betra að vera með sundbol á sér þegar maður fer í sund og föðurlandið með sér þegar maður fer út í göngu heheheh en allavega þá ætla ég að sýna ykkur tippikal dag;
Kl. 8-9 morgunmatur...hægt að velja úr góðu og hollu morgunkorni, brauð og álegg, lýsi og hafragraut.
9-10 - annaðhvort föndur hjá iðjuþjálfurunum (þrið og Fimmt) eða Heilsu leikfimmi (mán, Mið og Föst)
10-11 Sundleikfimmi - alveg brilljant tímar, er í 35 mín og þá hefur maður tíma til að gera sig tilbúna fyrir það næsta.
11-12 Stafaganga - bara skemmtilegt.. hér eftir eigið þið eftir að sjá mig gangandi um allt með stafi.
12-12.30 matur - mjög góður fjölbreyttur og hollur matur...
12.30 - 13.00 Slökun - vá alveg brilljant hlutur :) jammmí jammmí
13-14 Spaðatímar a.k.a. babmington eða fyrirlestrar
14-15 Ganga - maður má vera með stafina líka hér :) jeiii jeiii
15-16 allskonar tímar sund, þolhringur eða fræðsla.. fór til dæmis í dag í sundkennslu... alveg tími til kominn að fá alminnilegar leiðbeiningar... Bob Harper er alveg að skila sínu....
16-17 er bara tími sem er settur á miðvikudögum en það er lengsti dagurinn... fór tildæmis á þriðjudaginn í heitapottinn eftir amstur dagsins og var það alveg æðislegt.
18-19 Kvöldmatur yfirleitt súpa, skyr, brauð og álegg + salatbar.
Já eins og þið sjáið er nóg að gera og dagurinn líður hratt sem er náttúrulega bara gott :) á morgun (föstudagur) er starfsdagur og því eru ekki tímar eða dagskrá og er ég því komin heim í Vogatunguna :)
Ætla að fara í ræktina í fyrramáli og svo fara í vinnuna í nokkra tíma..
Heimaverkefni helgarinnar fyrir mig er að horfa á sjálfan mig í speiglinum og segja "Harpa mér þykir vænt um þig/mig" læra að segja þetta við sjálfan mig og trúa því... prófið þið þetta.....
Jæja bið bara að heilsa í bili :)
Kossar og knús og takk fyrir allar kveðjurnar þær eru æðislegar :)

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HARPA MÉR ÞYKIR LÍKA VÆNT UM ÞIG ;O)

Dugnaðarforkur, keep up the good work...

Jo siss...

Nafnlaus sagði...

ohhh þessi nafnlausi stal setningunni minni...

LOVE YOU TOO...
Ógeðslega stolt af þér frænka;-)

SÍJA,
SOnja

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta hljómar vel :-) Njóttu þín í botn þarna og keep up the good work, ert að standa þig eins og hetja!

... og auðvitað þykir mér líka vænt um þig :-)

Nafnlaus sagði...

Ótrúlega dugleg :) Love jú!!

Nafnlaus sagði...

Þarf ég líka að vera svona væmin?.... jájá ég elska þig ótrúlega mikið og vona að það verði jafn skemmtilegt hjá þér það sem eftir er! :)

Kv. Birkir

Nafnlaus sagði...

frábært að heyra af þér ! ótrúlega ánægð með þið gella :)

njóttu helgarinn!
knús,
Kristrún

Nafnlaus sagði...

Æjii ætlaði svo líka að skrifa HARPA MÉR ÞYKIR LÍKA VÆNT UM ÞIG!! En auðvitað þurfti þessi systir þín að vera á undan mér damn!

En svo ótrúlega gott að heyra að þetta er gaman og spennandi. Eigðu góða helgi kæra frænka. kiss og knús á þig!
Kveðja Villa frænka

P.S. Rakel biður innilega að heilsa, er farin að sakna skemmtilegu frænku sinnar sem leyfir henni að gera allt sem hún vill þegar hún vill!! :)

Nafnlaus sagði...

Þú stendur þig vel!!!
Kv. Maríanna

Nafnlaus sagði...

Jæja frænk, hvað er upp???

Nafnlaus sagði...

halló gella,

hvað er að frétta? hvernig gengur?
ein óstjórnlega forvitin!
Knús,
Kristrun

Nafnlaus sagði...

Blessuð , Þetta hljómar rosa spennandi, frábært hjá þér og gangið þér vel:)
Kveðja
Ása
P.S Shane er að koma næsta föstudag verður endilega að hitta okkur.