mánudagur, júní 7

Enskur pub, fótbolti og óperusöngvarar!!!!

Jebbs þetta er svona helgin í hnotskurn og skemmtileg var hún. En ég og Kristrún ákváðum að skoða pubbana í Dorking en hún er að passa hús og kött þar. Við fundum pubb og leist bara vel á. Fyrir ykkur sem hafið ekki komið inn á ekta enskan pubb þá er hann lítill allt teppalagt sem hægt er að teppaleggja og lágt til lofts og þið getið rétt ímyndað ykkur þungt loft. Allavega var fjör þarna og rákumst við á eitt stk Chelsee dagatal og auðvita var Eiður fundinn og hann var herra Janúar og við ákváðum bara að þetta kvöld væri janúar og eigandinn svona næstum sammála. Svo er einn galli á gjöf njarðar (hvernig sem þetta er sagt eða notað) þá lokar allt kl 23:00!!!! Þannig það var farið snemma heim að sofa.

Svo var dagurinn runnin upp sem Íslendinga stoltið var alveg að fara með mann og maður var viss um að Ísland myndi taka England í nefið í fótbolta svo ég og Kristrún (bara pínu þunnar) ákváðum að fara upp til London á einhvern pubb þar sem einhverjir Íslendingar ætluðu að hittast. Þannig við brunuðum og mættum. Auðvita eins og alltaf á svona samkundum er frekar mikið snobb í gangi og Íslendingar vilja ekkert heilsa hvor öðrum, en það var einn gæi sem braut þá reglu og heitir hann Ólafur dadddaaaa Sigurð..... eitthvað svona en hann er allavega Óperusöngvari og hefur meðalannars sungið með henni Maríu minni (og hann söng með henni ekki öfugt) þannig að gæinn var þarna með öðrum fjórum óperusöngvurum vinum sínum og verð að segja það frekar kynþokkafullar raddir!!!!! og vitir menn það var drukkið yfir leiknum og Íslendingurinn í manni varð alltaf minni og minni (ég meina 2 mörk á 2 mín) en sem BETUR fer skoruðu strákarnir OKKAR eitt mark, jjjjeeeeiiiiiiii.
Jæja til að stytta þetta aðeins þá enduðum við Kristrún upp í Notting Hill á spænskum restaurant með óperusöngvurum vinum okkar og var haldið áfram að djamma og hafa gaman. Svo gistum við heima hjá einum sem á íbúð þarna í Notting Hill og er hún sko flottust. Svo vaknaði einhver (ég) mjög snemma og það endaði með því að við fórum á fætur og örugglega 20 mín seinna var mér sagt hvað klukkan var og þá var hún bara 9 fokkkkkk en jæja við fórum út og fengum okkur Enskan morgumat, beikon, egg, franskar og extra mjög djúsí................ og svo var bara rölt um Notting Hill um markaði og enduðum við svo þrjú undir tréi í stórum garði og reindum að hvíla okkur. hehhehehe ekki mér að kenna.
en þetta er nú að verða of langt og ég verð vinna núna svo heyrumst síðar ........... og látið nú heyra í ykkur ...................

kveðjur Harps

Engin ummæli: