mánudagur, júní 14

Hver KVEIKTI Í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI???

Allavega útskriftarhelgin var mjög fín hér í Englandi 20 plús stiga hiti og nóg af ódýrum bjór.
Vaknaði kl 9 á laugardagsmorguninn og ákvað að vera sú hressasta í bænum og fór að versla. Gaman það!!! Er búin að finna fullkomna verslunarmiðstöð og er hún staðsett í Wimbeldon. Kostar bara pund fram og til baka í lestinni og verslunarmiðstöðin er staðsett næstum á lestarmiðstöðunni. Ég fann H&M og já týndi mér þar hehehehhe bara gaman. Endaði með að ég keypti ljósra hör buxur, sæta skyrtu og aukahluti. Svo endaði ég ”óvart” inni í einni skóbúð og keypti flottustu skó everrrrr..... Fór heim og klæddist nýja dressinu og lagði af stað til stelpnanna og nóta bene í nýju skónum og auðvita komst ég ekki langt í þeim því ég er með svo viðkvæma húð heheheheheh en ég mun ganga þá til þar til blöðrur hætta að láta sjá sig. Ég mun sigraaaaa.......

Svo fór ég og Sigga upp í bæ að hitta kærastan hennar sem var að halda upp á afmælið sitt á þessum flotta ástralska stað sem heitir Walkabout og er við Thames ánna og það var drukkið og skemmt sér vel, en þar sem maður fer svo snemma á allt djamm hér var gamla orðin þreytt og við fórum heim um 2330. Ég veit ég veit LÉLEGT!!!!!!!!

Svo sunnudag var sofið út, fór og keypti auka kodda svo Birkir, Maja og allir hinir mínir tilvonandi gestir geti notað og rúmteppi. Veit veit ég er haldin kaupæði en er alveg að fara að slaka á í þessu.
Svo var náttúrulega besti hluti dagsins var að horfa á Ferrari taka Formúluna í nefið enn einusinni....... jeii jeiiii FORZA FERRARI

Flotttur leikur líka í evrópubikaranum hahahahha sló þögn á borgina þegar Frakkar skorðu 2 flott mörk vegna mistaka Englendinga hahahahahhahah bara gaman að þessu......

Hvað er svo að frétta af ykkur? Hvernig var útskriftin? Og já hvar kveikti í Háskólanum???

Veðurfréttirnar sögðu að hér yrði um 29 stiga hiti og því ákvað mörgæsin að vera heima í dag með kælipoka vafða um sig, greyið alveg að bráðna hér!!!!

Kv Harps alveg að verða ferðamálagúrú en þegar orðin löglegur rekstrar- og viðskiptafræðingur!!!!! (díss mar hver hefði trúað því fyrir fimm árum) NOT ME!!!!

Engin ummæli: