mánudagur, júní 28

Góðan daginn!!!

já Valli er drengurinn orðin svona klár eins og pabbi? Gott að vita, líður strax mikið betur....

Allavega mjög góð helgi. Fór á laugardaginn á sýningu sem heitir House and garden. Flott sýning það. Var í smakk deildinni allan tíma og þá helst á Martíni barnum og Gin barnum ummmmmmhhhh gggoooottttt. Jebb svo var maður orðinn pínu hífaður og þá var tími til að fara á Óperuna!! fittar flott saman..... hehhehhehe

En þetta var alveg ágæt ópera og ekkert smá gaman að þekkja alla aðalsöngvarana!! Svo var bara lokasýningarpartý á eftir þannig það var djammað fram eftir nóttu. Svo enduðum við Kristrún aftur upp í Notting Hill (er alveg farin að líða eins og múvístar)og já liggur við að við séum búnar að fá húslykla því þetta er nú orðið eins og annað heimili.

Svo var pick-nick í gær og við Kristrún fórum og keyptum allt sem var gott fyrir þynkuna og lágum svo í sólbaði og sváfum á meðan allir hinir chiöttuðu og höfðu það fínt. Svo dróg ský fyrir sól og við ákváðum að yfirgefa pick nickið og við rétt náðum inn í Underground þegar það byrjaði að rigna og þá meina ég RIGNA og rok dauðans. Við ekkert smá feignar í lestinni.

jæja þá er að vinna vinna vinna
Svo heyrumst
Harps

Engin ummæli: