fimmtudagur, nóvember 16

Ástæðan fyrir að ég byrjaði að blogga aftur.... fyrir utan frábærar undirtektir síðasta bloggs var þetta comment frá frænku minni henni Villu á bloggsíðu sistur minnar;

  • "Bíddu bíddu bíddu.... hver er að skjóta á hverja með blogg - leti!! Hmmm.... hver er ekki búin að skrifa á sitt blogg síðan 12. apríl??? Hmmmmm.... æi hver var það aftur!!?? :) "
  • Ég meina HALLO ég var bara í kvíld eða óákveðin hvort ég ætlaði að hætta þessu alveg eða ekki... heheheh en auðvita kveikti þetta í mér hummmmm læt ekki skjóta svona á mig.....

En allavega þá langaði mig að fjalla aðeins um Fréttablaðið og auglýsingar/tilkynningar.... ég er mesta morgunhægfaramanneskja í heimi.... þ.e. ég þarf allavega svona klst. á morgnanna fyrir sjálfan mig, fara í sturtu, morgunmatur, lesa fréttablaðið og blaðið (þegar þau koma heim til mín) og svo náttúrlega sparsla í sprungurnar (thanks god i don't have more people to think about) (úppppssss dagur íslenskrar tungu í dag.... best að vanda sig) og já allt þetta helsta..... Þannig þegar ég fæ blöðin les ég þau og stundum koma þessar skrýtnu auglýsingar eða tilkynningar eins og t.d mánudaginn 6. nóvember var afmælistilkynning fyrir einn 30 ára gæja þar sem hann tæki á móti gjöfum í foreldrahúsum hahhahahahah góður vina hópur þar á ferð og svo þessi sem mér fannst bara snilld......

  • Undir Tilkynningar og Tapað/Fundið;
  • Ástkær vinur okkar Elvar hefur tapað sér í sambandssýki, endilega látið okkur vita ef þið heyrið í honum?því við gerum það ekki!! kv Í.G.I + mynd af gæjanum.

Þetta fynnst mér bara góður húmor hahhahahahahahhaha ég meina kannast maður ekki við þetta??? Flest allir farnir á vit sambandsýkinnar og sjást mis mikið og mis mikið samband......sem er auðvita skiljanlegt..... :)

Jæja best að koma sér í vinnufýling ...... og gera greinar í nýja bæklinginn....

Eigið frábæran dag og helgi ef ég heyri ekkert í ykkur fyrir þann tíma...... harps

Engin ummæli: